Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 40
íslensk skáldverk
ÁHRIF MÍN Á MANN-
KYNSSÖGUNA
Guðmundur Stein-
grímsson
Jón er ljósmyndari á dag-
blaði í London. Á aðfanga-
dagsmorgun heldur hann
heim til Islands í langþráð
jólafrí. Um leið hefst rás
óvæntra og undarlegra
atburða sem í fyrstu virð-
ast ekki eiga sér nokkra
haldbæra skýringu. Smám
saman kemur í ljós að ræt-
ur þeirra teygja sig aftur í
kolsvarta eyðu í minni
söguhetjunnar.
Guðmundur Stein-
grímsson er heimspeking-
ur, tónlistarmaður, blaða-
maður og rithöfundur og
hnyttnir og skarpskyggnir
pistlar hans í fjölmiðlum
hafa fengið margan til að
brosa í kampinn. Áhrif
mín á mannkynssöguna
er fyrsta skáldverk hans.
196 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-458-3
Leiðb.verð: 4.290 kr.
ANDLIT
Bjarni Bjarnason
Andlit er skálduð frásögn
en þó sönn saga verð-
launahöfundarins Bjarna
Bjarnasonar. Hann segir
frá litríkri æsku á áttunda
áratugnum, hvernig hann
elur sig að mestu upp
sjálfur á skjön við skóla-
kerfið, þvælist milli staða
innanlands og utan og
kynnist ótrúlegasta fólki.
Sagan er full af húmor,
trega og hlýju en umfram
allt er hún frábær lýsing á
einstöku lífshlaupi.
268 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1714-6
Leiðb.verð: 4.690 kr.
BETTÝ
Arnaldur Indriðason
Ungur lögmaður situr í
gæsluvarðhaldi og rifjar
upp afdrifarík kynni sín
af Bettý sem birtist einn
daginn í aðskornum kjól
með litla gullkeðju um
ökklann. Og þegar hún
brosti ... Ný og grípandi
glæpasaga eftir Arnald
Indriðason sem hlotið
hefur Norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin tvö ár í
röð en það er einstakt.
215 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1712-X
Leiðb.verð: 4.690 kr.
BRENNU-NJÁLSSAGA
Ritstj.: Sveinn Yngvi
Egilsson
Ný og vönduð útgáfa á
Brennu-Njálssögu, þekkt-
asta verki íslenskrar bók-
menntasögu. Útgáfan er
byggð á Reykjabók, einu
elsta og heillegasta hand-
riti sögunnar. Útgáfunni
fylgja orðskýringar, kort
og nafnaskrá. Brennu-
Njálssaga er fyrsta verkið í
neonklassík, nýrri ritröð
bókaforlagsins Bjarts.
352 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-35-5
Leiðb.verð: 1.680 kr.
Kilja
Sigurjón Magnússon
BORGIR OG EYÐIMERKUR
5káldsaga uin Kr'ntmann Guðrnundstbn
BORGIR OG
EYÐIMERKUR
Skáldsaga um Krist-
mann Guðmundsson
Sigurjón Magnússon
Höfuðpersónan í skáld-
sögunni Borgir og eyði-
merkur er Kristmann
Guðmundsson rithöfund-
ur. Verkið gerist á einum
degi í lífi skáldsins árið
1964. Kristmann ákveður
að mæta ekki í réttarsal
þar sem standa yfir réttar-
höld vegna meiðyrðamáls
hans gegn Thor Vil-
hjálmssyni. Þess í stað
heldur Kristmann til
Hveragerðis og reynir að
endurmeta eigið líf, eink-
um þann andbyr sem
hann telur sig hafa orðið
fyrir á Islandi eftir glæst-
an rithöfundarferil í Nor-
egi.
38