Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 72
Þýdd skáldverk
rýnenda og þegar þetta
óvenjulega smásagnasafn
kom út.
160 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-34-7
Leiðb.verð: 1.880 kr.
SAGAN AF PÍ
Yann Martel
Þýð.: Jón Hallur
Stefánsson
Flutningaskip sekkur
með hörmulegum afleið-
ingum. Nokkrir komast af
og um borð í björgunar-
bát, fótbrotinn sebrahest-
ur, hýena, órangútanapi,
450 punda Bengaltígur og
Pí sem er 16 ára strákur.
Þetta er sögusvið rómaðr-
ar Bookerverðlaunabókar
Kanadamannsins Yanns
Martel sem heimsótti
Bókmenntahátíð í haust.
297 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-34-7
Leiðb.verð: 1.880 kr.
SÍMON OG EIKURNAR
Marianne Fredriksson
Þýð.: Sigrún Ástríður
Eiríksdóttir
Símon og eikurnar er í
senn þroskasaga, saga lit-
ríkrar fjölskyldu og saga
um óvenjulega vináttu.
Hún fjallar um ungan
mann sem er andlega leit-
andi - en beinir einnig
sjónum okkar að ráðgát-
um lífsins sem enginn
fær leyst. Þessi frábæra
skáldsaga Marianne Fred-
riksson er nú endurútgef-
in í kilju.
404 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1695-6
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
SKIPAFRÉTTIR
Annie Proulx
Þýð.: Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Quoyle er þriðja flokks
blaðamaður frá New
York. Hann hefur hvorki
þegið hæfileika né
heppni í vöggugjöf og er
auk þess ófríður með
afbrigðum. Þegar kona
hans ferst sviplega í bíl-
slysi heldur hann norður
á bóginn með föðursystur
sinni og dætrum burt frá
beiskum minningum. Þau
setjast að í húsi for-
feðranna þar sem nýr og
magnaður heimur lýkst
upp fyrir litlu fjölskyld-
unni.
Fáar skáldsögur síð-
ustu ára hafa hlotið aðra
eins viðurkenningu og
vinsældir og Skipafréttir
og eftir sögunni var gerð
rómuð kvikmynd.
377 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2310-8
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
SKUGGALEIKIR
José Carlos Somoza
Þýð.: Hermann
Stefánsson
I gamalli grískri morð-
sögu býr nútíma ráðgáta
... þegar ungur maður
finnst látinn og illa
útleikinn þykir enginn
vafi leika á því að hann
hafi orðið úlfum að bráð.
En læriföður hans grunar
að annað og meira búi að
baki þessum skelfilega
dauðdaga og hver ráðgát-
an tekur við af annarri
þegar fleiri falla í valinn
með dularfullum hætti.
Höfundurinn, Jose Carlos
Somoza, hefur vakið
óskipta athygli með þess-
ari snjöllu og hörku-
spennandi skáldsögu sem
hefur verið þýdd á fjöl-
mörg tungumál.
Bókin hlaut virtustu
glæpasagnaverðlaun
heims árið 2002, „Gullna
rýtinginn
310 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-62-9
Leiðb.verð: 1.590 kr.
Kilja
SPÚTNIK-ÁSTIN
Haruki Murakami
Þýð.: Uggi Jónsson
Þegar Sumire var tuttugu
og tveggja ára varð hún
ástfangin í fyrsta sinn.
Þetta var yfirþyrmandi ást
á Miu, fertugri konu sem
rak lítið innflutningsfyrir-
tæki. Fram að þeim degi
hafði ekkert dregið athygli
Sumire frá þeim einlæga
ásetningi að verða rithöf-
undur. Skömmu síðar
dvelja Sumire og Miu á
grískri eyju og þá hverfur
Sumire.
Þetta er dularfull saga
um ást og mannshvarf en
um leið sérstæð hugleið-
ing um mannlegar lang-
anir og þrár.
192 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-42-8
Leiðb.verð: 1.880 kr.
70