Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 4
Erla Kristín Jónasdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Að flytja fjall - Flutningur aðalsafns Borgarbókasafns frá Esjubergi í Grófarhús Dregur til tíðinda Flutningur aöalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur átti sér langan aðdraganda, en safniö hafði verið til húsa í Þingholtsstræti 29a, Esjubergi, frá árinu 1954. Það hús varð fljótlega of lítið og árið 1967 var farið að ræða um að byggja nýtt hús sem átti að rísa í nýjum miðbæ á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Þar átti safnið að hefja starfsemi á 50 ára afmæli sínu 1973. Eins og allir vita varð ekkert af þess- um framkvæmdum en nú er raunar búið að byggja við Borgarleikhúsið á þessum sama stað og mun Bústaða- safn flytja þangað í sumar. Til að ráða bót á húsnæðisvand- anum var tekið á leigu húsnæði að Þingholtsstræti 27 og lestrarsalur aðalsafns fluttur þangað 1977. Fjór- um árum seinna flutti skrifstofa safnsins þangað líka. Eftir sem áð- ur var Esjuberg algjörlega ófull- nægjandi sem húsnæði fyrir bóka- safn. Um tíma stóð til að flytja aðal- safn í Morgunblaðshúsið, Aðal- stræti 6, en borgin hafði keypt eign- arhlut Árvakurs í húsinu árið 1994. Það kom hins vegar í ljós að það húsnæði hentaði illa undir bóka- safn svo ekkert varð úr flutningum þangað. Árið 1997 var kynnt í borgarráði tillaga um að flytja safnið í Tryggvagötu 15 þar sem það yrði í sam- býli við Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykja- víkur. Tillagan var samþykkt og hafist var handa um nauðsynlegar breytingar á húsinu það sama ár. Húsið að Tryggvagötu 15 var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt af Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga sem vörugeymsluhús. Bygging þess hófst árið 1930 og var upphaflega gert ráð fyrir þrílyftu húsi en síðar var bætt við það þremur hæðum og grunn- flötur þess stækkaður. Árið 1989 keypti Reykjavíkurborg húsið og Borgar- skjalasafn flutti þangað 1994. Eins og áður sagði var hafist handa við að breyta húsinu í október 1997, þannig að það gæti einnig hýst Borgarbókasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Arkitekt að endurbótunum var Helgi Hjálmarsson á Teiknistofunni Óðinstorgi. Borgarbókasafn hefur til umráða 2894 m2 auk hluta sameignar sem er 975 m2. Húsnæði bókasafnsins er á 1., 2., og 5. hæð auk skrifstofuhús- næðis á 4. hæð og hluta í sameign á 6. hæð. í þessu nýja húsnæði sex- til sjöfaldast rými fyrir gesti aðal- safns frá því sem var í Þingholts- strætinu og aðstaða öll hefur gjör- breyst. Undirbúningur Mikil vinna var lögð í að greina rýmisþörf aðalsafns. Árið 1994 var gerð forsögn vegna kaupa á hús- eigninni við Aðalstræti 6 og var rýmisþörfin þá talin vera um 3000 m2 og var þá aðstaða fyrir bókabíla ekki tekin með í reikninginn. Þessi forsögn varð til þess að hætt var við flutning í Aðalstrætið. Hún var hins vegar lögð til grundvallar þegar farið var að huga að flutn- ingi safnsins í Tryggvagötuna. Hér sést hvernig þessi tala er fengin: 1. Afgreiðsla, sjálfsafgreiðsla, upplýsingar í anddyri: 25 m2 2. Marfeaðstorg, nýtt efni, dagblöð, uppstillingar: 60 m2 3. Anddyri, fatahengi, snyrting, kaffistofa: 55 m2 4. Fullorðinsdeild: 700 m2 5. Upplýsinga- og handbókadeild með lesverum: 380 m2 6. Barna- og unglingadeild: 330 m2 7. Tónlistardeild: 100 m2 8. Myndbandadeild: 50 m2 9. Ýmsar (breytilegar) deildir t.d. dtthagadeild (Reyfejauífe- urdeild), og myndlistadeild. Deildir geta lagst afog aðr- ar feomið í staðinn: 100 m2 Hjálpum safninu að flytjal Vcgna nulnings aðalsal'ns vcrður safnið lokað frá I. júli til IX. ágúst. l>ar aflciöandi cr skilafrestur lcngri cn vcnjulcga. Notið |n i lækifæriö og liggið á bókununt cins og ormar á gulli....fram í scptember! Hjálpið ofekur aðflytja - auglýsingar í Esjubergi íjúní. 2 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.