Úrval - 01.10.1950, Page 125
VINDURINN ER EKKI LÆS
123
Ég fór niður og leit inn í mat-
salinn. Allir horfðu forvitnis-
lega á mig — sennilega af því
að ég var svo óþrifalegur og
með höndina í gibsi. Sabby var
hvergi sjáanleg. Hún var ekki
heldur úti á svölunum. Ég
vék mér að dyraverðinum og
spurði hann hvort hann vissi
hvar ungfrú Wei væri.
— Ungfrú Wei? Hún liggur
í sjúkrahúsi
— Hvað er að henni? Vitið
þér það?
— Ég held að hún hafi verið
skorin upp. Það var eitthvað í
höfðinu.
— í hvaða sjúkrahúsi liggur
hún? _
— I Georgs konungs sjúkra-
húsinu.
Ég gekk út að vagninum og
sté upp í hann. Ég bað ökumann-
inn að aka hratt til sjúkrahúss-
ins, en mér fannst hann aldrei
ætla að koma sér af stað. Ég
iðaði af óþolinmæði.
Loks komum við til sjúkra-
hússins og ég flýtti mér inn.
Sjúkrahúsið var falleg og hrein-
legbygging. Gangarnir voru eins
og gljáfægður marmari Tajhall-
arinnar. Indverskur dyravörður
spurði um erindi mitt. Ég
kvaðst ætla að hitta ungfrú Wei.
— Ungfrú Wei, sagði hann.
Viljið þér gera svo vel að bíða
hérna.
— Gerið svo vel að vísa mér
strax til hennar, sagði ég.
— Afsakið, en þér verðið að
bíða. Fólk verður alltaf að bíða.
Ég beið góða stund. Allt í
einu kom hjúkrunarkona í dyrn-
ar og sagði:
— Viljið þér hitta ungfrú
Wei? Eruð þér vinur hennar?
— Góður vinur, sagði ég.
— Ég verð að bera það und-
ir hana. Ég get ekki hleypt yð-
ur inn án þess að gera það.
— Er hún þungt haldin?
— Hún hefur verið mjög veik.
Uppskurðurinn var hættuleg-
ur
— En hvernig líður henni
núna ?
— Við erum að bíða og sjá
hverju fram vindur. Við höfum
beðið í tíu daga.
— Viljið þér vera svo góðar
að segja henni frá komu minni.
Segið henni að það sé Michael.
— Sjálfsagt, sagði hjúkrunar-
konan. Michael Quinn. Hún hef-
ur talað um yður.
Hún fór og lokaði dyrunum á
eftir sér. Eftir stundarkorn kom
hún aftur og sagði:
— Gerið þér svo vel. Þér
megið koma inn núna.
— Hvað sagði hún?
— Hún sagði ekkert, nema
með augunum?
— Og hvað með augunum?
— Ég held að hún vilji að
þér komið inn.
Víð gengum eftir löngum
göngum, unz við komum að her-
bergi Sabby. Sabby lá á bakinu
með sárabindi vafið um höfuð-
ið. Andlit hennar var Iítið og
fölt þarna á koddanum.