Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 19
- Metrabók er íslenskt bókasafnskerfi sem notað er í mörgum smærri söfnum. - Embla er ástralskt kerfi (Alice) sem notað er í nokkrum smærri söfnum. 1.2 íslensk bókasöfn í stafrænt upplýsinganet Arið 1995 skipaði menntamálaráðuneytið nefnd sem átti að gera tillögur um hagkvæmustu leiðina til þess að tengja bókasöfn landsins í stafrænt upplýsinganet og þar með gera þeim kleift að leggja færslur sínar í sameiginlegan gagnagrunn. í stuttu máli var niður- staða nefndarinnar að samnýta skyldi bókasafnskerf- in Feng og Gegni með samskiptastaðlinum Z39.50. Á þessum tímapunkti var hugmyndin sú að flest bóka- söfn myndu sækja um aðild annað hvort að Gegni eða Feng. Nefndin tók ekki afstöðu til þess hvort kerfið söfnin skyldu nota. Önnur meginniðurstaða nefndarinnar var að styrkja minni söfn til tölvukaupa og tengingar við Internetið. 1.3 Nefnd um val á bókasafnskerfi í mars 1998 skipaði menntamálaráðherra nefnd þá sem getið er í upphafi greinarinnar. Á þessum tíma var orðið ljóst að þróun Libertas kerfisins yrði hætt innan örfárra ára og Dobis/Libis kerfið væri orðið mjög úrelt og því brýn þörf á því að huga að endurnýjun. 2 Störf nefndarinnar Fyrsta verkefni nefndarinnar var að afla upplýsinga um þau bókasafnskerfi sem í boði eru. Spurningalisti var sendur út til allra helstu framleiðanda þar sem leitað var upplýsinga um hvaða þættir væru í boði og hver tæknilegur grunnur kerfanna væri ásamt þjón- ustuupplýsingum. Augljóst var að kaup af þeirri stærðargráðu sem bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn landsins er yrðu að fara í útboð á hinu evrópska efnahagssvæði. Ákveðið var að fara í svonefnt lokað útboð. Á haustdögum var farið í forval og höfðu Ríkis- kaup umsjón með því. Tilboð í forvali voru opnuð 20. desember 1998 og var þá ljóst að mun færri aðilar höfðu tekið þátt en þeir sem höfðu svarað fyrrnefnd- um spurningalista. Af þeim kerfum sem nefndin taldi vænleg höfðu aðeins fjögur tekið þátt og við bættust þrjú óþekkt kerfi sem við nánari athugun reyndust ekki henta svona viðamiklu bókasafnaumhverfi. Nefndinni fannst fjögur álitleg kerfi heldur rýr upp- skera í forvali því óvíst væri um þátttöku í lokaútboði. Til að bæta gráu ofan á svart höfðu þrjú tilboð að auki verið send á rangan stað eða borist of seint. Ennfrem- ur höfðu á þessum tíma orðið ýmsar breytingar í tölvumálum sem gætu haft áhrif á val á kerfi og einnig hafði kaupendahópurinn stækkað. Eftir ná- kvæma íhugun, vangaveltur og ráðleggingar sérfræð- inga var ákveðið að rifta þessu lokaða útboði og byrja upp á nýtt, í þetta sinn í opnu útboði. 2.1 Högun landskerfis Sumarið 1999 hófst vinna við nákvæma þarfagrein- ingu og má þá segja að grunnhugmyndin að Lands- kerfi bókasafna hafi mótast. Við undirbúning var litið til mismunandi samskráa en fjórar tegundir af sam- skrám tíðkast: - Einn sameiginlegur gagnagrunnur sem allir skrá í og síðan eru færslur sóttar í gagnagrunn- inn fyrir kerfi einstakra bókasafna, sbr. Libris í Svíþjóð. - Einn gagnagrunnur sem allir skrá í og sérstakir bókasafnsgrunnar eru ekki til. Þetta form er notað bæði í Feng og Gegni. - Sýndarsamskrá eða Virtual OPAC. Margir gagna- grunnar og mismunandi bókasafnskerfi sem eru samkeyrð með samskiptastaðlinum Z39.50. - Sameinaðar skrár, þar sem ólíkir gagnagrunn- ar eru keyrðir saman og snyrtir til. Fram að þessum tíma hafði nefndin uppi þrjár meg- inhugmyndir um högun landskerfis. - Samtenging mismunandi bókasafnskerfa með samskiptastaðlinum Z39.50. - Samtenging margra gagnagrunna sem nota sama bókasafnskerfið. - Eitt bókasafnskerfi og einn gagnagrunnur sem þjónar öllum bókasöfnum. Niðurstaða nefndarinnar var þriðja hugmyndin, þ.e. eitt bókasafnskerfi og ein samskrá sem skyldi þjóna öllum bókasöfnum landsins. Helstu rökin voru : - Ódýrasta lausnin, því hvert nýtt kerfi kostar í grunninn það sama og fyrsta kerfið - Samnýting á þekkingu - Þjónusta bókasafna við alla landsmenn mun batna til muna - Allar sértækar upplýsingar er varða hvert safn skulu aðeins vera aðgengilegar viðkomandi safni. Ef það er ekki framkvæmanlegt með einu kerfi verður að kaupa fleiri eintök af sumum þáttum kerfisins, t.d. sérstakan útlánaþátt fyr- ir hvert safn Sýn fyrir nýtt bókasafnskerfi sem þjónað geti öllum bókasöfnum í landinu byggir á fyrrgreindum mark- miðum og eru eftirfarandi atriði sem rauður þráður í þarfagreiningunni. - Ein bókfræðileg samskrá sem öll söfn sem hafa skráningarheimild skrá í. - Bókfræðifærslur fyrir íslenskt efni, þjóðbóka- skrá, skulu varðar gegn breytingum eða vera geymdar í sérstökum gagnagrunni. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.