Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 34

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Það má eiginlega segja að ég sé fæddur inn í Ungmennafélagið,“ segir Haukur Valtýsson. Hann var lengi einn af fram- vörðum í blaki á Íslandi og einn af spræk- ari uppspilurum landsins. Haukur hefur stundað margar fleiri íþróttir. Hann tók við formennsku í UMFÍ af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur haustið 2015. Haukur er fæddur árið 1956 og ól mann- inn að bænum Nesi nálægt Vaglaskógi í Fnjóskadal. Haukur segist hafa verið korn- ungur þegar hann hóf að stunda íþróttir, þrátt fyrir nánast enga aðstöðu til íþrótta- Ekki alltaf nauðsyn að æfa inni í íþróttahöllum Haukur Valtýsson tók við formennsku í stjórn UMFÍ í fyrrahaust. Hann segir UMFÍ hafa staðið sig vel í uppbygg- ingu aðstöðu til íþróttaiðkunar víða um landið. Hann segir þó að það virðist aldrei komið nóg af íþrótta- höllum og bættri aðstöðu en hvetur til almennrar daglegrar hreyfingar. ástundunar í dalnum. Haukur lét það ekki aftra sér frá því að spretta úr spori. „Í Fnjóskadalnum var ég mikið í sveita- íþróttum undir merkjum Ungmenna- félagsins Bjarma, nánast í öllu sem hægt var að stunda þótt aðstaðan væri nánast engin. Það eina sem við þurftum var slétt- ur og auður melur eða nýslegið tún. Þar sem við gátum stungið upp gryfju fórum við í frjálsar. Ef við spreyttum okkur ekki á frjálsum þá fórum við í fótbolta,“ segir Haukur og rifjar upp að aðstaða hans til íþróttaiðkunar hafi tekið stakkaskiptum þegar hann fór á heimavistina að Laugum í Reykjadal.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.