Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 119

Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 119
VINDURINN ER EKKI LÆS 117 Ég hnipraði mig saman og stökk niður af greininni. Ég þaut fram hjá hermanni, sem var á verði, og komst inn í skógarjað- arinn. Það voru fjörutíu metr- ar til næsta afdreps, en ég vissi, að það yrði erfitt að hæfa mig í myrkrinu. Samt fannst mér ég vera algerlega varnarlaus. Ég var enn í skotmáli og bjóst þá og þegar við að fá kúlu í bakið. Loks komst ég til trjánna, sem gátu skýlt mér. Ég flýtti mér svo mikið, að mér varð fóta- skortur og ég datt endilangur. Ég heyrði ógurlegt glamur, því að ég hafði dottið um vír, sem Japanarnir höfðu strengt kring um herbúðirnar. Á vírinn höfðu þeir hengt tómar pjátursdósir, til þess að óvinir kæmu ekki þeim að óvörum, og glamrið stafaði af dósunum. Ég reis á fætur og fór að mjaka mér inn í skógar- þykknið. Ég lyfti hendinni til þess að ýta grein til hliðar, en í sama vetfangi fékk ég högg á handlegginn. Skot kvað við. Handleggurinn kipptist til og ég fann til ákafs sársauka, sem lagði upp í öxl. Ég heyrði ann- an skothvell og kúlan þaut rétt hjá mér. En nú hafði ég digra triáboli að baki og þeir skýldu mér. Ég nam staðar og hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist nema suð í skordýrum. Ég óttaðist hvorki slöngur né önnur dýr, því að hættan sem stafaði af þeim var hégómi samanborið við þá hættu sem ég var sloppinn úr. Dýr skógarins gátu ekki otað að mér byssustingjum eða lokað mig inni í fangabúðum árum saman. Eftir nokkra stund staðnæmd- ist ég og hallaði mér upp að tré til þess að hvíla mig. Ég var uppgefinn af göngunni og fór að velta því fyrir mér, hvort ég hefði misst mikið blóð. Ég hafði verk í handleggnum og gat ekki beygt olnbogann. Ég fann að ermin var vot, og hneppti því frá mér skyrtunni og reyndi að fara úr henni, Svo sté ég á hana með fætinum og sleit aðra ermina af og batt með henni um sárið. Síðan fór ég aftur í skyrtuna og lagð- ist fyrir. Morguninn eftir gerði ég til- raun til að ná umbúðunum af handleggnum, en tókst það ekki, því að þær voru límdar saman af storknuðu blóði. Ég hafði meiri óþægindi af blóðsóttinni en sárinu á hand- leggnum. Ég hafði ekkert nærzt, og af því að sýklarnir gátu ekki ráðist á neina fæðu í magan- um, réðust þeir á magann sjálf- an. Það var eins og verið væri að rífa sundur í mér innyflin. Ég varð ekki þyrstur fyrr en leið á daginn, en þá var eins og líkami minn tæki allt í einu eftir því, að hann var vatnsþurfi. Ég hafði ekki rekizt á vatn all- an morguninn, og nú fór þetta að valda mér kvíða, því að mér var Ijóst, að þorstinn gæti rek- ið mig aftur til Japananna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.