Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 86
Listir og ljósmyndir
LOST IN ICELAND -
FRANSKA
Sigurgeir Sigurjónsson
Islandssýn eða Lost in
Iceland er ein vinsælasta
ljósmyndabók sem komið
hefur út hérlendis og í tvö
ár í röð hefur hún setið
efst á metsölulista Morg-
unblaðsins í júlí, ágúst og
september. Nú er komin
frönsk útgáfa þessarar
vinsælu bókar þar sem
Sigurgeir Sigurjónsson
sýnir á meistaralegan hátt
nýjar hliðar á þekktum
áfangastöðum og lýkur
upp víðáttum íslenska
hálendisins. Formála rit-
ar Guðmundur Andri
Thorsson.
160 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-454-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
MAGIC OF ICELAND
ISLANDS ZAUBER
Helgi Guðmundsson
Thorsten Henn
Þessi bók sem einkum er
ætluð ferðamönnum sem
leggja leið sína til Islands,
prýdd fjölda ljósmynda
sem Thorsten Henn hefur
tekið. Þetta er þó ekki
eingöngu myndabók því
að einnig fylgir ítarlegur
bókarauki sem Helgi Guð-
mundsson hefur tekið
saman um land og þjóð.
Þar er að finna ágrip af
sögu landsins, kafla um
jarðfræði, gróður og dýra-
líf, íslenska menningu og
íslenska þjóð, auk ýmissa
hagnýtra upplýsinga. Vig-
dís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Islands,
ritar formála. Bókin er
gefin út á ensku og þýsku.
64 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-39-4/-40-8
Leiðb.verð: 1.690 kr.
hvor bók.
Magnús Ólafsson
MAGNÚS ÓLAFSSON
LJÓSMYNDARI
Ritstj.: María Karen
Sigurðardóttir
Þýð.: Anna Yates
Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur kynnir útgáfu á ljós-
myndabókinni Magnús
Ólafsson ljósmyndari.
Gefin út í tengslum við
yfirlitssýningu á verkum
Magnúsar Ólafssonar
þann 27. sept. til 1. des.
2003 í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
I þessari veglegu bók
sem kostuð er af afkom-
endum þessa merka ljós-
myndara er að finna 108
ljósmyndir eftir Magnús í
gæðaprentun, teknar á
fyrstu þremur áratugum
20. aldarinnar. Ljósmynd-
ir hans vega salt á milli
heimildagildis og ævin-
týris og veita okkur ein-
stæða sýn inn í horfinn
heim og bregða upp svip-
myndum frá tímabili sem
samhliða tækniframför-
um einkenndist af þjóðfé-
lagsbreytingum og þróun
borgarsamfélags í Reykja-
vík.
Auk ljósmyndanna er
að finna í bókinni greinar
eftir Eirík Guðmundsson
útvarpsmann og Guð-
mund Ingólfsson ljós-
myndara.
Bókin verður til sölu í
helstu bókabúðum lands-
ins og einnig má nálgast
hana á Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
175 bls.
Ljósmyndasafn
Reykjavíkur
ISBN 9979-9345-9-X
Leiðb.verð: 6.200 kr.
Herbergi án bóka er eins Eymundsson
og likami án sálar. BÓKSALI FRÁ 1872 Austurstræti / Kringlan / Smáralind
Marcus Tullius Cicero Hafnarfjörður / Akureyri
84