Bókatíðindi - 01.12.2003, Síða 8
íslenskar barna-og unglingabækur
ferðum út í Eyjar til að
bjarga verðmætum og
heimþrá flóttamannanna
í landi.
200 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2451-1
Leiðb.verð: 2.690 kr.
ENGILL í VESTUR-
BÆNUM
Kristín Steinsdóttir
Myndskr.: Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir
Kristín Steinsdóttir hlaut
Norrænu barnabókaverð-
launin fyrir bók sína Eng-
ill í vesturbænum árið
2003. Áður hafði hún
fengið Barnabókaverð-
laun Fræðsluráðs Reykja-
víkur og viðurkenningu
IBBY-samtakanna fyrir
hana, auk þess sem
Dimmalimm-verðlaunin
féllu Höllu Sólveigu Þor-
geirsdóttur í skaut fyrir
myndirnar í bókinni.
Engill í vesturbænum er
nú endurútgefin í tilefni
af þessari miklu vel-
gengni.
100 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1642-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Kaupfélag
Steingrímsfjarðar
Borgargötu 2 '$6.
520 Drangsnes
S. 451 3225
EYJADÍS
Unnur Þóra Jökulsdóttir
„Draumar eru það
dýrmætasta sem við eig-
um,“ er pabbi Eyjudísar
vanur að segja. Samt
kemst Eyjadís að því að
hann á sér engan draum
lengur og ásamt vinum
sínum leggur hún upp í
mikla háskaför yfir úthaf-
ið stóra til að bæta úr því.
Eyjadís er dularfull
ævintýrasaga og fyrsta
barnabók Unnar Þóru Jök-
ulsdóttur sem sjálf hefur
lent í ævintýrum á úthöf-
unum, eins og hún lýsti í
bókum sínum Kjölfari
Kríunnar og Kría siglir
um Suðurhöf.
160 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2447-3
Leiðb.verð: 2.690 kr.
FERÐA-
GEITUNGURINN
Árni Árnason
Halldór Baldursson
Fimmta bókin í röð Geit-
unganna - metsölubóka.
Efnið er fyrir börn á öll-
um aldri, fjölbreytt, létt
og skemmtilegt: Þrautir,
þjóðsögur, gamansögur,
litabókarsíður. Hún hent-
ar vel þeim sem eru á
ferðalagi um ísland því
að í henni eru útlínu-
teikningar af öllum lands-
hlutum til að skrifa inn á
staði og leiðir sem farið er
um, en er einnig kjörin til
skemmtunar heimafyrir.
52 bls.
Æskan
ISBN 9979-767-22-7
Leiðb.verð: 980 kr.
FIMMBURARNIR
HENNAR ELÍNÓRU
Guðjón Sveinsson
Myndskr.: Erla
Sigurðardóttir
Þegar Ágústa Ragnheiður
Rósamunda, kölluð Lillý,
kemur sem sumardvalar-
barn í sveitina, bíða
hennar ótal mörg ævin-
týri. Eitt ber hæst. Hún
lendir í því, ásamt strák-
unum á Hamarsbæjun-
um, að bjarga fimmbur-
unum hennar Elínóru frá
bráðum bana. En hver er
þessi Elínóra? Um það
snýst málið.
Bókina prýða gull-
fallegar vatnslitamyndir
Erlu Sigurðardóttur. Bók
fyrir 4-10 ára - og full-
orðna, ömmur og afa sem
lesa hana með barnabörn-
unum.
45 bls.
Mánabergsútgáfan
ISBN 9979-9147-8-5
Leiðb.verð: 2.424 kr.
GRALLI GORMUR OG
LITADÝRÐIN MIKLA
Bergljót Arnalds
Hér er á ferðinni einstak-
lega skemmtilegt ævin-
týri fyrir börn sem vilja
læra að þekkja litina og
hvernig á að blanda þeim
saman. Gralli Gormur er
lítill, rottulegur músar-
strákur sem stelst í stóru
galdrabókina og fer að
galdra fram liti með
ævintýralegum afleiðing-
um.
Snjallt ævintýri til að
hvetja börnin til mynd-
listarsköpunar. Þá er hún
upplögð fyrir börn sem
vilja auka orðaforða sinn
og þjálfa sig í lestri.
34 bls.
Virago
ISBN 9979-9540-2-7
Leiðb.verð: 2.480 kr.
6