Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 60
Þýdd skáldverk
HHMHBHHHHHHHHHHHhhhHhhHhBhhHHbhmHhmiI
DA VINCI LYKILLINN
Dan Brown
Þýð.: Ásta S.
Guðbjartsdóttir
Safnstjóri Louvre í París
finnst myrtur í einum
sýningarsal safnsins og
umhverfis hann gefur að
líta einkennileg tákn og
torræð skilaboð. Tákn-
fræðingurinn Robert
Langdon og franski dul-
málssérfræðingurinn
Sophie Neveu blanda sér
í rannsókn málsins og
uppgötva röð óvæntra
vísbendinga sem leiða
lesandann á slóð meist-
araverka Leonardos da
Vinci, leynifélagsins
Bræðralags Síons og
kaþólsku kirkjunnar.
Þessi bók hefur trónað
efst á metsölulistum í
Bandaríkjunum undan-
farið hálft ár enda er hér á
ferð mögnuð spennusaga
með sögulegu ívafi.
Spennusaga ársins.
453 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-51-7
Leiðb.verð: 3.980 kr.
DALUR HESTANNA
Jean M. Auel
Þýð.: Ásgeir Ingólfsson
og Bjarni Gunnarsson
Dalur hestanna er bam-
hald af sögunni Þjóð
bjarnarins mikla, sem
varð metsölubók víða um
lönd. Hér er sögð saga
stúlkunnar Aylu, sem nú
þarf að yfirgefa heim-
kynni Ættarinnar og
halda á vit hins óþekkta í
grimmri veröld utan
hellisveggja. Þessi heill-
andi saga er nú endurút-
gefin í kilju.
533 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1694-8
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
DANSARINN Á EFRI
HÆÐINNI
Nicholas Shakespeare
Þýð.: Tómas R.
Einarsson
Um langt árabil hefur
skæruliðaforinginn
Ezequiel staðið fyrir tug-
um grimmilegra morða i
Perú, en alltaf gengið yfir-
völdum úr greipum. Lög-
regluforinginn Agustín
Rejas er manna þrautseig-
astur og gefur sig hvergi í
langri leit sinni að
Ezequiel. Dansarinn á
efri hæðinni er óvenjuleg
spennusaga, byggð á
sönnum atburðum frá
nýliðnum áratug. Æsi-
spennandi mannaveiðar,
ógnir og heitar ástríður
eru meginþættirnir í
þessari snjöllu skáldsögu
eftir einn athyglisverð-
asta rithöfund Breta.
320 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2427-9
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
DON KÍKÓTI
seinna bindi
Cervantes
Þýð.: Guðbergur
Bergsson
Don Kíkóti lagði af stað út
Bólcabúð Grindavíl
Víkurbraut 62 ■
Sími-426 8787
240 Grindavík
■ Fax 426 781 1
í heiminn til að koma
góðu til leiðar, geta sér
eilífan orðstír og vinna
hjarta konunnar sem
hann elskar, en í huga
riddarans breyttust vind-
myllur í risa og bænda-
stúlkur í fagrar prinsess-
ur. Þessi stórkostlega og
sígilda bók hefur verið
kölluð fyrsta nútíma-
skáldsagan og hún hefur
verið fólki óþrjótandi
innblástur á þeim 400
árum sem liðin eru frá
því hún var skrifuð. Fyrra
bindi bókarinnar kom út í
glæsilegri þýðingu Guð-
bergs Bergssonar fyrir ári
síðan og nú geta lesendur
skemmt sér yfir seinni
hlutanum. Báðar bækurn-
ar verða sömuleiðis fáan-
legar í öskju.
516 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-55-6
Leiðb.verð: 4.480 kr.
ISABEL ALLHNDE
DÓTTIR
GÆFUNNAR
DÓTTIR GÆFUNNAR
Isabel Allende
Þýð.: Kolbrún
Sveinsdóttir
Einn góðan veðurdag
liggur reifabarn á tröpp-
unum hjá þeim systkin-
um Rósu og Jeremy
Sommerset. Þau taka
barnið að sér og gefa því
nafnið Elísa. Hún lifir
frekar einangruðu lífi
58