Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 110
Fræði og bækur almenns efnis
^ hj\
I lulclum.il
hugvcrk auulinkra kvenna
HULDUMÁL
Hugverk austfirskra
kvenna
160 austfirskar konur
Bókin inniheldur hug-
verk austfirskra kvenna
allt frá átjándu öld til
þeirrar tuttugustu og
fyrstu og gefur glögga sýn
á tilveru þeirra kvenna
sem á undan okkur hafa
fetað. Ballferðir, ferðalög,
barnsfæðingar, harmljóð,
hernámsár, sendibréf,
stökur, dýrt kveðin ljóð.
Margt ber á góma í þessu
safnriti með hugverkum
austfirskra kvenna. Hér
gefst færi á að komast í
snertingu við líf kvenna á
Austurlandi sem líkt lífi
allra alþýðukvenna var
oft á tíðum harðneskju-
legt og óblítt en einnig oft
sveipað glaðværð og
skemmtun.
360 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-9597-5-4
Leiðb.verð: 4.600 kr.
1 Athir (juavututrím. wxSiti
H vrvð íetjir
jritt
f •? hjartoy?
í
HVAÐ SEGIR ÞITT
HJARTA?
Þórhallur Guðmunds-
son miðill
Þórhallur miðill er löngu
landsþekktur fyrir ein-
staka hæfileika. Hér opn-
ar hann hjarta sitt fyrir
lesendum. Hvað gerist á
miðilsfundum? Hvernig
eigum við að búa okkur
undir slíka fundi? Hvað
felur dauðinn í sér? Hvað
bíður okkar hinum meg-
in? Hvað gerist þegar við
kveðjum ástvin og hvern-
ig eigum við að takast á
við sorgina?
Hvað segir þitt hjarta?
- sannarlega einstök bók.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-29-3
Leiðb.verð: 1.980 kr.
Alihoiður StsiQþórsdóttlr og Guðiinoa Eydal
konur og karlar
í BLÓMA
LÍFSINS
Konur og karlar
í BLÓMA LÍFSINS
Álfheiður Steinþórs-
dóttir og Guðfinna
Eydal
Upp úr fertugu fara í
hönd miklar breytingar í
lífi fólks og spennandi
tækifæri myndast í einka-
lífi og starfi. I bókinni er
fjallað um þetta umbreyt-
ingaskeið og skyggnst
jöfnum höndum inn í
veruleika og sálarlíf karla
og kvenna á þessum
árum. Ymsum ágengum
spurningum er svarað og
hulunni svipt af málum
sem hafa verið umlukin
þögn. Byggt er á nýjustu
rannsóknum á þessu
sviði sem og áratuga
reynslu höfunda sem sál-
fræðinga.
200 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1720-0
Leiðb.verð: 4.490 kr.
ICELANDIC
GEOGRAPHIC
Icelandic Geographic er
glæsilegt ársrit á ensku
um náttúru íslands með
fróðlegar og skemmtilegar
greinar um margt það sér-
stæðasta í íslenskri nátt-
úru, t.d. gosið í Vest-
mannaeyjum, fuglapara-
dísina Mývatn, íslenska
fálkann, sögueyjuna eftir
Magnús Magnússon og
margt fleira. Á annað
hundrað ljósmyndir eftir
nokkra af bestu náttúru-
ljósmyndurum landsins
prýða ritið.
Falleg gjöf til erlendra
vina. Upplýsingar og
áskriftapantanir:
info@icelandicgeographic.is
100 bls.
Islandskynning ehf.
ISSN 1670-0589
Leiðb.verð: 980 kr.
ÍSLAND Á 20. ÖLD
Helgi Skúli Kjartansson
Þetta er fyrsta yfirlitsritið
í samfelldu máli um
Islandssögu nýliðinnar
aldar. í bókinni er rakin
saga þjóðar og samfélags
og sú gjörbreyting sem
varð á öllum högum
íslendinga. Helgi Skúli
Kjartansson, einn af
þekktustu sagnfræðing-
um íslendinga, greinir frá
merkisatburðum, sögu
108