Úrval - 01.10.1950, Side 58
Sígiít dæmi úr sögu sakamálanna
um ráðsnilkl og þrautseigju
leynilögreglumanns.
Ginntur til sagna.
Úr bókinni „Murder!“
eftir Alan Hynd.
TTINN 9. nóvember 1910 skeði
það í Asbury Park í New
York ríki, að níu ára gömul telpa
Mary Smith að nafni, var barin
i höfuðið, sennilega með hamri,
kyrkt, og síðan nauðgað. Lík
hennar fannst í skógarrjóðri
ekki fjarri þeim stað þar sem
hún hafði síðast sést. I tvær
vikur gerði lögregla staðarins
árangurslausa leit að morðingj-
anum, en leitaði þá aðstoðar hjá
leynilögregluskrifstofu Burns í
New York borg. Raymond
Schindler, sem þá var deildar-
stjóri skrifstofunnar, fékk mál-
ið til úrlausnar. Schindler, sem
var ungur maður, sýndi svo
mikið hugvit við lausn gátunn-
ar, að hún er orðin sígilt dæmi
í sögu afbrotamála.
Mary Smith hafði síðast sést
á fáförnum vegi klukkan 15.10
á leið heim úr skóla, en var ó-
kominn heim á venjulegum
tíma, kl. 15.15. Það var því vit-
að með nokkurn veginn öruggri
vissu hvar og hvenær glæpur-
inn var framinn. Hitt var verra,
að á því svæði, sem Schindler
kallaði grunað svæði, voru 12
menn, sem allir gátu hafa drýgt
glæpinn.
Fyrsta verk Schindlers var
ekki sérlega frumlegt. Hann
stökkti kjúklingablóði á hamar
og sýndi hann öllum hinum
grunuðu, sagðist hafa fundið
hann nálægt líkinu og spurði þá
hvort þeir hefðu séð hann áð-
ur. Auðvitað neituðu þeir allir,
en Schindler hafði aðeins viljað
sjá viðbrögð þeirra.
Bragðið bar árangur. Garð-
yrkjumaður, Frank Heideman
að nafni, ungur Þjóverji, snot-
ur og stillilegur í framkomu,
sýndi óróleikamerki. Heideman
vann í gróðurhúsi á hinu grun-
aða svæði.
Eitt sá Schindler strax. Þó
að Heideman hefði þægilegt við-
mót á yfirborðinu, var hann
undir niðri kaldur og slunginn.