Úrval - 01.10.1950, Side 95
GREINARKORN UM BÖKMENNTIR
93
með fallega viðinn sem gneist-
aði af og með húsagarðinn sinn
fullan af hraðfleygum hjólum,
eins og Hómer segir, og eins og
þú veizt er hjólið eitt af undrum
heimsins. Svo var það járnsmið-
urinn í smiðjunni sinni: ég
þrútnaði af stolti þegar hann
leyfði mér að stíga belginn með-
an hann hitaði járnstöngina unz
hún varð hvítglóandi. Hann var
eins og einygði risinn Cyclops,
þegar hann hamraði hvítt járn-
ið svo að gneistarnir sindurðu
af því; og þegar hann negldi
skeifuna á hestinn mátti finna
lykt af brenndu horni, og hest-
urinn leit á hann með gáfulegu
augunum sínum eins og hann
vildi segja: „Haltu bara áfram,
ég skal vera stilltur.“
Dálítið lengra burtu bjó
Tonca, skækjan; ég hafði næsta
óljósa hugmynd um starf henn-
ar, en í hvert skipti sem ég fór
fram hjá húsinu hennar fékk ég
undarlega, þurra tilfinningu í
kverkarnar. Einu sinni horfði
ég inn um gluggann hjá henni,
þar var allt tómt — aðeins rúm
með röndóttri fiðursæng, og
nokkur blóm fyrir 'ofan rúmið.
Ég kom í ullarverksmiðjuna, sá
eigandann og skrifstofumenn
lians á þönum um skrifstofurn-
ar, og safnaði útlendum frí-
merkjum úr bréfakörfunum
þeirra; og ég horfði á verka-
mennina við kerin, sem voru full
af úrkembingi, og vefarana við
hina dularfullu, vélknúnu vef-
stóla sína; ég fór inn í þurrk-
unarklefann og bakaði mig við
kyndiofnana og katlana og dáð-
ist að stóru skóflunum, sem ég
gat varla loftað. Ég heimsótti
slátrarann og horfði á hann með
athygli til að sjá hvort hann
hyggi ekki af sér fingur. Ég leit
inn til kaupmannsins til að
horfa á hann vega og mæla,
staldraði við hjá tinsmiðnum,
og fór inn í húsagarðinn til tré-
smiðsins þar sem söng í sögun-
arvélum og hvissaði í heflum.
Ég kom í fátækraheimilið til
þess að sjá hvað fátæklingarn-
ir hefðu fyrir stafni, og fór með
þeim á föstudagsmarkaðinn í
borginni til þess að læra hvern-
ig betl væri stundað.
Nú hef ég sjálfur fengið at-
vinnu, og ég vinn að henni dag-
inn langan. En jafnvel þó að ég
sæti úti á sólpallinum við vinnu
mína, tel ég fráleitt, að nokkur
drengur mundi nema staðar til
að horfa á fingur mína —
standa berfættur á öðrum fæti
og nudda kálfann með hinum