Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 20
Þýddar barna- og unglmgabækur
>1*
Eoin Colfer,
ARTEmÍS
FOWL
LÆSti tEnincuRinn
r f é t
ARTEMIS FOWL
Læsti teningurinn
Eoin Colfer
Þýð.: Guðni Kolbeinsson
Artemis Fowl er mættur
til leiks og nú hefur hann
búið til tölvu sem býr yfir
miklum ofurkrafti. Kom-
ist hún í rangar hendur er
voðinn vís ... en snilling-
urinn Artemis er með ráð
undir rifi hverju - og
áætlun sem hlýtur að
standast, eða hvað? Þetta
er hörkuspennandi saga,
allt frá upphafi.
318 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-69-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Benni bangsi
lærir að lesa
BENNI BANGSI LÆRIR
AÐ LESA
Þýð.: Jón Orri
Benni bangsi ætlar að
læra ný orð. Það getur þú
líka. Við heimsækjum
húsið hans Benna, skoð-
um leikföngin, dýrin og
fötin, ávextina og matinn
sem við ætlum að borða.
Og ef pabbi og mamma,
afi og amma hjálpa okkur,
þá lærum við smám sam-
an að þekkja stafina og
lesa.
Setberg
ISBN 9979-52-290-9
Leiðb.verð: 980 kr.
Skoðum náttúruna
BIRNIR OG PÖNDUR
Michael Bright
Þýð.: Björn Jónsson
Umsjón: Örnólfur
Thorlacius
Allt frá hinum ógnvekj-
andi grábirni í Norður-
Ameríku til pöndunnar á
afskekktustu útnárum í
Kína hafa birnir löngum
höfðað til ímyndunarafls
manna. Birnir og pöndur
er hrífandi bók, sem varp-
ar ljósi á líf þessara
styggu og einstaklega
villtu dýra. Hér má lesa
um líf bjarndýra og ætt-
ingja þeirra, kynnast því
hvað skilur hinar ýmsu
tegundir að, og hvernig
birnir spjara sig í afar
ólíku umhverfi. Einstæð-
ar ljósmyndir og ná-
FÉIAG ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGEFENDA
kvæmar skýringarmyndir
gera hókina glæsilegt
fróðleiksverk.
64 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-526-3
Leiðb.verð: 2.380 kr.
BIRNIRNIR ÞRÍR
Endurs.: Carol North
Myndskr.: Lisa McCue
Þýð.: Björgvin E.
Björgvinsson
Birnirnir þrír er 47. bókin
í bókaflokknum Skemmti-
legu smábarnabækurnar.
Þessi sígilda saga um sam-
skipti Gullbrár og bangs-
afjölskyldunnar á alltaf
upp á pallborðið hjá ungu
kynslóðinni.
Fallegar - Vandaðar -
Odýrar
25 bls.
Bókaútgáfan Björk
ISBN 9979-807-68-7
Leiðb.verð: 365 kr.
BOBBI, KALLA OG
RISINN
Sophie Smiley
Myndir: Michael
Foreman
Þýð.: Sigrún Á.
Eiríksdóttir
Hugnæm og skemmtileg
léttlestrarbók með smelln-
um teikningum. - For-
eldrar Bobba og Köllu
hafa mikinn áhuga á fót-
bolta og dá Manchester
United. Bobby Charlton
var ein aðalhetja liðsins á
árum áður og því eru þau
skírð Bobbi og Charlton. —
Köllu langar mikið til að
uppfylla ósk Bobba um
markvarðarpeysu...
64 bls.
Æskan
ISBN 9979-767-25-1
Leiðb.verð: 1.880 kr.
BÓBÓ BANGSI
FER í SVEIT
Susan Niessen
Þýð.: Jón Orri
Dýrin í sveitinni eru
skemmtileg og traktorinn
er frábær.
I þessari litríku harð-
spjaldabók fylgjumst við
með Bóbó bangsa og
pabba og mömmu heim-
sækja bóndahjónin á
Lækjarbrekku. Á síðustu
opnu bókarinnar eru
myndir af dýrum og
mörgu öðru í sveitinni.
Geturðu fundið sömu
myndir inni í bókinni?
Setberg
ISBN 9979-52-288-7
Leiðb.verð: 1.285 kr.
18