Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 174
Handbækur
um agn og veiðiaðferðir,
hvar kaupa á veiðileyfi,
hvað þau kosta og hvaða
aðstaða er fyrir hendi.
Fjöldi ljósmynda og
korta. Fjallað er um svæð-
ið frá Hvalfirði í Hrúta-
fjörð.
240 bls.
Skerpla ehf.
ISBN 9979-9571-2-3
Leiðb.verð: 3.980 kr.
STÓRA KYNLÍFSBÓKIN
Suzi Godson
Mel Agace
Þýð.: Agúst Sverrisson
Fjallað er um kynlíf á for-
dómalausan hátt. Bókin á
erindi á öll heimili og er
hentug til kynlífsfræðslu
í skólum. Hún er samin af
sérfræðingum en hefur
einnig að geyma frásagnir
venjulegs fólks af kynlífs-
reynslu þess.
288 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-23-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
OPPetDI ðtM
V/IRKAR
Að byqqjz ypp fMrni
tll #ramtidar
Uwrard R. fihrtstopW-Mn PK.O.
Oocao U Mortwast PK.0.
UPPELDI SEM VIRKAR
Edward R.
Christophersen
Susan L. Mortweet
Þýð.: Matthías
Kristiansen og
Gyða Haraldsdóttir
Yfirgripsmikil og vönduð
handbók um uppeldi eftir
bandaríska barnasálfræð-
inga með áratuga reynslu
af klínísku starfi með
börnum og foreldrum.
Bókin er sérstaklega ætl-
uð foreldrum, er skrifuð á
aðgengilegu máli og efnið
skipulagt með það í huga
að gera notkum sem
þægilegasta. Bókin nýtist
einnig öllum öðrum sem
koma beint eða óbeint að
uppeldi barna, svo
sem leikskólakennurum,
kennurum og heilbrigðis-
starfsfólki. I bókinni er
fjallað um flesta þætti
uppeldis og veitt hagnýt
ráð við flestu sem upp
getur komið í samskipt-
um barna og fullorðinna.
Efni bókarinnar byggir á
áralangri reynslu höf-
unda og rannsóknum
nútímauppeldisfræði og
sálfræði. Bókin býður
ekki upp á neinar töfra-
lausnir, heldur fara höf-
undar ekki leynt með þá
skoðun sína að uppeldi
sé vinna og ekki sé hægt
að stytta sér leið í gegn
um það. Foreldrar þurfa
að gefa sér þann tíma sem
þarf, skipuleggja hvernig
þeir ætla að haga uppeld-
inu, setja sér markmið,
setja reglur og gefa skýr
skilaboð og umfram allt
að fylgja málum eftir.
320 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-33-6
Leiðb.verð: 2.990 kr.
VELDU FLUGU
Fluguveiðibók
Péturs í Nesi
Pétur Steingrímsson
Allir fluguveiðimenn
þekkja þá tilfinningu sem
gagntekur þá er þeir sjá
stóran boða rísa á eftir
flugunni og fylgja henni
langa leið eftir vatnsflet-
inum.
Pótur Steingrímsson
hefur verið leiðsögumað-
ur í Laxá í Aðaldal um
þriggja áratuga skeið og
veitt sjálfur á flugu í rúm
60 ár. Hann er því ein-
hver reyndasti flugu-
veiðimaður landsins og
raunar kunnur langt út
fyrir landsteinana fyrir
veiðiflugurnar sem hann
hnýtir.
Hér birtir Pétur upp-
skriftir á þriðja hundrað
veiðifluga og leiðbeinir
um gerð þeirra. Þá víkur
hann að öllu sem vert er
að vita um fluguveiðar,
búnað og meðferð hans,
handtök og fleiru.
Saman við uppskrift-
irnar fléttar hann síðan
óborganlegum veiðisög-
um og ýmsum fróðleik.
320 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2471-6
Leiðb.verð: 5.990 kr.
VÍN
Þorri Hringsson
VIN er handbók um vín
og mat, skrifuð með þarf-
ir íslenskra neytenda í
huga. Bókin er yfirgrips-
mikil, aðgengileg og ein-
föld í notkun, ætluð öll-
um þeim sem vilja bæta
þekkingu sína á víni. Hún
svarar mörgum þeim
spurningum sem hinn
almenni neytandi veltir
oft fyrir sér um kaup og
val á víni og neyslu þess
með mat. I bókinni er
einnig að finna matar-
uppskriftir og tillögm' að
vali á víni með fjölmörg-
um réttum.
Þorri Hringsson hefur
lengi haft mikinn áhuga á
mat og víni og er einn
helsti sérfræðingur þjóð-
arinnar í þeim efnum.
VÍN fæst í Hagkaupum,
Pennanum-Eymundsson
og Máli og menningu.
173 bls.
Landmark
kvikmyndagerð
ISBN 9979-60-857-9
Leiðb.verð: 1.499 kr.