Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 74
Fleyg orð um bækur
Ég hef alltaf ímyndaö mér Paradís sem
einskonar bókasafn.
Jorge Luis Borges (1899-1986)
Góð bók er eins og aldingarður sem maður
er með í vasanum.
Arabiskt máltceki
Fólk á ekki skilið að fá vel skrifaðar bækur,
það er svo ánægt með illa skrifaðar bækur.
Ralph Waldo Emerson (1803-1882)
Lánaðu aldrei bækur, þeim verður aldrei
skilað aftur. Flestar bækurnar í bókasafni
mínu hafa kunningjar mínir lánað mér.
Anatole France (1844-1924)
Um margar bækur má segja: þar er að
finna margt nýtt og gott, en því miður er
hið nýja ekki gott og hið góða ekki nýtt.
Gotthold E. Lessing (1452-1519)
Hið sama gildir um bækur og menn, örfáar
skipta máli, hinar týnast í mergðinni.
Voltaire (1694-1778)
Lokuð bók er aðeins pappírshlaði.
Kínverskt máltœki
Bækur geyma sál aldanna. Allt sem mann-
kynið hefur gert, áunnið sér eða verið, er á
dularfullan hátt varðveitt á síðum bókanna.
Þær eru kjöreign mannanna.
Thomas Carlyle (1795-1881)
Það er undarlegt að verstu bækurnar skuli
ævinlega vera skrifaðar í góðum tilgangi.
Oscar Wilde (1856-1900)
Sá sem á trjágarð ogbókasafn þarf einskis
að sakna.
Cicero (106-43 f.Kr.)
Lestur er sálinni það sem hreyfing er lík-
amanum.
Henry Dauid Thoreau (1817-1862)
Það er til fólk sem les skáldsögur í þeim
tilgangi einum, að leita uppi villur í þeim.
Agatha Christie (1890-1876)
Það eru ekki til siðlegar eða ósiðlegar bæk-
ur. Bækur eru annað hvort vel eða illa
skrifaðar. Það er allt og sumt.
Oscar Wilde (1856-1900)
Það, að bækur eru um allt í bókaherbergi
mínu, á gólfinu, á stólunum og svo fram-
vegis, stafar af því að það má heita útilok-
að að fá lánaðar hillur.
Mark Huain (1835-1910)
Það er síst verra að drepa mann en eyði-
leggja góða bók.
John Milton (1608-1674)
Bækur rjúfa fjötra tímans.
Carl Sagan (1934-1996)
Úr bókinni Pegar orðfá vængi. Torfi Jónsson ualdi og þýddi.
Gefm út afhöfundi, 2000.
72
BÓKASAFNIÐ 25. ARG. 2001