Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 106
Fræði og bækur almenns efnis
spekingar (þar af þrír
starfandi erlendis) og tveir
erlendir erindi. Ráðstefn-
an kallaðist Mikjálsmessa
og var haldin í tilefni af
sextugsafmæli Mikaels M.
Karlssonar, prófessors í
heimspeki við Háskóla
Islands og nýráðins deild-
arforseta félagsvísinda- og
lagadeildar Háskólans á
Akureyri. Mikael M.
Karlsson er einn af feðrum
akademískrar heimspeki á
Islandi. Hann er virtur
heimspekingur á alþjóða-
vettvangi og hefur ritað
um mörg ólík sérsvið
heimspeki en hefur auk
þess verið óþreytandi vel-
gjörðarmaður íslenskrar
heimspeki og heimspek-
inga. Ritgerðirnar í þessari
bók, sem margar skírskota
beint eða óbeint til skrifa
Mikaels, gefa góða mynd
af íslenskri heimspeki
samtímans eins og gerist
best.
298 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-568-2
Leiðb.verð: 3.490 kr.
HEIMUR
SPENDÝRANNA
HEIMUR
SPENDÝRANNA
David Attenborough
Þýð.: Helga
Guðmundsdóttir
Sjaldgæft er að sjónvarps-
þættir hljóti jafnalmennt
lof og þættir Davids
Attenboroughs um Heim
spendýranna. í þessari
glæsilegu bók er gerð
grein fyrir þessum spenn-
andi dýrum sem eru svo
óskaplega fjölskrúðug,
allt frá steypireyðinni
sem er helmingi stærri en
stærsta risaeðlan, til
dvergsnjáldrunnar sem er
svo smágerð að hún ræð-
ur varla niðurlögum
bjöllu. Bókin er búin fjöl-
mörgum gullfallegum
ljósmyndum og skrifuð af
þeirri smitandi ástríðu
sem fyrir löngu hefur gert
Sir David Attenborough
heimsþekktan á sínu
sviði.
320 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0453-8
Leiðb.verð: 4.990 kr.
HELGI PJETURSS OG
JARÐFRÆÐI ÍSLANDS
Baráttusaga íslensks
jarðfræðings í upphafi
20. aldar
Elsa G. Vilmundardóttir
Samúel D. Jónsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Hér er fjallað um jarðfræð-
inginn Helga Pjeturss
(1872-1949), fyrsta ís-
lendinginn sem lauk dokt-
orsnámi í jarðfræði. Bókin
er byggð á ýmsum heim-
ildum um ævi hans eins
og hún birtist í bréfum
hans og fjölskyldunnar og
einnig bréfaskiptum Helga
við fjölmarga jarðvísinda-
menn. Fróðleikur er sóttur
í ferðadagbækur og jarð-
fræðiritgerðir Helga. Rit-
gerðirnar birtust flestar í
erlendum tímaritum. Þær
hafa ekki verið aðgengi-
legar íslenskum lesendum
fyrr en í þessari bók.
248 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-9315-8-2
Leiðb.verð: 2.900 kr.
HIN LAGALEGA
AÐFERÐ OG RÉTTAR-
HEIMILDIRNAR
Skúli Magnússon
Hvers vegna greinir menn
á um lög og rétt? Er hægt
að gera upp á milli ólíkra
fullyrðinga um gildandi
rétt? A hvaða grundvelli
eru lagalegar niðurstöður
reistar? Er ávallt til ein
rétt niðurstaða við úr-
lausn lagalegs ágreinings?
Hvernig tengjast niður-
stöður um gildandi rétt
almennum hugmyndum
um lög og siðferði? Allar
þessar spurningar lúta
með einum eða öðrum
hætti að hinni lagalegu
aðferð sem er meginvið-
fangsefni bókarinnar.
202 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-558-5
Leiðb.verð: 3.150 kr.
HLUTABRÉF
&
EIGNASTÝRING
AÐ VfLJA HIUTAÍ Rí F
OG BYGGJA UPP EIGNIR
HLUTABRÉF&
EIGNASTÝRING
Ritstj.: Sigurður B.
Stefánsson
Hvernig get ég valið
hlutabréf, ávaxtað pen-
inga og byggt upp eignir?
Hlutabréf og eignastýr-
ing lýsir á einfaldan og
aðgengilegan hátt helstu
leiðum við val á hluta-
bréfum, s.s. virðisfjárfest-
ingu, vaxtarfjárfestingu
og mótstraums- og mom-
entumleiðunum. Sérstak-
lega er lýst tveimur ólík-
um leiðum við ávöxtun
peninga í hlutabréfum,
hlutlausu leiðinni og
virðisfjárfestingu með
tímasetningu. Jafnframt
er tæknigreiningu og
notkun afleiða í hluta-
bréfaviðskiptum sérstak-
lega gerð skil. Margir af
frægustu fjárfestum 20.
aldarinnar koma við sögu
og sagt er frá frábærum
árangri þeirra og heilræð-
um til annarra fjárfesta,
en einnig skondnum
atvikum í lífi þeirra.
I bókinni er dregið
saman á skýran hátt
hvernig hinn almenni
fjárfestir getur nýtt sér
þessar aðferðir við ávöxt-
un peninga til að ná sett-
um markmiðum allt eftir
því hvort hann ákveður
að taka litla eða mikla
áhættu.
Hlutabréf og eignastýr-
ing er þriðja bók útgef-
104