Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2016, Side 46

Skinfaxi - 01.02.2016, Side 46
46 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Sjáumst í Hveragerði 2017Sjöunda Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði dagana 23.–25. júní 2017. Landsmótsnefndin er þegar komin af stað við undirbúning mótsins. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði, er formaður Landsmóts- nefndar. Hann segir mótið verða skemmtilegt eins og alltaf og boðið verði upp á fjölda líflegra og krefjandi keppnisgreina. Hann bendir á að umhverfið sé fallegt í Hveragerði og margar skemmtilegar gönguleiðir í boði. Mörg gistiheimili og hótel eru í bænum auk tjaldstæða fyrir þá sem þau kjósa. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Gísli Páll Pálsson, formaður landsmótsnefndar, fór með landsmótsnefndina, Ómar Braga Stefánsson, framkvæmdastjóra mótsins, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, um Hveragerði í apríl og sýndi þeim bæinn. N æsta landsmót er Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina. Þetta er bráð- skemmtileg vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgi. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum. Í fyrra var það haldið á Akureyri en verður nú í Borgarnesi. Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Í Borgarnesi er ljómandi góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar og mörg keppnissvæði liggja mjög þétt. Unglingalandsmót í Borgarnesi Eins og sjá má var líf og fjör á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri verslunarmannahelgina í fyrra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.