Úrval - 01.10.1950, Page 124

Úrval - 01.10.1950, Page 124
122 ÚRVAL nema fimmtán kílómetra frá Im- phal. Þrem stundum seinna komum við til Kalkútta. Tveir sjúkra- vagnar biðu okkar á flugvellin- um. Hjúkrunarmenn komu með börur að flugvélinni. Einn þeirra ávarpaði mig: — Getið þér komizt í sjúkra- hílinn hjálparlaust? — Já, sagði ég. Hvor bíllinn er það? — Sá fremri. Ég gekk að sjúkrabifreiðinni og stóð þar stundarkorn, meðan hjúkrunarmaðurinn fór upp í flugvélina. En svo beið ég ekki boðanna, en gekk rakleitt inn í flugstöðvarbygginguna. — Er nokkur flugferð til Del- hi, spurði ég. — Öðru hvoru, sagði maður- inn, sem sá um flugferðirnar. Hann horfði á handlegginn á mér og sá að ég var með gips- umbúðir. — Ég þyrfti að komst þang- að. — Hafið þér pantað sæti? — Nei, svaraði ég. Ég er ný- kominn frá Imphal. — Við verðum að reyna að hjálpa yður, sagði hann. Þér viljið auðvitað ekki fara með lest vegna handleggsins. Bíðið ofurlítið. Ég leit út um gluggann og sá að sjúkrabifreiðin ók af stað. Mín hafði ekki verið saknað. Að vísu hafði ég orðið að skilja eft- ir skjöl mín frá sjúkrahúsinu, en það myndi líða nokkur tími áður en strok mitt kæmist upp. Þá yrði ég kominn til Sabby í Delhi. Ég hirti ekki um neitt nema að komast til Sabby. Ég varð að bíða þrjá stund- arf jórðunga, en þá var mér vís- að á flugvél. Ég var smeykur um að ekkert rúm væri fyrir mig, en það fór betur en á horfð- ist. Við lögðum af stað klukk- an tólf og lentum á Willingdon- flugvellinum klukkan sex. Ég náði strax í vagn og bað ökumanninn að aka mér til gisti- hússins, þar sem Sabby bjó. Það var löng leið og loftið molluheitt. Ég var órakaður, sveittur og óhreinn og þráði það eitt, að vera kominn til gistihússins. Mér fannst leiðin vera óendan- lega löng. Við urðum alltaf að vera að nema staðar vegna um- ferðarinnar. Ég hafði verk í handleggnum og gibsið særði mig. Ég hefði brotið gibsið af, ef ég hefði haft nokkurt verk- færi. Ég fór að biðja: Láttu mig hitta Sabby í gistihúsinu. Ég skal gefa hvað sem er í stað- inn. Láttu mig aðeins hitta Sab- by þar. Loksins komum við til gisti- hússins. Ég bað ekilinn að bíða og fór inn. Ég gekk rakleitt að herbergisdyrum Sabby, barði og hlustaði. Ég hafði ákafan hjartslátt eftir hlaupin upp stig- ann, en það var eina hljóðið sem ég heyrði. Eftir stundarkorn tók ég í hurðarhúninn. Dyrnar voru læstar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.