Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 126

Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 126
124 tJRVAL Ég settist á rúmstokkinn hjá henni. Ég gat ekki komið upp nokkru orði, því að það var grátkökkur í hálsinum á mér. Ég sá að augu hennar voru full af stórum tárum og þau hrundu niður vangana. Varir hennar brostu og augun brostu líka bak við tárin. Ég kraup niður, og þrýsti andliti mínu að vanga hennar og ég vissi ekki lengur hvort tárin voru hennar eða mín. Eftir dálitla stund fór ég að bíta hana í eyrun og nefið, og þegar ég reis á fætur sá ég meiri hamingju í svip hennar en ég hafði séð nokkurn tíma áður. — Elskan, ég get ekki séð þig. sagði hún. Ég leitaði að vasaklút, en fann engan. Þá þerraði ég andlit hennar með ábreiðunni og mitt líka. — Elsku Sabby, sagði ég. Elsku litla Sabby mín, hvað hafa þeir gert þér? Þú ert kom- in með vefjarhött eins og Ind- verji. — Og það hefur líka eitthvað komið fyrir þig. Það er eitthvað að þér í handleggnum. — Það er bara smásár, sagði ég. Það er að batna. — Þú hefur liðið þjáningar, elskan mín. — Það voru aðeins áhyggj- urnar vegna þín. Og þú vissir, að þetta myndi koma fyrir. Þú vissir það, var það ekki? — Jú, elskan mín. Ég vissi það. ■— Þú hefðir átt að segja mér frá því. — Ég vildi ekki láta neitt spilla hamingju okkar. Það var af eintómri eigingirni að ég vildi halda í hamingjuna. Ég vildi ekki hugsa til endalokanna. Ég hefði átt að tala við þig um endalokin. — Það verða engin endalok, sagði ég. — Jú, sagði hún. Elskan mín, vertu nú góður og hugsaðu um það, allt hefur verið svo dásam- íegt og ég elska þig svo heitt. Ég þrýsti henni að mér og kyssti hana. — Þú ert nákvæmlega eins og þú varst, sagði ég. Það er sami ilmurinn af þér. Þegar ég var í frumskóginum, hugsaði ég oft um anganina af þér. — Ég er allt önnur Sabby, sagði hún. Það er ekkert hár undir vefjarhettinum. Finnst þér hárlaus Sabby ekki Ijót? — Mér er sama um það. Mér er sama þó að þeir hefðu tekið af þér nefið. En hárið vex alltaf aftur og verður fallegra í annað sinn. — Elskan, væri ekki gott ef ég losnaði við þetta nef? — Það væri hræðilegt. — Þú sagðir alltaf, að það væri svo hlægilegt. — Það er eina nefið, sem fer þér vel. — Er þá allt andlit Sabby hlægilegt? — Nei, það er verulega snot- urt andlit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.