Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 114
Fræði og bækur almenns efnis
Litla gjafabókin
KETTIR
Samant.: Helen Exley
Þýð.: Orðabankinn
Kettir eru furðulegar
skepnur, þóttafullir, þver-
ir en líka blíðir og gælnir
og góðir félagar. Er annað
hægt en að láta sér þykja
vænt um þá?
96 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-9543-2-9
Leiðb.verð: 880 kr.
Eyrarbaklukirkjj
(AuncqaiNnulnrkh
KoiMmxlarkirkii
Slokkwjrafkirkja
Siraiularkirkja
ÚlHjórtvainskjrkja
hingvallakirkja
KIRKJUR ÍSLANDS
4. bindi
Ýmsir höfundar
Fjallað er í máli og mynd-
um um sögu, muni og
byggingarstíl friðaðra
kirkna á Eyrarbakka,
Gaulverjabæ, Kotströnd,
Stokkseyri, Strönd, Úlf-
Ijóstsvatni og Þingvöllum
í Arnesprófastsdæmi. All-
ar eru þær dýrmætar og
merkilegar heimildir um
byggingar- og listasögu
fýrri tíðar. Fyrri bindin í
hinni glæsilegu ritröð
112
Kirkjur íslands fjalla
einnig um kirkjur í
Árnesprófastsdæmi. Þetta
er samstarfsverkefni HÍB,
Þjóðminjasafns Islands,
Húsafriðunarnefndar rík-
isins og Biskupsstofu.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-142-9
Leiðb.verð: 3.990 kr.
KÓRAN
Þýð.: Helgi
Hálfdanarson
Kóraninn er elsta og lang-
merkasta verk klassískra
bókmennta araba. Mús-
limar telja hann vera hið
óskeikula orð Allah og í
honum eru þær reglur um
rétta breytni sem lífsmáti
þeirra byggist á.
Helgi Hálfdanarson
þýddi Kóraninn, en hann
er löngu þjóðkunnur sem
mikilvirkasti og snjallasti
þýðandi heimsbókmennta
á íslensku.
427 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2408-2
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Krislin sidfrædi
í sögu og sumtíd
KRISTIN SIÐFRÆÐI í
SÖGU OG SAMTÍÐ
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Hér eru dregnar upp
helstu útlínur kristinnar
siðfræði og þeirrar heims-
myndar sem hún endur-
speglar. Þannig er stuðst
við boðorðin tíu og túlk-
unarsögu þeirra, en
útlegging á boðorðunum
er einkennandi fyrir sið-
fræði evangelísk-lút-
herskrar kirkju og hefur
mótað siðfræði og guð-
fræði hennar í nær 500 ár.
Með siðbótinni tóku boð-
orðin tíu og áherslan á
tvöfalda kærleiksboðorð-
ið það sæti sem dygðirnar
höfðu í siðfræði miðalda-
kirkjunnar. Dygðirnar
færðust hins vegar yfir á
svið helgunarinnar í lút-
herskri guðfræði. I bók-
inni er einnig leitast við
að staðsetja kristna sið-
fræði innan almennrar
siðfræðilegrar umræðu,
m.a. hugmyndir manna
um Jesú sem fyrirmynd
siðrænnar hegðunar.
500 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-131-3
Leiðb.verð: 5.900 kr.
L xn MiRlT 6 KMENKT Af LAGMNS JOHN STUART MILL Kúgun kvenna
IIID M.EN7.KA B KMENNT AE LAG
KÚGUN KVENNA
John Stuart Mill
Þýð.: Sigurður
Jónasson
Inng.: Auður
Styrkársdóttir
Lærdómsrit. f Kúgun
kvenna leitast Mill við að
sýna fram á tvennt: að
þau rök sem notuð eru
gegn réttindum kvenna
séu haldlaus og að aukið
frelsi kvenna og þátttaka
þeirra í starfsemi samfé-
lagsins myndi bæta
almannahag. Auk texta
Mills eru hér birtir merk-
ir fyrirlestrar Páls Briem
1885; Umfrelsi ogmennt-
un kvenna fluttur undir
áhrifum frá Mill og Brí-
etar Bjarnhéðinsdóttur
1887; Fyrirlestur um hagi
og réttindi kvenna en það
var fýrsti opinberi fyrir-
lestur konu á fslandi.
Fullyrða má, að textar
þessir eigi fullt erindi við
íslenska lesendur enn í
dag. Bókin er nú endur-
prentuð aukin og bætt.
371 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-134-8
Leiðb.verð: 2.990 kr.