Skinfaxi - 01.02.2016, Page 29
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29
D agur B. Eggertsson borgarstjóri
skipaði starfshóp um heilsueflingu
aldraðra haustið 2015. Starfshóp-
urinn skilaði af sér skýrslu í byrjun
árs 2016. Í skýrslunni kemur fram að útlit
sé fyrir að eldri borgurum muni fjölga mikið
á næstu árum. Í fyrra hafi fólk 65 ára og
eldra verið 13,5% af þjóðinni. Eftir 20 ár,
það er árið 2035, verði eldri borgarar orðn-
ir 20% þjóðarinnar. Af þeim sökum verði
fólk að tryggja heilsu sína á efri árum svo
það geti sinnt hlutverkum sínum á vinnu-
markaði, innan fjölskyldunnar og vinahóp
og lifað bæði fullnægjandi og sjálfstæðu
lífi.
Fjárfesting sem skilar
sér fljótt
Starfshópurinn lagði fram 25 tölusettar
tillögur sem hann telur að geti bætt lýð-
heilsu aldraðra í Reykjavík á næstu árum.
Kostnaðarmat fylgir tillögunum. Starfshóp-
urinn vísar í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) um öldrun og heilsu
sem gerð var í fyrra. Reykjavík var hluti af
umfjöllunarefni skýrslunnar. Starfshópur-
inn segir ríki og sveitarfélög geta litið á
þann kostnað sem hlýst af heilsueflingu
eldri borgara sem fjárfestingu enda geri
hún öldruðum kleift að gefa meira og
lengur til samfélagsins en ella.
Í sumum tilvikum er kostnaður lítill sem
enginn enda mælt með nýtingu á rými eða
svæði sem annars væri tómt eða lítið notað
utan háannatíma. Ætla má að heildarkostn-
aður á ári nemi 60–70 milljónum króna að
lágmarki. Kostnaðurinn getur breyst tals-
vert og fer hann eftir útfærslum á verk-
efnum.
Of dýrt að fara í sund
Á meðal tillagna starfshópsins er lækkun
aldurs þeirra sem fá ókeypis í sund niður
í 67 ár. Árið 2011 var aldurinn hækkaður
upp í 70 ár í Reykjavík. Hann hefur ekki
verið hækkaður í öðrum sveitarfélögum.
Starfshópurinn telur hins vegar að fleiri
Eldri borgarar 20% þjóðarinnar árið 2035
sveitarfélög muni fylgja í kjölfarið og
hækka aldurinn. Bent er á að árið 2015
hafi 179 þúsund sundlaugargestir verið
70 ára og eldri. Afturhvarf til 67 ára aldurs
er talið geta kostað 15 milljónir króna á ári.
Starfshópurinn lagði líka til að gerð verði
hreyfikort fyrir öll hverfi borgarinnar. Hug-
myndin gengur út á að merkja á ýmsan
hátt gönguleiðir sem taldar eru henta
eldri borgurum. Lagt er til að kortin verði
aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, í þjón-
ustumiðstöðvum, sundlaugum og víðar.
Aðrar tillögur starfshópsins:
• Samstarf við íþróttafélög um nýtingu á
aðstöðu til hreyfingar og þátttaka í
mótun starfs fyrir eldri borgara.
• Hreyfiseðlar á heilsugæslustöðvum.
• Hjól til að hjóla með eldri borgurum
sem ekki hjóla sjálfir.
• Tómstundabíll fyrir eldri borgara.
• Líkamsræktarstöðvar bjóði öldruðum
ókeypis aðgang og lækkað gjald á
lágannatíma.
Starfshópur um heilsueflingu eldri borgara vill
m.a. fjölga púttvöllum í Reykjavík. Sjálfboða-
liðar eldri borgara sjái svo um púttkennslu á
nokkrum völlum.
„Ég spila mest á harmonikkuna
þessa dagana með Harmonikku-
félagi Vestfjarða. En við setjum
hljómsveitina saman á tímamót-
um. Við gerum það fyrir Lands-
mótið og göngum á birgðirnar.
Við eigum smálager af lögum,“
segir Baldur Geirmundsson léttur í lund. Baldur fagnar
79 ára afmæli á árinu en er feikilega hress. Hljómsveit
hans spilar á lokahófi Landsmótsins á Ísafirði.
Baldur er betur þekktur sem BG í BG og Ingibjörgu
frá Ísafirði. Hann hefur verið einn af forkólfum í íslenskri
dægurtónlist um áratugaskeið og kom Ísafirði á tón-
listarkortið í kringum 1960. Ingibjörg G. Guðmunds-
dóttir er án efa ein af þekktustu söngkonum Vestfjarða.
BG og Ingibjörg-hljómsveitin á marga landsþekkta
slagara frá því rúmlega 1960 og fram yfir 1970. Þekkt-
ast þeirra er vafalítið Þín innsta þrá og Mín æskuást
sem Svavar Gestsson gaf út undir merkjum SG Hljóm-
platna árið 1970. Þegar landsmenn hlusta á dægurlög
frá sjöunda og áratug síðustu aldar hreinlega komast
þeir ekki hjá því að heyra eitt til tvö lög og jafnvel fleiri
með BG og Ingibjörgu eða öðrum samsetningum á
hljómsveitinni.
Fjöldi tónlistarmanna hefur spilað með Baldri í gegn-
um tíðina. Á Landsmóti UMFÍ 50+ verður með Baldri
hljómsveit ásamt söngkonunni Margréti Geirsdóttur,
sem hefur oft spilað með bandinu.
BG og Margrét stýra stuðinu