Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 11

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 B irgir Jakobsson landlæknir segir íþróttahreyfinguna á Íslandi hafa staðið sig vel í for- vörnum og lýðheilsumálum. „Öll þessi héraðssambönd og virkj- un fólks í íþróttastarfi er til fyrirmyndar. Hún hefur borið uppi þessa fámennu þjóð. Þau hafa líka skapað góðar aðstæður fyrir ungt fólk til að stunda íþróttir og heilbrigðan lífsstíl í skóla,“ segir hann. En hvernig hugar Birgir að félagslegri og andlegri heilsu sinni? „Þetta er ekki daglegt umhugsunar- efni hjá mér. Mér líður vel bæði félags- lega og andlega en hugsa vel um þessi mál. Mér þykir mikilvægt að umgang- ast fjölskyldu mína og vini og sinna hugðarefnum mínum utan vinnutíma. Ég hlusta á tónlist og fer á tónleika. En svo er ég gamall íþróttamaður og hef alltaf haft gaman af íþróttum og hreyfi mig reglulega. Ég er með árskort í sund, reyni að fara í sund á hverjum degi, syndi 200 metra og fer í heita pottinn til að hugleiða og ræða um málefni dagsins við einhvern,“ segir Birgir. Hann fer auk þess 2–3 sinnum á sumri í stangveiði út á land ásamt félög- um sínum. „Það er góð hvíld að fara úr argi og þvargi í veiðiskapinn. Það er til- hlökkun að eiga þetta í vændum.“ 718 börn og ungmenni á biðlista eftir þjónustu Tillaga heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðaáætlun í geð- heilbrigðismálum var samþykkt á Alþingi í lok apríl. Markmiðið er að stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu landsmanna. Áhersla er meðal annars lögð á markvissa geð- rækt í skólum, skimun fyrir kvíða og þunglyndi meðal grunnskólabarna og viðeigandi meðferð veitt eftir þörfum. Einkar ánægjulegt er að tillagan hafi náð fram að ganga því á ung- mennaráðstefnu UMFÍ, sem fram fór á Selfossi í mars sl., var fjallað um geð- heilsu ungmenna á Íslandi. Á ráðstefn- unni kom fram að í lok árs 2015 hafi 718 börn og ungmenni verið á bið- lista eftir sér- og ítarþjónustu geðheil- brigðiskerfisins. Biðin geti verið ansi löng. Heildarbiðtími barna og ung- menna eftir þjónustu getur því orðið allt að þrjú til fjögur ár. Vandamálið hefur verið þekkt í áraraðir og tuktaði Ríkisendurskoðun stjórnvöld fyrir að draga lappirnar í þessum málum. Varar við sjúkdóma- væðingu Birgir Jakobsson segir tillögu ráðherra skref í rétta átt. Börn eigi ekki að þurfa að bíða eftir úrlausn sinna mála, sérstaklega geðheilbrigðismála. Á hinn bóginn varar hann við of mikilli sjúkdómavæðingu. „Ég hef tilfinningu fyrir því, án þess að ég hafi fyrir því tölur, að við séum að sjúkdómavæða of mörg fyrirbæri og skapa kerfi um að gerðar séu kröfur um sjúkdómsgreiningu einstaklinga svo að viðkomandi fái hjálp og aðstoð í skóla. Þetta setur ákveðnar kröfur á heilbrigðiskerfið sem ég er ekki viss um að séu góðar, hvorki fyrir heil- brigðiskerfið né einstaklinga. Ef fólk þarf aðstoð í skóla eða vinnu þá á það að fá hana. Það á ekki að þurfa að setja stimpil á fólk svo það fái aðstoð.“ Birgir spilaði lengi körfubolta með ÍR og var aðeins 16 ára þegar hann tryggði liðinu sigur gegn Collegians Basketball Club frá Belfast á Írlandi í Evrópubikar- keppni meistaraliða um jólaleytið 1964. ÍR var fyrst íslenskra liða til að fara í keppn- ina. Birgir spilaði körfu með ÍR fram á áttunda áratuginn og var jafnframt í landsliðinu. „Ég er lítið í því að keppa í íþróttum núna en villist inn á einstaka golfmót.“ Var í landsliðinu í körfubolta Landslið Íslands sem tók þátt í Norðurlandamótinu er fram fór á Íslandi 1968. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson þjálfari, Birgir Jakobsson, Birgir Örn Birgis, Kristinn Stefánsson, Einar Bollason, Sigurður Ingólfsson og Agnar Friðriksson. Fremri röð frá vinstri: Guttormur Ólafsson, Kolbeinn Pálsson, Þórir Magnússon, Þorsteinn Hallgrímsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.