Úrval - 01.10.1950, Side 126
124
tJRVAL
Ég settist á rúmstokkinn hjá
henni. Ég gat ekki komið upp
nokkru orði, því að það var
grátkökkur í hálsinum á mér.
Ég sá að augu hennar voru
full af stórum tárum og þau
hrundu niður vangana. Varir
hennar brostu og augun brostu
líka bak við tárin. Ég kraup
niður, og þrýsti andliti mínu að
vanga hennar og ég vissi ekki
lengur hvort tárin voru hennar
eða mín. Eftir dálitla stund fór
ég að bíta hana í eyrun og nefið,
og þegar ég reis á fætur sá ég
meiri hamingju í svip hennar
en ég hafði séð nokkurn tíma
áður.
— Elskan, ég get ekki séð
þig. sagði hún.
Ég leitaði að vasaklút, en fann
engan. Þá þerraði ég andlit
hennar með ábreiðunni og mitt
líka.
— Elsku Sabby, sagði ég.
Elsku litla Sabby mín, hvað
hafa þeir gert þér? Þú ert kom-
in með vefjarhött eins og Ind-
verji.
— Og það hefur líka eitthvað
komið fyrir þig. Það er eitthvað
að þér í handleggnum.
— Það er bara smásár, sagði
ég. Það er að batna.
— Þú hefur liðið þjáningar,
elskan mín.
— Það voru aðeins áhyggj-
urnar vegna þín. Og þú vissir,
að þetta myndi koma fyrir. Þú
vissir það, var það ekki?
— Jú, elskan mín. Ég vissi
það.
■— Þú hefðir átt að segja mér
frá því.
— Ég vildi ekki láta neitt
spilla hamingju okkar. Það var
af eintómri eigingirni að ég vildi
halda í hamingjuna. Ég vildi
ekki hugsa til endalokanna. Ég
hefði átt að tala við þig um
endalokin.
— Það verða engin endalok,
sagði ég.
— Jú, sagði hún. Elskan mín,
vertu nú góður og hugsaðu um
það, allt hefur verið svo dásam-
íegt og ég elska þig svo heitt.
Ég þrýsti henni að mér og
kyssti hana.
— Þú ert nákvæmlega eins og
þú varst, sagði ég. Það er sami
ilmurinn af þér. Þegar ég var í
frumskóginum, hugsaði ég oft
um anganina af þér.
— Ég er allt önnur Sabby,
sagði hún. Það er ekkert hár
undir vefjarhettinum. Finnst
þér hárlaus Sabby ekki Ijót?
— Mér er sama um það. Mér
er sama þó að þeir hefðu tekið
af þér nefið. En hárið vex alltaf
aftur og verður fallegra í annað
sinn.
— Elskan, væri ekki gott ef
ég losnaði við þetta nef?
— Það væri hræðilegt.
— Þú sagðir alltaf, að það
væri svo hlægilegt.
— Það er eina nefið, sem
fer þér vel.
— Er þá allt andlit Sabby
hlægilegt?
— Nei, það er verulega snot-
urt andlit.