Bókasafnið - 01.01.2001, Side 16

Bókasafnið - 01.01.2001, Side 16
sérstaklega þegar haft er í huga að það er ekki hægt að prenta bækurnar út. Okkar reynsla hjá Bókasafni Símans er sú að meðalverð fyrir skjábækur (fræði- bækur) sé um 18-20 dollarar eða á bilinu 20-30% lægra en sama bók á prenti. Svo verður að hafa í huga að enginn sendingarkostnaður, virðisaukaskattur, toll- skýrslukostnaður eða afgreiðslugjald bætist við þannig að í heild er verðið langt undir því sem erlend prentuð bók kostar bókasöfnin komin í hús. Síðast en ekki síst, þá er bókin tilbúin fyrir notandann á örfáum mínútum. Framtíðin Margt er óleyst og mörgum spurningum er ósvarað varðandi framtíð rafbókanna. Mikilvægt er að fá staðal (eða protocol) um form bókanna svo hægt sé að lesa þær í þeim tækjum og tólum sem notendur kjósa. Útgefendur hafa bannað útprentun á rafbók- um af skiljanlegum orsökum, en það getur verið bagalegt að geta ekki prentað út eina og eina síðu (eins og t.d. þegar maður ljósritar stöku síðu úr bók) til ýmissa nota. Spurningum sem lúta að höfundarétti, virðis- aukaskatti og öðru í þeim dúr hefur heldur ekki verið svarað ennþá. Svo er líka spurning hvort notendur vilja hafa „bókasafn" með sér hvert sem þeir fara, kannske eru þeir bara hæstánægðir með eina bók en aðgang að „áfyllingu" sem víðast, m.a. um vefinn eða farsímann. Mín skoðun er sú að hin hefðbundna bók muni halda velli en rafbókin er samt óðum að festast í sessi. Ég tel líklegt að þróunin verði sú að rafbókin verði frekar notuð fyrir afþreyingarefni, ýmiss konar handbækur, skýrslur svo og tæknilegt, fræðilegt og faglegt efni, en fagurbókmenntir verði áfram gefnar út á prenti. Ég tel líka að útgefendur skjábóka séu á réttri leið með því að líkja eftir bókum eins og þær eru í dag, þ.e. afsprengi 6000 ára þróunar. Heimildir: http://ebooks.barnesandnoble.com : Rafrænar bækur Adobe Acrobat eBook Reader, Microsoft Reader og RCA REB 1100 skjábók. http://www.aakb.bib.dk/hb/bibnyt/2000/44/artikell.htm Udlán af elektroniske bpger begynder i Árhus. http://www.aakb.bib.dk/hb/bibnyt/2001/7/artikell.htm Flere elektroniske titler pá vejhttp://www.amazon.com Micro- soft Reader og rafbækur fyrir hugbúnaðinn. http://ebookempire.com : Rocket eBook. http://www.powells.com/ebook/ebookeditions.html Skjábækur og netbókaverslun. http://www.rca.com RCA REB 1100 og 1200 skjábækur. http://www.memoware.com/palm/ Hugbúnaður og bækur fyrir lófatölvur. http://store.palm.com/ Palm lófatölvur - upplýsingar um búnaðinn http://www.malogmenning.is Upplýsingar um rafbækur þ.á. m. íslenskar. http://www.ebook-gemstar.com/ Um RCA REB skjábækurn- ar. Summary: Books in electronic format In this article the author discusses changes in book publishing, focusing on electronic books. For the last two years, e-book publishing, e-book software and hardware has been progressing with enormous speed. In the article the author explaines the differ- ences of products, focusing on the format and lack of standards. This is followed by taking a closer look at advantages and disadvantages of the RCA REB e-book and it’s precedent the Rocket eBook. Experiments of using e-books in libraries in Árhus Danmark, and Iceland Telecom are discussed. The author discusses the market expectations of publishers and how pricing of electronic books can influence the development of products. The article concludes with a brief discussion of the future of electronic books. 14 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.