Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 4
Erla Kristín Jónasdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
Að flytja fjall
- Flutningur aðalsafns Borgarbókasafns frá Esjubergi í Grófarhús
Dregur til tíðinda
Flutningur aöalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur átti
sér langan aðdraganda, en safniö hafði verið til húsa í
Þingholtsstræti 29a, Esjubergi, frá árinu 1954. Það hús
varð fljótlega of lítið og árið 1967 var farið að ræða um að
byggja nýtt hús sem átti að rísa í nýjum miðbæ á mótum
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar. Þar átti safnið að hefja
starfsemi á 50 ára afmæli sínu 1973.
Eins og allir vita varð ekkert af þess-
um framkvæmdum en nú er raunar
búið að byggja við Borgarleikhúsið á
þessum sama stað og mun Bústaða-
safn flytja þangað í sumar.
Til að ráða bót á húsnæðisvand-
anum var tekið á leigu húsnæði að
Þingholtsstræti 27 og lestrarsalur
aðalsafns fluttur þangað 1977. Fjór-
um árum seinna flutti skrifstofa
safnsins þangað líka. Eftir sem áð-
ur var Esjuberg algjörlega ófull-
nægjandi sem húsnæði fyrir bóka-
safn.
Um tíma stóð til að flytja aðal-
safn í Morgunblaðshúsið, Aðal-
stræti 6, en borgin hafði keypt eign-
arhlut Árvakurs í húsinu árið 1994.
Það kom hins vegar í ljós að það
húsnæði hentaði illa undir bóka-
safn svo ekkert varð úr flutningum þangað.
Árið 1997 var kynnt í borgarráði tillaga um að
flytja safnið í Tryggvagötu 15 þar sem það yrði í sam-
býli við Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykja-
víkur. Tillagan var samþykkt og hafist var handa um
nauðsynlegar breytingar á húsinu það sama ár.
Húsið að Tryggvagötu 15 var teiknað af Guðjóni
Samúelssyni og byggt af Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga sem vörugeymsluhús. Bygging þess hófst
árið 1930 og var upphaflega gert ráð fyrir þrílyftu húsi
en síðar var bætt við það þremur hæðum og grunn-
flötur þess stækkaður.
Árið 1989 keypti Reykjavíkurborg húsið og Borgar-
skjalasafn flutti þangað 1994.
Eins og áður sagði var hafist handa við að breyta
húsinu í október 1997, þannig að það gæti einnig hýst
Borgarbókasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Arkitekt að endurbótunum var Helgi Hjálmarsson á
Teiknistofunni Óðinstorgi. Borgarbókasafn hefur til
umráða 2894 m2 auk hluta sameignar sem er 975 m2.
Húsnæði bókasafnsins er á 1.,
2., og 5. hæð auk skrifstofuhús-
næðis á 4. hæð og hluta í sameign
á 6. hæð.
í þessu nýja húsnæði sex- til
sjöfaldast rými fyrir gesti aðal-
safns frá því sem var í Þingholts-
strætinu og aðstaða öll hefur gjör-
breyst.
Undirbúningur
Mikil vinna var lögð í að greina
rýmisþörf aðalsafns. Árið 1994 var
gerð forsögn vegna kaupa á hús-
eigninni við Aðalstræti 6 og var
rýmisþörfin þá talin vera um 3000
m2 og var þá aðstaða fyrir bókabíla
ekki tekin með í reikninginn. Þessi
forsögn varð til þess að hætt var
við flutning í Aðalstrætið. Hún var
hins vegar lögð til grundvallar
þegar farið var að huga að flutn-
ingi safnsins í Tryggvagötuna.
Hér sést hvernig þessi tala er fengin:
1. Afgreiðsla, sjálfsafgreiðsla, upplýsingar í anddyri: 25
m2
2. Marfeaðstorg, nýtt efni, dagblöð, uppstillingar: 60 m2
3. Anddyri, fatahengi, snyrting, kaffistofa: 55 m2
4. Fullorðinsdeild: 700 m2
5. Upplýsinga- og handbókadeild með lesverum: 380 m2
6. Barna- og unglingadeild: 330 m2
7. Tónlistardeild: 100 m2
8. Myndbandadeild: 50 m2
9. Ýmsar (breytilegar) deildir t.d. dtthagadeild (Reyfejauífe-
urdeild), og myndlistadeild. Deildir geta lagst afog aðr-
ar feomið í staðinn: 100 m2
Hjálpum safninu að flytjal
Vcgna nulnings aðalsal'ns vcrður safnið lokað
frá I. júli til IX. ágúst.
l>ar aflciöandi cr skilafrestur lcngri cn
vcnjulcga. Notið |n i lækifæriö og liggið á
bókununt cins og
ormar á gulli....fram í scptember!
Hjálpið ofekur aðflytja - auglýsingar í Esjubergi
íjúní.
2
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001