Úrval - 01.10.1950, Síða 95

Úrval - 01.10.1950, Síða 95
GREINARKORN UM BÖKMENNTIR 93 með fallega viðinn sem gneist- aði af og með húsagarðinn sinn fullan af hraðfleygum hjólum, eins og Hómer segir, og eins og þú veizt er hjólið eitt af undrum heimsins. Svo var það járnsmið- urinn í smiðjunni sinni: ég þrútnaði af stolti þegar hann leyfði mér að stíga belginn með- an hann hitaði járnstöngina unz hún varð hvítglóandi. Hann var eins og einygði risinn Cyclops, þegar hann hamraði hvítt járn- ið svo að gneistarnir sindurðu af því; og þegar hann negldi skeifuna á hestinn mátti finna lykt af brenndu horni, og hest- urinn leit á hann með gáfulegu augunum sínum eins og hann vildi segja: „Haltu bara áfram, ég skal vera stilltur.“ Dálítið lengra burtu bjó Tonca, skækjan; ég hafði næsta óljósa hugmynd um starf henn- ar, en í hvert skipti sem ég fór fram hjá húsinu hennar fékk ég undarlega, þurra tilfinningu í kverkarnar. Einu sinni horfði ég inn um gluggann hjá henni, þar var allt tómt — aðeins rúm með röndóttri fiðursæng, og nokkur blóm fyrir 'ofan rúmið. Ég kom í ullarverksmiðjuna, sá eigandann og skrifstofumenn lians á þönum um skrifstofurn- ar, og safnaði útlendum frí- merkjum úr bréfakörfunum þeirra; og ég horfði á verka- mennina við kerin, sem voru full af úrkembingi, og vefarana við hina dularfullu, vélknúnu vef- stóla sína; ég fór inn í þurrk- unarklefann og bakaði mig við kyndiofnana og katlana og dáð- ist að stóru skóflunum, sem ég gat varla loftað. Ég heimsótti slátrarann og horfði á hann með athygli til að sjá hvort hann hyggi ekki af sér fingur. Ég leit inn til kaupmannsins til að horfa á hann vega og mæla, staldraði við hjá tinsmiðnum, og fór inn í húsagarðinn til tré- smiðsins þar sem söng í sögun- arvélum og hvissaði í heflum. Ég kom í fátækraheimilið til þess að sjá hvað fátæklingarn- ir hefðu fyrir stafni, og fór með þeim á föstudagsmarkaðinn í borginni til þess að læra hvern- ig betl væri stundað. Nú hef ég sjálfur fengið at- vinnu, og ég vinn að henni dag- inn langan. En jafnvel þó að ég sæti úti á sólpallinum við vinnu mína, tel ég fráleitt, að nokkur drengur mundi nema staðar til að horfa á fingur mína — standa berfættur á öðrum fæti og nudda kálfann með hinum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.