Skinfaxi - 01.02.2016, Qupperneq 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Þ að eru mikil forréttindi að ná því að
verða fimmtíu ára gamall. En það
er ekki sjálfgefið og það vitum við
öll. Við vitum líka að það eru forrétt-
indi að geta hreyft sig og verið við góða
heilsu, hvort sem um er að ræða andlega,
líkamlega eða félagslega heilsu. Við getum
sem einstaklingar hlúð að okkar eigin
líkama, hreyft okkur, borðað góðan og holl-
an mat og verið í góðum og uppbyggileg-
um félagsskap. Allt eru þetta þættir sem
hafa áhrif á líf og heilsu okkar, sem sporna
við sjúkdómum og hjálpa okkur til að
takast á við verkefni dagsins.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur
síðustu fimm ár haldið Landsmót 50+ sem
er fyrir 50 ára og eldri. Tilgangurinn með
Landsmóti 50+ er að efla íþróttir og heil-
brigt líf eldri aldursflokka. Á fyrsta Lands-
mótinu, sem haldið var sumarið 2011 á
Hvammstanga, voru þátttakendur 212 og
á Landsmótinu í fyrra á Blönduósi, voru
þátttakendur orðnir 378. Keppnisgreinar
hafa verið margar og mjög ólíkar. Má hér
nefna frjálsar íþróttir, fjallahlaup, bridds,
golf, pútt, hestaíþróttir, línudans, skák,
starfsíþróttir, sund, ringó og fleira.
Setjum okkur markmið
Af hverju ætti einhver yfir miðjum aldri að
vilja taka þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára
og eldri? Jú, vegna þess að góð heilsa skipt-
ir okkur öll miklu máli, ekki síst okkur sem
náð hafa 50 ára aldri. Með því að ákveða
að taka þátt í Landsmóti 50+ setjum við
okkur markmið, við undirbúum okkur fyrir
mótið, mætum, tökum þátt, sjáum og kynn-
umst nýju bæjarfélagi og nýju fólki. Og er
ekki tilvalið að hvetja maka, börn, tengda-
börn og aðra ættingja og vini til að koma
og taka þátt eða hvetja okkur þátttakendur?
Á vefsíðu Landlæknis er að finna ýmsar
góðar ábendingar um af hverju hreyfing
er fullorðnum einstaklingum svo mikil-
væg. Þar kemur meðal annars fram:
„Regluleg hreyfing hefur fjölþættan
ávinning fyrir heilsuna eins og vísindarann-
sóknir staðfesta. Þeir sem hreyfa sig reglu-
lega minnka meðal annars líkurnar á að fá
kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki
af tegund 2, sumar tegundir krabbameina,
stoðkerfisvandamál og geðröskun.“
Grípum tækifærið
Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig.
Mælt er með því að fullorðnir einstaklingar
hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á
hverjum degi, þar af taki á því tvisvar í viku.
Það viðheldur og bætir þol, vöðvastyrk, lið-
leika, jafnvægi og beinheilsu viðkomandi.
Þetta getur verið ýmiskonar hreyfing, ganga,
hlaup, sund, hjólreiðar, dans, styrktarþjálfun
og hvað eina. Hver og einn verður að meta
hvað hann ræður við – og hvað veitir mestu
ánægjuna. Hollur og góður matur í hæfi-
legu magni skiptir líka miklu máli fyrir alla
auk þess sem hreyfing fullorðinna hefur
góð áhrif á svefn og svefnvenjur. Allt þetta
skiptir máli. En það mikilvægasta er að nýta
öll tækifæri sem gefast til hreyfingar.
Grípum tækifærið og
gerum hreyfingu að lífsstíl
Sveitarfélög í lið með 50+
Tilvalið væri til dæmis að sveitarfélög
landsins bjóði í samvinnu við íþrótta-
félögin upp á aukna hreyfingu fyrir þenn-
an aldurshóp og þá sérstaklega þá sem
hætt hafa störfum. Nýtum íþróttamann-
virkin betur og þá þekkingu sem til er í
sveitarfélögum landsins til að efla lýð-
heilsu þeirra sem eldri eru.
Fleiri þurfa að hreyfa sig
Um 107 þúsund eða 32% af íbúum lands-
ins voru 50 ára og eldri í byrjun árs, sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.
Þátttaka 50 ára og eldri í íþróttum hefur
aukist til muna síðustu árin. Þetta má sjá
af því að fleiri stunda golf, fara út að
hlaupa og hjóla.
Þetta er jákvæð þróun. En við þurfum
að gera betur. Í gegnum tíðina hafa þátt-
takendur á Landsmótum 50+ verið nokk-
uð hundruð talsins. Miðað við fjölda 50 ára
og eldri á Íslandi ættu þeir að vera fleiri.
Draumur okkar er að nokkuð þúsund
manns taki þátt í Landsmótinu eftir nokk-
ur ár. Tökum þátt í Landsmóti UMFÍ 50+
og bætum heilsu okkar.
Kæru félagar, góð heilsa skiptir máli og
það er aldrei of seint að byrja að að hreyfa
sig á markvissan hátt. Nú skulum við gera
það – og fá vini og kunningja til að spretta
úr spori með okkur!
Helga Jóhannesdóttir,
stjórnarmaður UMFÍ
Helga Jóhannes-
dóttir, UMFÍ.
Leiðari Skinfaxa:
Á þessu vormisseri hafa þrír háskólanemar komið í vettvangsnám til
UMFÍ. Sunna Ottósdóttir og Ólafur Þór Davíðsson, nemendur í Tóm-
stunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, voru dagana 14. mars –
1. apríl. Davíð Svansson, nemandi í Íþróttafræðum við Háskólann í Reykja-
vík, var síðan dagana 25. apríl – 13. maí. Á sama tíma stóð hann vaktina
í marki Aftureldingar í hörðum slag liðsins um Íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og leystu vel úr þeim
verkefnum sem lögð voru fyrir þau. Sunna og Óli komu ríkulega að ung-
mennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Þau fengu að upplifa það beint í
æð hvernig það er að undirbúa og síðan framkvæma jafn stóran viðburð
og ráðstefnan er. Davíð kynntist vel undirbúningi að Hreyfiviku UMFÍ og
útgáfu Skinfaxa. Að auki kynntust þau öll verkefnum og starfsemi UMFÍ
og unnu ýmis verkefni sem fyrir þau voru lögð. Landsfulltrúar UMFÍ
þakka þeim öllum fyrir samveruna og samvinnuna.
Háskólanemar í vettvangsnámi hjá UMFÍ
Sunna og Ólafur Þór.
Davíð ásamt
Ragnheiði og Sabínu
landsfulltrúum UMFÍ.