Bókatíðindi - 01.12.2003, Síða 168
Handbækur
Tindur
Dreifing:
Dreifingarmiðstöðin
ISBN 9979-9470-5-5
Leiðb.verð: 4.680 kr.
ÍSLENSK ORÐABÓK -
TÖLVUÚTGÁFA 3,0
Ritstj.: Mörður Árnason
3. útgáfa íslenskrar orða-
bókar í ritstjórn Marðar
Arnasonar kom út fyrir
ári, aukin og endurbætt,
og hlaut einstaklega góðar
viðtökur. I kjölfarið fylgir
nú ný tölvuútgáfa bókar-
innar með yfir 100.000
uppflettimöguleikum.
Framsetning bókarinnar
er skýr og einföld og á
hraðvirkan hátt má finna
ótal skýringar, dæmi,
orðasambönd og annað
sem gagnast hverjum
þeim sem nota ]3arf
íslenskt mál. íslensk
orðabók - tölvuútgáfa er
nauðsynlegur hluti af
íslenskum hugbúnaði.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2457-0
Leiðb.verð: 8.990 kr.
ÍSLENSK SPEKI
Eitt þúsund tilvitnanir
um lífið og tilveruna
Samant.: Jónas
Ragnarsson
I þessari fallegu bók birt-
ast tilvitnanir í fjölmarga
Islendinga, valdar úr
hundruðum heimilda.
Þessar tilvitnanir eru
flestar frá síðustu áratug-
um og fjalla um fjölbreytt
efni, svo sem fegurð og
frelsi, list og lýðræði,
tíma og trú, vináttu og
von.
208 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2307-8
Leiðb.verð: 2.990 kr.
J Ó H A N N HELGASON
JÓHANN HELGASON
25 VINSÆL LÖG
Jóhann Helgason
Hér er á ferðinni vönduð
nótnabók með laglínu og
hljómum fýrir píanó og
gítar.
Bókin hefur að geyma
mörg af landsþekktum
lögum Jóhanns Helgason-
ar s.s. Söknuður, IReykja-
víkurborg, Karen, Astar-
sorg, Mary Jane, Yaketty
Yak, Smacketty Smack
o.fl. I bókinni er einnig að
finna sérkafla með text-
um/ljóðum við öll lögin,
ásamt skrá yfir uppruna-
legan plötutitil, flytjanda,
útgáfuár og útgefanda.
Þá eru í bókinni fjöldi
ljósmynda af þeim hljóm-
sveitum og flytjendum
sem Jóhann hefur starfað
með. Valkostur með bók-
inni er geisladiskur með
völdum Iögum úr henni
ásamt einu nýju lagi.
88 bls.
Hugverkaútgáfan
ISBN 9979-60-884-6
Leiðb.verð: 3.690 kr. án
CD 4.590 kr. með CD.
KAMA SUTRA
Anne Hooper
Kynlífsfræðingurinn
Anne Hooper setur fram
kenningar fornra erótískra
meistaraverka þannig að
úr verður spennandi
handbók fýrir nútímafólk.
Frábærar ljósmyndir sýna
stellingarnar sem er lýst í
fornum austurlenskum
ritum.
240 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-27-0
Leiðb.verð: 2.980 kr.
LÁTTU EKKI
SMÁMÁLIN í ÁSTINNI
ERGJA ÞIG
Richard og Kristine
Carlson
Þýð.: Inger Anna
Aikman og Margrét
Blöndal
Richard Carlson er marg-
faldur metsöluhöfundur
bókaflokksins um hvern-
ig komast eigi hjá því að
Iáta smámálin ergja sig á
öllum sviðum lífsins.
Hans kunnasta bók, Láttu
ekki smámálin ergja þig,
kom út í íslenskri þýð-
ingu fyrir fáeinum árum
og hefur notið stöðugra
vinsælda.
I Láttu ekki smámálin í
ástinni ergja þig bjóða
Richard Carlson og eigin-
kona hans Kristine upp á
100 pottþétt ráð til að
styrkja sambandið og
koma í veg fyrir að ástar-
þráðurinn slitni. Það er
einfaldara að takast á við
hversdaginn en fólk held-
ur og oft þarf ótrúlega lít-
ið að gera til að breyta
pirringi og óánægju í
ánægju og gleði.
300 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-456-7
Leiðb.verð: 2.990 kr.
166