Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 12
áttu sem hafi jafnframt skilning á félagslegum áhrif- um og tengslum, skilgreiningum, takmörkunum, göllum, sögu, lagalegum römmum ofl. sem viðkoma upplýsingasamfélaginu. Þau setja fram sjö svið eða víddir sem sem falla undir hugtakið upplýsingalæsi: • tækja-læsi (tool literacy) eða hæfileikinn til að skilja og nota tölvur og hugbúnað með árang- ursríkum hætti í námi, starfi og einkalífi, • heimilda-læsi (resource literacy) er skilningur á formi, flokkun og vistun heimilda og einnig hvernig skuli nálgast þær, • upplýsingafélagsfræði (social structural lit- eracy) er skilningur á gildi upplýsinga í nútíma- samfélagi, hvernig þær verða til, hvaða stofn- anir búa til og skipuleggja upplýsingar og þekkingu og hvaða félagslegu ferli liggja að baki. Hvernig upplýsingar nýtast hópum og einstaklingum, • rannsókna-læsi (research literacy) er hæfileik- inn til að skilja og nota upplýsingatækni við rannsóknir, þar á meðal sérhæfð greiningar- forrit og hermilíkön, • útgáfu-læsi (publishing literacy) er að geta framleitt efni með rafrænum hætti, með rit- Afgreiðslu- og öryggiskerfi fyrir bókasöfn ÁRVÍK Garöatorgi 3 - 210 Garðabær Sími 568 7222 Fax 568 7295 Netfang: arvik@arvik.is vinnslu, á vefnum, með tölvupósti og á geisla- diskum, • tækni-læsi (emerging technology literacy) er geta til að fylgjast með og hagnýta sér þróun í upplýsingatækni, • gagnrýni og mat (critical literacy).15 Stjórnun og rekstur fyrirtækja Sífellt færra fólk vinnur við frumframleiðslu í þróuðum hagkerfum og flest ný störf verða til í þjónustugeiranum. Talið er að upplýsingar og þekking komi í stað fjármagns og orku sem helsta auðsuppsprettan í náinni framtíð. Vinnukrafturinn mun færast frá verkamönnum sem selja vinnafl sitt, til þekkingar-sérfræðinga sem eru læsir á upplýsingar og kunna að hagnýta þær. Slíkir starfs- menn auka gildi framleiðslu og þjónustu fyrirtækja og stofnana og núorðið staðhæfa stjórnendur margra fyrirtækja að vel menntaðir og hæfir starfsmenn skipti öllu máli við reksturinn.16 Upplýsingalæsi hefur aðallega verið rannsakað í tengslum við skóla og bókasöfn eða í akademísku umhverfi. En á seinni árum hefur atvinnulífið farið að gefa þessum hugmyndum gaum og þær hafa fengið annað vægi m.a. í ýmsum aðferðum í stjórnun s.s. gæðastjórnun (TQM) og þekkingarstjórnun (KM). Rannsóknir hafa einnig sýnt að það ferli sem nem- endur ganga í gegnum við verkefnavinnu og vitnað var til hér að framan skipti jafn miklu máli við úr- lausn ýmissa verkefna í fyrirtækja- eða stofnana- umhverfi.17 Þá er mjög brýnt að starfsfólk fái tækifæri til endurmenntunar eða símenntunar til þess að það fylgist með og líði vel í tækniumhverfi sem tekur sí- felldum breytingum. Til að ná betur utan um þessa þætti í rekstrinum hafa mörg fyrirtæki farið út á braut þekkingarstjórnunar sem gengur m.a. út á að kortleggja, skrá og miðla þekkingu starfsmanna og gera hana aðgengilega og nýta til fram- dráttar fyrirtækinu. Jafnframt er nýjum starfsmönnum auðveldað að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, upp- byggingu, verkferla o.fl. með því að koma á fót vinnu- umhverfi sem allir starfsmenn hafa aðgang að, s.k. innra neti. Sífellt meiri áhersla er lögð á kennslu og hvatningu og að starfsmenn séu læsir á þær upplýsingar sem skipta fyrirtækið máli. í framhaldi af þessu höfum við á allra síðustu árum séð aukna sókn eða þörf fyrir bókasafns- og upplýs- ingafræðinga á nýjum sviðum og nýjum vinnu- stöðum utan hins hefðbundna safnaumhverfis. Þar hefur verið um að ræða skjalastjórn, vefsíðugerð og viðhald, skipulag og stjórnun upplýsingakerfa, í opin- berum stofnunum og fyrirtækjum. Störfin geta verið á sviði ráðgjafar, þjálfunar, kennslu eða sérfræðistörf til að greiða fyrir og miðla hugmyndum um upplýs- ingatækni og upplýsingafræði. Á næstu mánuðum og árum munum við sjá enn frekari útfærslur á hugtakinu upplýsingalæsi. Þær 10 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.