Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 128
Fræði og bækur almenns efnis
um ritstjóra Lesbókar
Morgunblaðsins. Hér er
farið yfir magnaða sögu-
slóð austan úr Fljótshlíð
og vestur í Biskupstung-
ur. Jafnframt er fjallað um
sérstæða náttúru á þessu
svæði þar sem Hekla er í
öndvegi og stórárnar
Þjórsá og Hvítá. Brugðið
er ljósi á nútíma stórbú-
skap í Skarði á Landi og
Bræðratungu, svo og
breytta búskaparhætti í
öllum uppsveitum Suð-
urlands. Hér flóttast sam-
an Njáluslóðir, yfirráða-
svæði Oddaverja og
Haukdæla og margþætt
saga Skálholts. Við kynn-
umst afburðafólki frá
liðnum öldum, allt frá
Gunnari á Hlíðarenda til
Klængs biskups í Skál-
holti, Gissurar jarls og
Vísa-Gísla. Glæsilegt yfir-
litsrit um náttúru og sögu
Suðurlands. I ritinu eru
um 400 ljósmyndir, teikn-
ingar og kort.
376 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-24-7
Leiðb.verð: 9.980 kr.
SÉRSTAÐA ÍSLENSKU
KÚAMJÓLKURINNAR
Tengsl við heilsu og
framtíðarmöguleikar
Inga Þórsdóttir, Ingi-
björg Gunnarsdóttir og
Bryndís Eva Birgisdóttir
Rannsóknarstofa í nær-
ingarfræði hefur haft
frumkvæði að því að
rannsaka mjólk eins og
hún er seld neytendum
hérlendis og í nágranna-
löndunum. Niðurstöðurn-
ar sýna sérstöðu íslensku
mjólkurinnar hvað varðar
bæði próteingerðir og fitu
og hafa vakið mikinn
alþjóðlegan áhuga. Rétt er
að líta á sérstöðu íslensku
kúamjólkurinnar sem
tækifæri til að gera mikil-
vægar rannsóknir og auka
þekkingu á hvernig sam-
setning mjólkur er best frá
lýðheilsufræðilegu sjón-
armiði.
192 bls.
Rannsóknarstofa í
næringarfræði
ISBN 9979-9516-8-0
Leiðb.verð: 2.000 kr.
SIÐFRÆÐI LÍFS OG
DAUÐA
Vilhjálmur Árnason
Þetta vinsæla rit, sem fékk
viðurkenningu Hagþenkis
fýrir vönduð fræðirit 1993
og var tilnefnt til Hinna
íslensku bókmenntaverð-
launa sama ár, kemur nú
út í nýrri og endurbættri
útgáfu.
Höfundur fjallar um
siðferðileg álitamál í heil-
brigðisþjónustu á ítarleg-
an en aðgengilegan hátt.
Rætt er um mál á borð við
þagnarskyldu, réttindi
sjúklinga, upplýst sam-
þykki, líknardráp, fóstur-
eyðingar og réttláta heil-
brigðisþjónustu.
I þessari nýju útgáfu
tekst höfundur jafnframt á
við nokkrar þeirra spurn-
inga sem erfðarannsóknir
hafa vakið á undanförnum
árum.
400 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-570-4
Leiðb.verð: 3.790 kr.
SJÁLFRÆÐI
ALDRAÐRA
Ástríður Stefánsdóttir
Vilhjálmur Árnason
I Sjálfræði aldraðra er
fjallað á fræðilegan hátt
um sjálfræði og hugað að
íslensku lagaumhverfi
sem snýr að öldruðum.
Loks eru birtar niður-
stöður könnunar sem höf-
undar létu gera á fimm
íslenskum öldrunarstofn-
unum, þar sem skoðað er
hversu mikið þeir sem
þar búa geti haft áhrif á
sitt daglega líf og um-
hverfi. I bókinni er dregið
fram með skýrum hætti
hvernig aldraðir sem flutt
hafa á stofnanir búa við
skert sjálfræði.
Rit þetta er það íyrsta í
ritröðinni Siðfræði og
samtími sem Siðfræði-
stofnun Háskóla íslands
stendur að.
210 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-569-0
Leiðb.verð: 3.490 kr.
SJÓNHVERFINGAR
Fjarvistarsannanir fyrir
íslenskan veruleika
Hermann Stefánsson
Sjónhverfingar er hverf-
ult inngangsrit nýrrar og
vaxandi fræðigreinar sem
nefna mætti íslenska
menningarfræði. Höfund-
ur svipir hulunni af
ýmsum þáttum samtím-
ans, svo sem hvalnum
Keikó, sjómannadegin-
um, auglýsingum á dömu-
bindum, skyndibitastöð-
um, fatafellum, fölsunum
og auðkennahryðjuverk-
um. Bráðskemmtileg bók
á mörkum fræða og skáld-
skapar.
184 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-30-4
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
TRAUSTt VALSSON
PLANNING IN ICELAND
SKIPULAG BYGGÐAR
Á ÍSLANDI/PLANNING
IN ICELAND
Trausti Valsson
Fyrsta rit sinnar tegundar
um manngert umhverfi á
Islandi Þróunin er rakin
allt frá Landnámi til líð-
andi stundar. Bókinni
fylgir fjöldi skráa og
skipulagsmanntal auk
1250 mynda og upp-
drátta. Nú einnig fáanleg
á ensku.
480 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-567-4
Leiðb.verð: 6.900 kr.
126