Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Side 16
VIÐIR í mjóddinni
Stærsti matvörumarkaður landsins í mjóddinni
Stærsti matvörumarkaður
landsins var opnaður
með glæsibrag miklum i
Mjóddinni svonefndu milli
Stekkjarbakka og Reykjanes-
brautar þar sem hún liggur í
Breiðholtshverfin. Það eru
þeir Víðisbræður, Matthías og
Eiríkur Sigurðssynir, sem
standa fyrir stórvirki miklu á
þessum nýja miðbæjarkjarna
fjölmennustu íbúðarbyggðar
landsins, en framhjá Mjódd-
inni mun verða mesti álags-
punktur umferðar á landinu,
ekki síst eftir að Reykjanes-
brautin hefur verið opnuð á
næsta sumri. Þá mun mestöll
umferð í Kópavog, Garðabæ,
Hafnarfjörð og á Suðurnesin
fara um Reykjanesbrautina.
En skoðum eilítið hvað
þarna er í uppbyggingu.
Jarðhæð nýja Víðis-Húss-
ins er 2200 fermetrar, sem
ætlaðir eru sem sölurými fyrir
matvöru svo til eingöngu.
Kjallarinn rúmar lager, kjöt-
vinnslu, fiskvinnslu, vigtun og
pökkun. Þessi aðstaða verður
nýtt fyrir nýju verslunina og
þær tvær búðir sem Víðir rek-
ur í dag, þ.e. í Starmýri og í
Austurstræti.
Tvær hæðir til viðbótar
verða byggðar síðar. Á ann-
arri hæð verður ýmis vara
önnur en matvara. Á þriðju
hæðinni er ætlunin að komi
alls konar þjónustugreinar,
en allt enn óráðið hverjir
munu veröa leigjendur á
þessum tveim hæðum.
Húsið allt mun vera um
8500 fermetrar að gólfflatar-
máli, en 4300 fermetrar kom-
ast í gagnið fyrir jólin.
Þeir bræðursögðu að fitjað
yrði upp á mörgum nýjungum
í versluninni, en kváðust ekki
reiðubúnir að Ijóstra neinu
upp um hvað það yrði.
Öll tæki og innréttingar
hafa verið keypt. Sögðu þeir
Matthías og Eiríkur að það val
hefði verið tímafrekt og
vandasamt. Útkoman varð sú
að keypt var frá Þýskalandi,
Danmörku og Englandi, en
hönnun verslunarinnar var í
höndum ensks arkitekts. Þá
sögðu þeir bræður að þeir
16
opnun verslunarinnarí Mjóddinni. eins og sjá má voru margir
Bræöurnir Matthías og Eiríkur við
óþreyjufulliraö komastinn.
hefðu þurft að ganga í gegn-
um hinn myrka frumskóg
söluskattsinnheimtunnar,
sem fáum mönnum reynist
unnt að botna í. Þannig er
söluskattur innheimtur af
tækjum til kjötiðnaðar, — ekki
til fiskiðnaðar. Bakarofn er
með söluskatti, — reykofn
ekki. Þannig er atvinnuveg-
um landsins mismunað.
En lítum aðeins nánar á
Mjóddina sem slíka. Þarna
eru nokkur fyrirtæki þegar
búin að koma sér fyrir.
Broadway reið á vaðið fyrir
nær 3 árum, síðan Bíóhöllin
og Landsbankinn. Þarna eiga
eftir að koma ótal mörg fyrir-
tæki og þjónustustofnanir.
Má þar nefna Pennann,
Breiðholtsapótek, Bóka-
verslun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Raftækni, Brauðbæ,
Sparisjóð Reykjavíkur og ná-
grennis, Fálkann, Einar
Farestveit, Sportvöruversl-
unin Aðal. Auk þess koma
þarna opinberar stofnanir:
ÁTVR með sölubúð, væntan-
lega stærri og rúmbetri en
þær sem nú þekkjast, heilsu-
gæslustöð Breiðholts verður
væntanleg þarna, kirkja er
risin, og Póstur og sími verður
með bækistöð í Mjóddinni
með alla sína þjónustu. Þá
mun Skiptistöð SVR verða
gegnt bensínstöð Olís við
Stekkjarbakkann, meiriháttar
stöð ámóta Hlemmsskipti-
stöðinni. Ljóst er því að
Mjóddin kemur til með að
verða meiriháttar verslunar-
miðstöð.
„Við vonum að verslunin
okkar höfði mjög til nútímans.
Miklar breytingar hafa orðið á
í verslunarháttum á síöustu
árum. Við teljum að sjálfsagt
sé að fylgjast með þróuninni
sem er að verða og leitum þá
til annarra landa til að vera
fullkomlega með á nótunum",
sögðu þeir Eiríkur og Matt-
hías við Verzlunartíðindi.
„Þessi búð á að höfða til
allra þjóðfélagshópa. Við vilj-
um vera í stakk búnir að sinna
öllum sérþörfum og vera
samkeppnishæfir í verðlagn-
ingu“, sögðu þeir Eiríkur og
Matthías. Sögðust þeir leggja
mikla áherslu á kjötvöruna
sem fyrr, auk þess sem fisk-
úrval kæmi til með að aukast
mikið og yrði fiskurinn keypt-
ur milliliðalaust úr bátum og
unninn fvinnslustöð þeirra.
VERZLUNARTÍÐINDI