Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 38

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hver er staðan á stefnu stjórn- valda í lýðheilsumálum? Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að bætt lýðheilsa og forvarnastarf sé meðal forgangsverkefna. Þar kemur jafn- framt fram að ríkisstjórnin hefur mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýð- heilsu og draga þannig úr beinum og óbein- um kostnaði fyrir samfélagið allt til fram- tíðar. Sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu var skipuð árið 2014 og hefur á vegum hennar verið unnið að gerð lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun með það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldurs- skeiðum, með sérstaka áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Á mínum vegum hefur jafnframt verið unnið að ýmsum stefnum er snúa að lýðheilsu og forvörn- um.“ Finnst þér nóg gert til að bæta lýðheilsu fólks eða má gera betur? Margt gott hefur verið gert. En alltaf má gera betur. Góð heilsa er eitt af því mikil- vægasta í lífi hvers manns. Fólk er almennt að verða meðvitaðri um mikilvægi góðrar heilsu. Að mínu viti er mikilvægt að stjórn- völd skapi aðstæður til þess að gera fólki kleift að efla heilsu sína óháð félagslegri eða efnahaglegri stöðu. Hvað má gera betur? Kannski er tímabært að fara að skoða aðra nálgun í forvarnastarfi sem miðar að því að auka þátt sértækra forvarna. Við höfum til að mynda náð gríðarlega góðum árangri í tóbaksvörnum en okkur hefur ekki tekist að jafna árangur mismunandi þjóðfélags- hópa í glímunni við tóbaksfíkn. Sóknar- færin felast þá í því að tryggja vöktun og greiningu á stöðu ólíkra hópa samfélags- ins og bregðast við með viðeigandi hætti. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra: Stjórnvöld styðji við starf grasrótar í lýðheilsu- og forvarnamálum Kristján Þór Júlíusson hefur staðið vaktina sem heilbrigðisráðherra í þrjú ár. Hann vill efla sókn gegn tóbaksfíkn og offitu. Starfshópur mun á næstunni fara yfir stöðu þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir. Stefnt er að því að hópurinn skili niðurstöðum í lok sumars. Kristján var spurður út í stöðuna í lýðheilsumálum og hvar megi gera betur. Má að þínu mati bæta forvarnir, en hvernig? Offita er ört vaxandi heilbrigðisvandamál, einkum í hinum vestræna heimi, og er Ísland þar engin undantekning. Afleiðing- ar offitu geta verið margvíslegur heilsu- brestur og þjóðfélagslegur kostnaður hennar er mikill. Ég tel að við þurfum að taka fastari tökum á þessum vanda. Hvað telur þú að UMFÍ geti eða megi gera betur til að auka for- varnir og bæta lýðheilsu fólks? Ég tel mikilvægt að stefna og störf stjórn- valda ýti undir og styðji við forvarnastarf grasrótarinnar í lýðheilsu- og forvarnamál- um. Slíkt samstarf er vænlegast til árang- urs í forvarnastarfi. Þess vegna tel ég vera mikilvægt, við stefnumörkun stjórnvalda í lýðheilsu- og forvarnamálum, að samráð sé haft við frjálsu félagasamtökin og hef ég lagt áherslu á að það sé gert.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.