Úrval - 01.10.1950, Síða 124
122
ÚRVAL
nema fimmtán kílómetra frá Im-
phal.
Þrem stundum seinna komum
við til Kalkútta. Tveir sjúkra-
vagnar biðu okkar á flugvellin-
um. Hjúkrunarmenn komu með
börur að flugvélinni. Einn þeirra
ávarpaði mig:
— Getið þér komizt í sjúkra-
hílinn hjálparlaust?
— Já, sagði ég. Hvor bíllinn
er það?
— Sá fremri.
Ég gekk að sjúkrabifreiðinni
og stóð þar stundarkorn, meðan
hjúkrunarmaðurinn fór upp í
flugvélina. En svo beið ég ekki
boðanna, en gekk rakleitt inn
í flugstöðvarbygginguna.
— Er nokkur flugferð til Del-
hi, spurði ég.
— Öðru hvoru, sagði maður-
inn, sem sá um flugferðirnar.
Hann horfði á handlegginn á
mér og sá að ég var með gips-
umbúðir.
— Ég þyrfti að komst þang-
að.
— Hafið þér pantað sæti?
— Nei, svaraði ég. Ég er ný-
kominn frá Imphal.
— Við verðum að reyna að
hjálpa yður, sagði hann. Þér
viljið auðvitað ekki fara með
lest vegna handleggsins. Bíðið
ofurlítið.
Ég leit út um gluggann og
sá að sjúkrabifreiðin ók af stað.
Mín hafði ekki verið saknað. Að
vísu hafði ég orðið að skilja eft-
ir skjöl mín frá sjúkrahúsinu,
en það myndi líða nokkur tími
áður en strok mitt kæmist upp.
Þá yrði ég kominn til Sabby í
Delhi. Ég hirti ekki um neitt
nema að komast til Sabby.
Ég varð að bíða þrjá stund-
arf jórðunga, en þá var mér vís-
að á flugvél. Ég var smeykur
um að ekkert rúm væri fyrir
mig, en það fór betur en á horfð-
ist. Við lögðum af stað klukk-
an tólf og lentum á Willingdon-
flugvellinum klukkan sex.
Ég náði strax í vagn og bað
ökumanninn að aka mér til gisti-
hússins, þar sem Sabby bjó. Það
var löng leið og loftið molluheitt.
Ég var órakaður, sveittur og
óhreinn og þráði það eitt, að
vera kominn til gistihússins.
Mér fannst leiðin vera óendan-
lega löng. Við urðum alltaf að
vera að nema staðar vegna um-
ferðarinnar. Ég hafði verk í
handleggnum og gibsið særði
mig. Ég hefði brotið gibsið af,
ef ég hefði haft nokkurt verk-
færi. Ég fór að biðja: Láttu
mig hitta Sabby í gistihúsinu.
Ég skal gefa hvað sem er í stað-
inn. Láttu mig aðeins hitta Sab-
by þar.
Loksins komum við til gisti-
hússins. Ég bað ekilinn að bíða
og fór inn. Ég gekk rakleitt
að herbergisdyrum Sabby, barði
og hlustaði. Ég hafði ákafan
hjartslátt eftir hlaupin upp stig-
ann, en það var eina hljóðið sem
ég heyrði. Eftir stundarkorn tók
ég í hurðarhúninn. Dyrnar voru
læstar.