Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 52
Vslensk skáldverk
áður gefið út smásagna-
safnið VIÐ. í ritdómi í
Morgunblaðinu líkti Sús-
anna Svavarsdóttir per-
sónusköpun Björns við
sjálft nóbelskéldið Hall-
dór Laxness og sagði
meðal annars: Hér er á
ferðinni afar áhugaverður
höfundur sem veldur
penna sínum af ná-
kvæmni og hæfni.
150 bls.
Tindur
Dreifing: Dreifingar-
miðstöðin
ISBN 9979-9470-2-0
Leiðb.verð: 3.880 kr.
RÖDDIN
Arnaldur Indriðason
Jólahátíðin er að ganga í
garð þegar starfsmaður á
stóru hóteli í Reykjavík
finnst myrtur í kjallara
þess. Þannig hefst Rödd-
in, grípandi og áhrifamik-
il saga um undarleg örlög.
Bókin var mest selda
skáldsagan á íslandi
2002. Hún er nú endur-
útgefin í kilju.
330 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1683-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
SALTSTORKIN BROS
Sjómannasaga
Hafliði Magnússon frá
Bíldudal
Saltstorkin bros er að
nokkru leyti framhald
Togarasögu með tilbrigð-
um.
Hér birtast þeir aftur
ljóslifandi: Einar Alheims,
Vatnaguðinn, Doddi sjóari
og Alfur atómskáld. Einn-
ig koma við sögu nokkrar
nýjar persónur svo sem
Benni stuð, Svarti prestur-
inn og Díllinn. Skop-
myndir höfundar, sem
teiknaðar voru um borð í
síðutogurunum, birtast
hér á prenti í fyrsta sinn
og falla afar vel að frásögn-
unum.
Hafliði Magnússon er
höfundur sem margir
telja sér á báti. Hér segir
hann kjarnmiklar sögur af
kvennafari og slarki
íslenskra sjómanna. Frá-
sagnir hans byggja allar á
sönnum atburðum, sem
hann sjálfur upplifði, þótt
sumum kunni að þykja
þær lyginni líkastar.
Hiklaust bók sjómanns-
ins í ár.
195 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-15-6
Leiðb.verð: 2.900 kr.
SKUGGA-BALDUR
Sjón
Skugga-Baldur er róman-
tísk skáldsaga sem gerist
á Islandi um miðja 19.
öld. Aðalpersónurnar eru
presturinn Baldur, grasa-
fræðingurinn Friðrik og
vangefna stúlkan Abba
sem tengist lífi og örlög-
um mannanna tveggja
með afdrifaríkum hætti.
Sjón sýnir hér á sér nýjar
og óvænta hliðar og vinn-
ur með skemmtilegum
hætti úr íslenskri þjóð-
sagnahefð.
124 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-43-6
Leiðb.verð: 3.680 kr.
SNARKIÐ í
STJÖRNUNUM
Jón Kalman Stefánsson
Snarkið í stjörnunum er
óvenjuleg ættarsaga sem
hverfist um hugarheim
móðurlauss sjö ára drengs
í Reykjavík í kringum
1970 og stormasamt
hjónaband langafa hans
og langömmu um alda-
mótin 1900. Líf ólíkra
kynslóða tvinnast saman
og kallast á þannig að úr
verður eftirminnileg sálu-
messa. Jón Kalman Stef-
ánsson hefur á undan-
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
www.boksala.is
50