Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 80
78
TJRVAL
notkun sápunnar til hreinsunar
á fötum og líkama, er í skrif-
um gríska læknisins Galenos,
sem lifði á 2. öld e. Kr. Hann
segir, að sápan sé framleidd úr
feiti og öskulút, og segir að hún
sé notuð sem læknislyf og
þvottaefni.
Snemma á miðöldum stóð
sápuiðnaðurinn í miklum blóma
í hafnarborgum miðjarðarhafs-
landanna, einkum í Marseille,
þar sem til voru þegar í byrj-
un níundu aldar stórar og full-
komnar verksmiðjur á þeirra
tíma mælikvarða. Eðlilegt var,
að á þessum slóðum væri mið-
stöð sápuframleiðslunnar, því að
hráefnin voru við höndina: þara-
gróðurinn, en aska hans er að
mestu sódi, og ólífutréin, en fit-
an fékkst úr ávöxtum þeirra.
Framleiðslan hefur þó ekki ver-
ið stórfelld, því að þótt hinir
kristnu krossfarar sæju seinna,
að hægt var að þvo föt með
sápu, var sú aðferð enn í nokkr-
ar aldir munaður fyrir þjóðir
Norðurevrópu. Það var ekki fyrr
en á seytjándu öld, þegar út-
flutningsverzlun Genúa stóð með
mestum blóma, að sápan fór að
verða almenn neyzluvara.
Allar miðaldi-rnar og fyrri
hluta nútímans var persónulegt
hreinlæti á okkar mælikvarða á
mjög lágu stigi. Menn þekktu
að vísu sápu, og fólk af æðri
stéttum notaði hana til að þvo
föt sín í — en ástæðulaust þótti
að þvo líkamann. Glöggt dæmi
um þetta eru þau ummæli hirð-
meyjar við hirð Hinriks IV
frakkakonungs, að lyktin af
konunginum væri eins og af
hræi. Þetta var um 1600. Ekki
hefur það heldur verið tilviljun,
að ilmvatnsiðnaðurinn átti sitt
blómaskeið á dögum Lúðvíks
XIV, á miðri seytjándu öld. Við
hirð sólkonungsins þurftu hirð-
meyjarnar að dylja þá lykt, sem
stafaði af ónógum þrifnaði. Ekki
er þó svo að skilja, að menn hafi
haft sérstaka óbeit eða ótrú á
að þvo sér — en mönnum fannst
óþarfi, ef fötin voru hrein, að
þvo það sem inn undir var.
Upphafsmenn sápuiðnaðar nú-
tímans voru tveir franskir efna-
fræðingar, Leblanc og Chevreul.
Það sem einkum stóð í vegi fyr-
ir að sápan yrði almenningseign
var skortur á hinum alkalísku
efnum, sóda og pottösku, sem
nota þurfti til framleiðslunnar.
Menn urðu að láta sér nægja
ösku af þangi og tré. Þetta
breyttist árið 1780, þegar Le-
blanc fann aðferð til að fram-