Bókatíðindi - 01.12.2003, Qupperneq 10
íslenskar barna-og unglingabækur
steinbítur og Danni há-
karl, mesti skelfir hafsins.
Æsispennandi saga fyr-
ir krakka á aldrinum 8-14
ára. Höfundur er Helgi
Jónsson, sem m.a. hefur
skrifað Gæsahúðarbæk-
urnar vinsælu.
110 bls.
Tindur
Dreifing: Dreifingar-
miðstöðin
ISBN 9979-9470-4-7
Leiðb.verð: 2.490 kr.
HVAÐ
ER MALIÐ?
Bók fyrlr unqt fólk um Mmbónd, útlit, kynlif,
h*ll*u, 9)álf>mynd ogannsð s*m skiptlr m*li
HVAÐ ER MÁLIÐ?
Berglind Sigmarsdóttir
Sigríður Birna Valsdóttir
Veröldin hefur líklega
aldrei verið jafnflókin og í
dag ... sumir unglingar
vita varla í hvorn fótinn
þeir eiga að stíga. En nú er
komin bókin sem lengi
hefur verið beðið eftir ...
og veitir svörin við öllu
því sem brennur á íslensk-
um unglingum; spurning-
um um sambönd, útlit,
kynlíf, heilsu, sjálfsmynd,
nám, vinnu, hamingju og
óhamingju, vináttu og
kærleik en líka einmana-
leika og ofbeldi - og allt
þar á milli. Þórarinn Leifs-
son myndskreytti bókina
og í henni eru um 200 til-
vitnanir í ungt fólk og
þekkta Islendinga.
208 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-83-1
Leiðb.verð: 3.980 kr.
HVAR?
Guðrún Hannesdóttir
Guðrún Hannesdóttir hef-
ur skrifað og teiknað nýja
bók fyrir börn á aldrinum
3-7 ára. Þetta er lítil og
mergjuð saga um forvitni
barnshugans. Áður hefur
Guðrún gefið út fjölda
barnabóka með eigin
myndskreytingum og
hlotið fjölda viðurkenn-
inga fyrir verk sín.
36 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-57-6
Leiðb.verð: 1.880 kr.
Kaupfélag
Vopnfirðinga
>
Hafnarbyggð 6 V
690 Vopnafjörður
S. 473 1203
HÖFUÐSKEPNUR
ÁLFHEIMA
Ólafur Gunnar
Guðlaugsson
Á 153. afmælisdaginn
sinn fær Benedikt búálfur
gamla bók að gjöf. Þar er
sagt frá því hvernig megi
vekja hinar ægilegu höf-
uðskepnur Álfheima upp
af löngum og djúpum
svefni sínum. Það vill
Benedikt síst af öllu en
því miður eru til fleiri
eintök af gömlu galdra-
bókinni og eitt þeirra er í
óvinahöndum. Sögurnar
um Benedikt búálf og
vini hans verða sífellt
vinsælli og baráttan við
höfuðskepnur Álfheima
gefur fyrri ævintýrum um
þá félaga ekkert eftir.
44 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2448-1
Leiðb.verð: 2.490 kr.
í GRÆNNI LAUTU
Söngvaleikir
Ragnheiður Gestsdótfir
Þessi fallega bók geymir
skemmtilega söngvaleiki
sem börn á öllum aldri
hafa um árabil leikið jafnt
úti sem inni. Sumir leik-
irnir hafa gengið kynslóð
fram af kynslóð en aðrir
eru nýrri. Bókin er ómiss-
andi hverjum barnahóp, í
skólum, leikskólum og
heimahúsum. Ragnheið-
ur Gestsdóttir valdi leik-
ina og myndskreytti.
26 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2409-0
Leiðb.verð: 1.990 kr.
í LEIT AÐ TÍMANUM
í LEIT AÐ TÍMANUM
Bergljót Arnalds
Hér er ferðinni einstak-
lega spennandi saga fyrir
börn á aldrinum 8-12 ára.
Viktor er ungur dreng-
ur sem þarf að ferðast í
gegnum alla veraldarsög-
una til að bjarga heimin-
um. Á leiðinni kemst
hann í kynni við margar
af þekktustu persónur
mannkynssögunnar eins
og til dæmis Napóleon og
Sesar. Þá þarf hann að
berjast við sjóræningja,
kúreka og risaeðlur.
Fræðandi og spenn-
andi bók fyrir fjöruga
krakka.
151 bls.
Virago
ISBN 9979-9347-7-8
Leiðb.verð: 1.999 kr.
8