Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 57

Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 57
um frá 1807. Meðan á hernámi Frakka stóð féllu öll illýrsku héruðin undir þessi lög. Fræðslumiðstöðin lagðist af á árinu 1850 en bókasafnið varð í kjölfarið aðalmiðstöð mennta, rannsókna og upplýsingamiðl- unar. Eftir Heimsstyrjöldina fyrri breyttist heiti safns- ins frá því sem áður var og nefndist það nú Upplýs- ingabókasafn ríkisins. Það var þá orðið aðalsafn Slóveníu og fékk öll skylduskil sem lög kváðu á um í landinu. Árið 1921 breyttist enn heiti safnsins og hlutverk. Kallaðist það frá þeim tíma Ríkisbókasafn og tóku þá að streyma til þess skylduskil frá öllum stjórnsýslueiningum sambandsríkisins Júgóslavíu. Þegar fýrsti háskóli Slóveníu var stofnaður í Ljubljana árið 1919 bætti safnið við sig skyldum háskólabókasafns en afstaða yfirvalda í Belgrad til landsbókasafnshlutverks þess var neikvæð og vildu þann hluta ekki inni í nafn- inu. Árið 1941 fluttist safnið í nýja viðhafnarbyggingu rétt við háskólann. Sú bygging hýsir enn aðalsafnið en þrengsli eru orðin mikil. Þar eru þó rúmgóðir og nútíma- legir ráðstefnusalir og þar var haldin fyrrnefnd orðasafns- ráðstefna í september. Eftir að Slóvenar urðu frjálsir aftur 1945 var tvöfalt hlutverk safnsins aftur viður- kennt og fékk það þá á ný fyrra nafn, Landsbókasafn Slóveníu - Háskólabókasafn, og hefur gengið undir því síð- an. Barist hefur verið fyrir nýrri þjóðarbókhlöðu allt frá árinu 1987 og var fyrirhugað að ný bygging yrði tekin í notkun árið 2001. Ekki er þó talið líklegt að það standist. Strax eftir Slóvenía hafði öðlast sjálfstæði 1991 voru lagðar viðbótarskyldur á safnið, meðal þeirra skyldur sem áður heyrðu beint undir stjórnsýslu- stofnanir ríkjasambands fyrrum Júgóslavíu. Safnið varð m.a. umboðsaðili fyrir ISBN og miðstöð fyrir ISSN í Slóveníu og miðstöð fyrir söfnun gráprents og fyrir ritaskipti Slóvena. Ennfremur upplýsingamið- stöð á sviði rannsókna og menntunar og síðar varð- veislusafn Slóvena fyrir útgáfurit Unesco. Síðar bætt- ist umsjón millisafnalána við skyldur þess. Safnið hefur ríkar söfnunar- og varðveisluskyldur og ber þess glögg merki hve gamalgróið það er. Það á afar gott safn eldri rita og fágætra rita, slóvenskra og erlendra. Ný erlend aðföng taka til allra þekkingarsviða auk slóvenskra skylduskila. Sem þjóðbókasafn Slóveníu hefur safnið þurft að axla allar helstu skyldur nútímans og það styður m.a. netkerfi landsins og bókasafns- og upplýsingakerfi bókasafna og eflir rannsóknastarf og þróun á þessu sviði. Safnið stendur að skipulagningu náms og vett- vangsþjálfunar í bókasafns- og upplýsingafræði og það rækir margvíslegar skyldur og tengsl á alþjóðlegum vettvangi. Þar er unnið mjög metnaðarfullt starf. Landið og þjóðin Slóvenía liggur að Adríahafi og á landamæri að Ítalíu, Austurríki, Ungverjalandi og Króatíu. Túngumálið er slóvenska sem er suður- slavneskt tungumál. Tvítyngi er algengt í landamærahéruð- unum og Slóvenar eru því mikið tungumálafólk þegar á heildina er litið. Eins flestir vita var Slóve- nía á árabilinu 1945 til 1991 eitt af sex sambandsríkjum fyrrum Júgóslavíu en hefur verið sjálfstætt ríki eftir það. Landið er fimmfalt minna en ísland en íbúafjöldinn er yfir tvær milljónir, þar af búa um 330.000 í höfuðborginni Ljubl- jana. Kóreanski smábíllinn Daewoo Matiz er algeng sjón á götum þar, því að betra er að eiga bíl sem kemst inn í til- tölulega lítið stæði. Byggingar eru margar glæsilegar frá ýmsum tímum, og má rekja sig eftir byggingarstílum gegn- um söguskeið borgarinnar. Kirkjur eru mjög margar og lítið er um að vera á götum úti á sunnudögum. Þá er gott að heimsækja minjasöfn sem eru þarna allnokkur. í Þjóðminjasafninu í Ljubl- jana eru kort sem sýna búsetu hinna ýmsu þjóð- flokka á dögum þjóðflutninganna miklu. Á mikilli hæð yfir borginni gnæfir voldugur kastali sem nú hefur verið gerður upp að hluta og rúmar nú bæði listsýningar, ágæta veitingasali og sölubúðir sem endurspegla þjóðlegan menningararf. Á torgi í miðri borginni gnæfir stytta af höfuðskáldi Slóvena, France Preseren. í tengslum við ráðstefnuna var skipulögð ferð til Bled, sem er mikill ráðstefnu- og ferðamannabær í norðvesturhluta landsins, og þar ríkir mikil náttúru- fegurð. Á leiðinni var komið við í Kranj, sem liggur nokkurn veginn miðja vegu milli Ljubljana og Bled. Á þessari leið er fæðingarstaður France Preseren og hefur æskuheimili hans nú verið breytt í safn um ævi hans og verk. Rómuersfeur hö/ðingi ásamt skrifurum. Útskurður í fílabeinfrá 5. öld. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 55

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.