Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 119
Fræði og bækur almenns efnis
inni eru reifuð fjölbreyti-
leg atriði sem höfundur
og samstarfsmenn hans
hafa kannað síðasta aldar-
fjórðunginn, svo sem það
hvernig bækur úr pap-
ýrus og bókfelli urðu fyrst
til, einnig útlit og hönnun
skinnhandrita á miðöld-
um, samspil pappírs og
bókfells á 15. öld, áhrif
efnahags og samfólags-
hátta á handritagerð, við-
horf manna til bókmenn-
ingar eins og þau birtast í
kveraskiptingu, en ekki
síst það hvernig prentlist-
in bylti bókagerð.
158 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-551-8
Leiðb.verð: 3.200 kr.
LOGAR ENGILSINS
Erna Eiríks
Hvaðan komum við?
Hvers vegna er lífið á jörð-
inni svo margslungið?
Hvernig upplifum við
dauðastundina? Hvernig
líður okkur í andlegum
heimi eftir jarðlífið? Þess-
ar spurningar leita á flesta
einhvern tíma á lífsleið-
inni. í þessari óvenjulegu
og djúphugsuðu bók er
leitað svara við þeim og
mörgum fleiri með því að
líta bak við það tjald sem
umlykur jarðvist manns-
ins. Sögumaður býr yfir
einstökum dulrænum
hæfileikum sem nýttir eru
við gerð bókarinnar.
186 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-554-9
Leiðb.verð: 3.480 kr.
LÝÐRÆÐI MEÐ
RAÐVALI OG SJÓÐVALI
Björn S. Stefánsson
Formáli: Knut Midgaard
prófessor
Eins og nú er farið að,
geta menn ekki tjáð nánar
með atkvæði sínu, hvað
þeir vilja, það er að segja
þetta helst, þetta næst-
helst o. s. frv. og þetta
síst, né sett kosti í sama
sæti til að lýsa því, að
þeir geri ekki mun á
þeim. Það má gera í rað
LÝÐRÆÐI MEÐ
RAÐVALI OG SJÓÐVALI
BJÖFmi S. STEFflNSSON
#'i..
vali, og niðurstaðan mót-
ast rökvíslega af því.
Eins og atkvæðagreiðslu
er nú háttað, geta menn
ekki tjáð með atkvæði
sínu, hversu mjög þeir
láta sig mál varða,
þannig að það mælist í
niðurstöðu atkvæða-
greiðslunnar, og þaðan af
síður mælist, hversu
mikið hver og einn lætur
sig varða mismunandi
útfærslu einstaks máls.
Það gerist hins vegar í
sjóðvali. Lýðræði er ekki
fullkomið stjórnarform,
hvorki röklega né sið-
ferðilega. Framlag Björns
sníður suma verstu agnú-
ana af lýðræðinu í fram-
kvæmd.
146 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-547-X
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Af isicnskum ýkjumönnum s«m sógðu sógur
af sómu listog Múnchausen
k» Hjaltasoi tóli sanun
LYGINNI LÍKAST
Af íslenskum ýkju-
mönnum sem sögðu
sögur af sömu list og
Munchausen
Ritstj.: Jón Hjaltason
Fjöldi íslenskra sagna-
manna stígur fram. Frá-
sagnargáfan er stórkostleg.
Gísli Jónsson mennta-
skólakennari segir lífs-
sögu Jóns Skrikks. Aust-
firðingurinn Sögu-Guð-
mundur sker í þokuna.
Gunnar Jónsson á Foss-
völlum segist aldrei hafa
sagt ósatt orð á ævi sinni
og er verðlaunaður fyrir.
168 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-22-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Herbergi án bóka er eins Eymundsson
og likami án sálar. BÓKSALI FRÁ 1872 Austurstræti / Kringlan / Smáralind
Mareus Tullius Cicero Hafnarfjörður / Akureyri
117