Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 62

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 62
þekktu ekki til hugtaksins „vestrænar þjóðir" heldur voru einungis vitni að því hvernig skógar voru ruddir og indíánaþjóðflokkum svæðisins smalað saman til að búa á sérstökum svæðum með „lífsgæðum" vest- ræns þjóðfélagsskipulags. Mayoruna ákváðu því að hverfa sem lengst inn í Amazonfrumskóginn sem þau gjörþekktu en litu jafnframt á það ferðalag sem för aftur í tímann, „to the beginning of time“, til þess upphafs eða uppsprettu sem þau komu frá í árdaga þegar þau fluttust niður frá hinum miklu fjöllum Andes frá upptökum Amazon niður á sléttuna miklu. Þetta ætluðu þau sér að gera með því móti að hætta að eignast börn og svelta sig smám saman uns við tæki sá dauði sem við þekkjum, en sem þau litu aðeins á sem lítið skref á eilífri vegferð sinni. Síðari hluti bókarinnar tengist síðan hinum fyrri á þann hátt að tveimur árum síðar, eða 1971, fer Mclntyre síðan sjálfur og finnur hin raunverulegu upptök Amazon hátt uppi í Andesfjöllum Perú á svæðinu á milli Titicaca vatns og Kyrrahafsstrand- arinnar. Við það nýtur hann tilsagnar Mayoruna fólksins með „fjarskiptum" (beaming) við þau, er þau greina honum frá ferð sinni í árdaga frá upptökum Amazon, frá upphafinu til nútímans. Síðar reyndi Mclntyre að gera sem minnst úr þessari uppgötvun sinni en engu að síður hefur hinu litla vatni sem sannanlega er upptök Amazon nú verið gefið nafn hans og heitir nú á landakortum heimsins Laguna Mclntyre (Mclntyrevatn). Bókin er ekki einungis gífurlega spennandi og heillandi, heldur knýr hún lesandann til að hugsa um hinstu rök mannlegrar tilvistar, um hugtök eins og tíma og upphaf / uppruna / upptök (source) í hinni víðustu merkingu. Líkt og Mclntyre ferðast um hug- lægar víddir, ekki síður en í tíma og rúmi, á ferð sinni með Mayorunafólkinu, þá fær lesandinn að hugsa um ýmsar grundvallarspurningar þessa lífs okkar frá algjörlega nýju sjónarhorni svo mann hnykkir við. Hver er uppspretta okkar og alls sem er og hver er endirinn? Eða eru þetta kannski og hafa alltaf verið óhlutbundin (abstract) hugtök? Og sé svo, hver eru þá takmörk okkar, samanber hina duldu „hæfileika" Mclntyre að skynja hugsanir? Þetta er bók sem aldrei skilur við þann sem hefur lesið hana. Burtséð frá heillandi efniviðnum er hún áleitin fyrir þær sakir að hér verður venjulegur „jarð- bundinn" maður fyrir reynslu sem fólk les yfirleitt um í skáldsögum þannig að áleitin spenna myndast milli hins hlutbundna hversdagsleika vestræns þjóð- félags og heims sem er okkur hulinn en sem við vit- um þó alltaf af. Það er heimur hins dulúðuga, „myst- íska“, heimur Amazon sem nútímamaðurinn er á góðri leið með að eyða á sama hátt og hann er að eyða hinum duldu lendum eigin hugar og tilvistar. Sigurborg Hilmarsdóttir Þrjá bækur í lífi mínu Sumar bækur eru þannig að lífið verður ekki samt eftir lestur þeirra. Þær fylgja manni æ síðan. Ein af þeim bókum sem búið hafa með mér síðan ég las hana fyrst um fermingar- aldur er danska skáldsag- an Ditta mannsbarn eftir Martin Anderson Nexp sem kom út í Danmörku 1923 en í íslenskri þýðingu Einars Braga 1948-1949. (Endurútgefin 1984). Þetta er löng saga, á sjötta hundrað síður með smáu letri og lýsir ævi öreiga- stúlkunnar Dittu frá því hún verður til fyrir slysni í jóskri sveit af því að móðir hennar fékk far í vagni með óðalsbóndasyni til að forðast umhlaupandi stráka, þar til Ditta deyr útslitin, rúmum þrjátíu árum síðar í fátækrahverfi í Kaupmannahöfn. Misskipting og stéttabarátta eru rauðir þræðir sögunnar, litríkt persónusafn hennar verður lesandanum ógleyman- legt ekki síst stjúpfaðir Dittu, ekillinn Lars Peter sem af fremsta megni veitir henni hlýju og öryggi í harðn- eskjulegum heimi. Sögunni af Dittu lýkur á spurning- unni: Tókst henni að mýkja mannleg hjörtu? Víkur nú sögunni austur á Eskifjörð 1965. Það var mikið blessað síldarsumar og gnægð af síld, vinnu og peningum. Síldarsaltendur á staðnum ákváðu að það borgaði sig að greiða úr eigin vasa fyrir næturvakt á símstöðinni ( sem annars var lokuð frá klukkan tíu á kvöldin til hálf níu á morgnana) ef ske kynni að talsími gæti á einhvern hátt greitt fyrir síldarsöltun. Var ég svo heppin að fá aukavinnu við þessar nætur- vaktir á símanum til skiptis við aðrar skólastúlkur. Þetta var mjög létt starf, ekki afgreidd nema fáein símtöl á nóttu, björt og blíð austfirsk sumarnótt fyrir utan gluggann og til að stytta mér stundir las ég Heimsljós, söguna af Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, á háu næturvinnukaupi. (Sá sem gæti fengið þvílíka at- vinnu nú til dags !!) Ekki þarf að orðlengja það að saga Ólafs allt frá því að faðir hans sveik móður hans og bæði sviku drenginn til þess er sól upprisudagsins skein yfir hinar björtu leiðir og fegurðin ríkti ein hefur verið í mínu andlega farteski síðan og einna fyrirferðarmest þess sem þar er að finna. Það eru liðin á milli þrjátíu og fjörutíu ár síðan ég las fyrst um Dittu og Ólaf. Satt að segja hélt ég að ég væri búin að lifa í svo mörg ár og lesa svo margar bækur að það væri liðin tíð að þær hrifu hug minn jafn gersamlega og þá. En viti menn. Fyrir tveimur árum gaukaði vinkona mín að mér vasabrotsbók á ensku og sagði: „Þessi er svo góð, þú verður að lesa 60 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.