Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 42
íslensk skáldverk
FLAT FYJARGÁTA
Viktor flrnar Ingólfsson
FLATEYJARGÁTA
Viktor Arnar Ingólfsson
Þegar lík finnst í útskeri á
Breiðafirði 1. júní 1960 er
óreyndur fulltrúi sýslu-
manns á Patreksfirði send-
ur á vettvang til að kanna
málið. Rannsóknin vindur
upp á sig og teygir anga
sína til Reykjavíkur og
annarra landa. Miðpunkt-
ur sögunnar er þó í Flatey
og bókin sem við eyna er
kennd, Flateyjarbók, gegn-
ir lykilhlutverki við lausn
gátunnar. Margslungin og
spennandi sakamálasaga
sem nýlega var tilnefnd til
Glerlykilsins, norrænu
glæpasagnaverðlaunanna,
af Islands hálfu.
284 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2445-7
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
Heilagra meyja sögur
Bt‘kmtRnlnlrtAi\i'‘fHun Háskótu IstaMk
HEILAGRA MEYJA
SÖGUR
Samant.: Kirsten Wolf
Ritstj.: Bergljót S.
Kristjánsdóttir, Guðrún
Ingólfsdóttir og Sverrir
Tómasson
Heilagra meyja sögur
geymir sögur erlendra
kvendýrlinga sem þýddar
voru og endursamdar hér
á landi eftir latneskum
sögum allt fram undir
1500. Engin þessara
sagna hefur áður komið
út á Islandi og þetta er í
fyrsta skipti sem þær
koma út með nútíma rit-
hætti. I inngangi er m.a.
gerð grein fyrir helgi-
sagnaritun, stöðu kven-
dýrlinga innan kaþólsku
kirkjunnar, vegsömun
heilagra meyja og gerð
meyjasagna hér á landi.
193 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9608-5-X
Leiðb.verð: 5.490 kr.
HERRA ALHEIMUR
Hallgrímur Helgason
Guð býr á litlum hnetti í
miðju alheimsins, þar
sem hann fær þær fréttir
að manninum á förðinni
hafi tekist að klóna sjálf-
an sig ...
Herra Alheimur er
bráðfyndin og frumleg
skáldsaga með tilvistar-
legum undirtóni, skrifuð í
anda stórmynda Holly-
wood þar sem stjörnum
er skipað í hvert hlutverk.
Marlon Brando er Guð,
Woody Allen leikur
aðstoðarmann hans en
Salman Rushdie vísinda-
manninn sem fær það
hlutverk að skapa nýtt
mannkyn. Hallgrímur
Helgason er einn vin-
sælasti rithöfundur þjóð-
arinnar og bætir hér enn
nýrri vídd við höfundar-
verk sitt.
288 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2452-X
Leiðb.verð: 4.690 kr.
Gyrðir Llíasson
HÓTELSUMAR
HÓTELSUMAR
Gyrðir Elíasson
Skáldsagan Hótelsumar
fjallar um mann sem eftir
erfiðan skilnað snýr aftur
í fæðingarbæ sinn og í
náttbirtu sumarsins reyn-
ir hann að ná sambandi
við sjálfan sig að nýju. Á
vegi hans verða svipir úr
fortíð og hann þarf að
takast á við tilfinningar
sem eru í senn óræðar,
margbrotnar og mót-
sagnakenndar.
Fáir rithöfundar hafa
náð slíkum tökum á list-
inni að færa kenndir í orð
sem Gyrðir Elíasson.
Hótelsumar er frumleg og
áleitin saga um efni sem
margir þekkja af eigin
reynslu.
108 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2432-5
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
40
www.boksala.is