Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 3

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 „Ég held að fólk vanmeti hvað foreldrar eru mikilvægir börnum sem stunda íþróttir. Það kann að hljóma væmið, en er alveg satt,“ segir hin 19 ára Dagný Lísa Davíðsdóttir. Hún skrifaði ný- verið undir skólasamning við Niagara-háskóla á austurströnd Bandaríkjanna. Lið skólans leikur í 1. deild bandaríska háskóla- körfuboltans. Samningurinn er til fjögurra ára og dugar fyrir skólagjöldum, uppihaldi og öðru nauðsynlegu. Námið kostar sex milljónir króna á ári og má ætla að verðmæti samningsins nemi að lágmarki 24 milljónum króna. Hefur alltaf viljað fara vestur Dagnýju hefur dreymt um það frá barns- aldri að fara í nám til Bandaríkjanna. Hún þakkar árangurinn stuðningi foreldra sinna. „Mamma segir að ég hafi verið sjö ára þegar ég sagði henni að ég ætlaði í skóla í Bandaríkjunum. Hún jánkaði því án þess að hugsa frekar út í það,“ segir Dagný, sem var sex ára þegar hún hóf að æfa körfu- bolta með Íþróttafélaginu Hamri í Hvera- gerði. Hún fór síðar í meistaraflokk og spilaði með landsliðinu –18 ára sumarið 2015. Að loknu grunnskólanámi ætlaði hún utan en fékk aðeins leyfi til að fara frá Hveragerði til Reykjavíkur. Þar gekk hún í Kvennaskólann í eitt ár og fór eftir það vestur um haf í menntaskóla – á íþróttastyrk. Dagný var eins og hvert annað barn og prófaði ýmsar íþróttir. En karfan heillaði. „Mér finnst hugmyndin á bak við körfubolta spennandi. Það þarf að hugsa út í leikkerfin og pæla í leiknum. En svo er líka gaman að horfa á og velta því fyrir sér hvers vegna sumt virkar og annað ekki,“ segir hún. Miklar kröfur Dagný segir samninginn leggja á hana miklar kröfur. „Það er stíf dagskrá í skólan- um og ég fæ lítið frí. Flestir þjálfarar krefj- ast þess að nemendur standi sig vel, bæði innan vallar og utan. Ég fæ stutt frí í sumar og þarf að vera komin út aftur áður en skólinn byrjar í haust til að styrkja mig,“ „Það væri gaman ef fleiri stelpur kæmu upp úr yngri flokka starfinu. En þær eru almennt sorglega fáar,“ segir Dagný og bendir á að finna þurfi leiðir og styðja börn til að halda áfram í íþróttum. Komið var inn á brottfall barna úr íþróttum í síðasta tölublaði Skinfaxa. Þar kom fram að um 90% barna á aldr- inum 11–12 ára stundi íþróttir á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þráinn Hafsteins- son, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, sagði í viðtali við blaðið að upp úr 13–14 ára aldri geri börnin sér grein fyrir því að þau verði aldrei stórstjörnur eða atvinnu- menn. Íþróttahreyfingin bjóði ekki upp á næg tækifæri fyrir krakka sem vilja ekki fara hörðustu keppnisleiðina og því hætti margir í íþróttum. Dagný segir að starf yngri flokka íþróttafélaga til að koma í veg fyrir brottfall barna úr íþróttum og að bjóða þeim fleiri tækifæri til íþróttaiðkunar sé mikilvægt. En stuðningurinn heima fyrir er líka mikilvægur. „Mamma og pabbi hafa aldrei verið mikið í íþróttum. En þau studdu mig og báða bræður mína mikið. Þau vildu alltaf að við værum í íþróttum og óku okkur á æfingar. Þau voru líka stundum komin á fætur klukkan sex á morgnana og búin að útbúa morgunmat svo ég færi ekki svöng á morgunæfingu.“ Draumaleikur Dagnýjar gekk upp Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur síðastliðin tvö ár numið við bandarískan menntaskóla á íþróttastyrk. Nýr samningur gerir henni kleift að vera úti í fjögur ár í viðbót. Fyrrverandi námsmaður segir hætturnar margar í nýju landi. Sorglega fáar stelpur halda áfram Dýri Kristjánsson, sjóðsstjóri hjá Stefni og Íþróttaálfur í Latabæ, var fyrsti Íslendingurinn sem fór í háskólanám á fimleikastyrk til Bandaríkjanna. Dýri, sem er marg- faldur Íslandsmeistari í fimleikum og hefur margoft keppt á stórum mótum erlendis, þar á meðal heims- meistaramótum, fór utan árið 2001 og nam hagfræði við Minnesota- háskóla. Aðeins einn Íslendingur hefur bæst í hópinn síðan þá. Dýri segir það hafa verið stór- kostlega lífsreynslu að fara erlendis í nám. Um leið verði margar freist- ingar á vegi þeirra sem fari utan og því sé mikilvægt að einbeita sér að námi, sérstaklega þeir sem fái íþróttastyrk til þess. „Ég lærði mikið á þessu og varð sjálfstæðari. Það er einfaldlega ekki hægt að meta reynsluna í fáum orðum. Þeir sem eru á íþróttastyrk í námi, hvort heldur er í mennta- skóla eða háskóla í Bandaríkjun- um, þurfa að uppfylla kröfur, fá góðar einkunnir og halda stefnu í náminu. Ef viðkomandi heldur ekki vel á spöðunum þá er hægt að missa tökin á stuttum tíma og glopra öllu út úr höndunum á sér. Það er því mikilvægt að einbeita sér að því að skila góðu verki og ná árangri og falla ekki fyrir freist- ingunum.“ Freistingarnar eru margar í útlöndum segir Dagný sem ætlar í viðskiptafræði og bætir við að mikið sé lagt upp úr því að leikmönnum gangi vel í skóla. Hún sé orðin vön því að læra í 3–4 tíma fyrir skólann á dag og fara síðan á körfuboltaæfingu. „Þrátt fyrir álagið er þetta frábært. Ég hef lært mikið á sjálfa mig, nýtt tungumál og eignast nýja vini,“ segir Dagný.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.