Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 56
Þátttakendur og viðmiðanir Þegar ákveðið hafði verið að unnið yrði að þessu verkefni á fjölþjóðlegum grunni voru teknar saman viðmiðunarreglur til að styðjast við og þær sendar þátttakendum ásamt samantekt um tæknilega þætti og staðla sem framkvæmdin skyldi byggð á og fylgir hér sýnishorn úr leiðbeiningunum. Guidelines for editors/translators In order to ensure compatibility of different lang- uage segments and a minimum standard of uni- form processing of the dictionary material, please observe the following guidelines: 1. We expect your language version of the dic- tionary to be returned in electronic form, any reasonable word processor, preferably Word for Windows (any version). For the results please use one of the following formats: * You can use the enclosed file and expand it with your languagr equivalents; enter the dollar sign ($) between English and your language as a field separator in this case: e.g.: 9#abeced- ary$your language term * or you can write an entirely new file com- prising the sequence number and your language equivalent only, separat- ed by the dollar sign ($): e.g.: 9$your langu- age term for„abecedary" 2. There will be a great variety of file formats and special characters from a number of langu- ages, and not all the languages follow the same alphabetic order of the characters; to ensure swift and error free conversion of the files please send a sample of your character set (in the correct alphabetic order) as used in the dictionary (printed and in electronic form, using the same text editor you are using for the dictionary) in a single file or preceding the dictionary file. http://www2.ames.si/~ljnuk4/multi/guidelines.html Þátttakendur fengu enska hlutann af orðasafninu í rafrænu formi og einnig útprent af því og þýska hlut- anum í bráðabirgðagerð til að vinna eftir. Þessi gögn voru send út í fjórum stafrófsskiptum hlutum, fyrst A-C, og síðan næsti hluti, D-L, þeim þátttakendum sem höfðu gert skil á hlutanum á undan, þá M-R og loks S-Z. Þátttakendur em mjög mislangt á veg komn- ir eftir aðstæðum á hverjum stað. Snemma í ferlinu var gerð tilraunakeyrsla í tölvu á gögnum á tékk- nesku, slóvakísku, slóvensku, eistnesku, íslensku og makedónísku, m.a. til þess að sjá hvernig mismun- andi stafasett/stafróf kæmu út. Lagt var upp með 4.414 orða forða. Síðan hefur verið ákveðið auka við orðasafnið 888 orðum úr stafrófinu öllu. í viðbótinni er m.a. um að ræða hugtök sem nýlega hafa verið tekin upp og koma t.d. fyrir í nýlegum orðabókum og fagritum. Yfirlit fyrir árið 2000 hefur ekki verið gert þegar þessari grein var skilað inn til prentunar, en á ráðstefnunni í september kom fram að mikið hefur bæst við á árinu 2000 frá því yfirlit var gert um áramótin 1999/2000. Þá var staðan þessi (auk ensku og þýsku gerðarinnar sem áður hefur verið getið): * A - C, 1.371 færslur - 11 tungumál: Enska, slóvenska og þýska; albanska, búlgarska, tékkneska, eistneska, íslenska, lettneska, makedóníska, pólska, rúmenska, slóvak- íska, (bosníska, ungverska and litháíska enn á vinnslustigi). * D - L, 1.084 færslur - 9 tungumál: Enska, slóvenska og þýska; albanska, tékkneska, eistneska, íslenska, makedóníska, pólska, rúmenska, slóvakíska. * M - R, 1.256 færslur - 7 tungumál: Enska, slóvenska og þýska; albanska, tékkneska, eistneska, íslenska, rúmenska, slóvakíska. * S - Z, 703 færslur - 6 tungumál: Enska, slóv- enska og þýska; albanska, tékkneska, eistneska, rúmenska, slóvakíska. * Viðbótarhugtök, A-Z, 888 færslur: Send þeim sem skilað hafa öllum hinum hlutun- um, A-Z, jafnskjótt og skil hafa verið gerð. Fjögurra til sex manna orðanefnd um hugtök og heiti í bókasafns- og upplýsingafræði og skyldum greinum hefur komið að yfirlestri á íslenska hlutanum, kafla fyrir kafla eftir því sem verkinu hefur miðað áfram. Orðasafnið verður fullbúið gefið út í bókarformi og einnig á geisladiski. Sýnishorn er aðgengilegt á heima- síðu verkefnisins: http ://www2. arnes. si/~lj nuk4/multi/multi .h tml Bakhjarl verkefnisins, þjóðbókasafn Slóveníu Landsbókasafn Slóveníu er einnig háskólabókasafn fyrir Háskólann í Ljubljana, höfuðborg landsins. Safn- ið er móðursafn í safnakerfi landsins og hefur m.a. með höndum ráðgjafar- og eftirlitshlutverk gagnvart öðrum söfnum. Það er leiðandi í hópi slóvenskra rannsóknarbókasafna og rekur upplýsingamiðstöð fyrir allt landið. Safnið var stofnað með tilskipun frá Maríu Theresu árið 1774. Stofnbókakosturinn var 637 bækur sem bjargast höfðu úr eldsvoða í fýrrum Jesú- ítaskóla. Bækurnar voru fluttar í nýtt bókasafn fræðslu- miðstöðvar í Ljubljana, Lyceum, og kveðið á um að safnið skyldi vera almenningi til afnota. Lyceum bóka- safnið fékk skylduskil úr héraðinu Carniola skv. lög- 54 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.