Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 99
VINDURINN ER EKKI LÆS
97
— Afsakið? sagði hún og
nam staðar.
Hún virtist vera bæði hrædd
og undrandi.
Ég endurtók setninguna á
japönsku.
— Já, ég hljóp, sagði hún á
ensku. Ég veit ekki hvers vegna
ég gerði það.
í sama bili kom tómur ghari
akandi eftir götunni: Ekillinn
brosti til okkar ofan af háa
ekilssætinu. Tennur hans voru
blóðrauðar.
— Má ég aka yður eitthvað
áleiðis? spurði ég ungfrú Wei.
— Ég er á leiðinni til gisti-
hússins.
— Þá eigum við samleið.
Þegar við vorum sezt upp í
vagninn, fór ég að virða fyrir
mér andlit hennar. Það var eins
og gert úr fílabeini, og augun
voru brún og stór.
— Þetta er betra en að aka
í tonga í Delhi, sagði ég.
— En það er ljótt að sjá
munninn á ökumanninum, sagði
hún áhyggjufull.
— Hafið þér ekki kómið fyrr
til Indlands ?
— Nei, sagði hún.
— Þeir tyggja allir betelhnet-
ur. Þeir kaupa þær í bazarnum.
— Hvað er bazar eiginlega?
— Indverjar verzla þar.
— Getur maður fengið að
skoða hann?
• — Ég er á leiðinni þangað.
Viljið þér kom með?
— Já, það vil ég! hrópaði hún,
og hún varð glöð á svipinn eins
og barn, sem hefur verið gefin
appelsína.
Þegar við komum að bazarn-
um, hjálpaði ég henni niður úr
vagninum. Gatan var full af
fólki og kerrum með tréhjólum,
sem uxar drógu. Kaupmennirn-
ir hrópuðu hástöfum til okkar.
— Sahib! *
— Aðeins augnablik! — Mjög
ódýrir skór, sahib!
Ungfrú Wei var stóreygð eins
og barn. Hún gekk þvert yfir
götuna, benti á vagninn og
snerti á honum alveg eins og
barn í leikfangabúð. Ég horfði
á hana eins og dáleiddur. Mér
fannsthún vera fallegasta stúlk-
an, sem ég hafði séð.
Skyndilega stóð hún grafkyrr
og starði skelfd á eitthvað, sem
mjakaðist eftir götunni. Það
minnti á mannsfósturmeðgeysi-
stórt höfuð og kreppta fætur.
Likaminn var ataður ösku og
ekki stærri en barnslíkami. En
það varð ekki ráðið af fábjána-
svip vanskapningsins, hvort
hann hefði öðlazt hin veika
lífsneista sinn fyrir fimm, fimm-
tíu eða fimtai' hundruð árum.
Hann gat ekki hreyft nema
annan handlegginn og með hon-
um mjakaði hann sér áfram
eftir rennusteinunum.
Það komu sársaukadrættir í
andlit stúlkunnar, en hún
hreyfði sig ekki.
— Komið, sagði ég.
— Bíðið ofurlítið.
* Húsbóndi. Indverjar ávarpa hvíta.
•menn með. þessu nafni.