Úrval - 01.10.1950, Page 83
SÁPUGERÐ FYRR OG NÚ
81
það frá sér súrefni, sem bleikir
(lýsir) þvottinn. Það er enginn
efi á því, að hin sjálfvirku
þvottaefni hafa sparað erfiði, en
menn eru ekki á eitt sáttir um,
hvort þau slíta þvottinum meira
en sápa. Víst er, að ekki er ráð-
legt að nota þau á hör, og sjálf-
sagt er að skola vandlega þvott,
sem þveginn hefur verið úr sjálf-
virku þvottaefni.
í margar aldir hefur sápan
verið eina þvottaefni heimilanna,
en á seinustu árum hefur hún
fengið skæðan keppinaut. Á ár-
unum milli heimsstyrjaldanna -
var mikill feitmetisskortur í
Þýzkalandi, og þjóðverjar lögðu
því mikla áherzlu á að finna eitt-
hvert efni, sem hefði hreinsun-
arhæfileika sápunnar og nota
mætti í önnur hráefni en fitu.
Þeir fundu það sem þeir
voru að leita að í hinum svo-
nefndu brennisteinssýrðu (súl-
fóneruðu) fitualkahólum. Fitu-
alkóhólin tilheyra hinum ,,æðri
alkóhólum“ með 12—18 kolefn-
isfrumeindum. Ef þau eru blönd-
uð sterkri brennisteinssýru,
missa þau alkóhóleiginleika sína
um leið og brennisteinssýran
gengur inn í sameindir þeirra.
Við þessa breytingu fá þau nýja
eiginleika, er gerir þau hæf sem
þvottaefni, á sumum sviðum
jafnvel hæfari en sápu.
Auk hinna mörgu kosta, hef-
ur sápan nefnilega einnig sína
ókosti. Ef vatnið er ,,hart“, þ. e.
mikið af calcium- eða magníum-
söltum í því, gengur hluti af fitu-
sýrum sápunnar í samband við
þessi efni og myndar með þeirn
tilsvarandi sölt, sem eru óupp-
leysanleg í vatni og hafa eng-
an hreinsandi eiginleika. Hart
vatn er því mjög sápufrekt.
Hægt er þó að bæta nokkuð úr
þessu með því að ,,mýkja“ vatn-
ið, þ. e. fella út í því calcium
eða magnium, sam venjulega er
gert með sóda. En þessi „mýk-
ing“ tekur tíma, og reynslan er
sú, að mjög erfitt er að venja
fólk á að mýkja vatn, sem það
ætlar að nota til þvotta. Verst
er þó, þegar þvo skal viðkvæm-
an þvott, t. d. úr ull, silki, ray-
on o. fl., sem þolir illa sóda.
Fyrir slíkan þvott er næstum
ógerlegt að mýkja vatnið.
Á þessu sviði taka hin brenni-
steinssýrðu fitualkóhól sápunni
langt fram. Þau eru auðleyst í
köldu vatni, og mynda ekki ó-
leysanleg sambönd með calcium
eða magnium, og eru því jafn-
góð hvort sem vatnið er hart
eða mjúkt.