Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 7
Þar eru meðal annars teiknimyndasögur í úrvali, bæði á íslensku og erlendum málum, tímarit og annað efni sem höfðar til unglinga. Tölvueign safnsins jókst verulega og nú hafa gest- ir aðgang að um 30 tölvum tengdum Netinu og þar er einnig hægt að leita í gagnagrunni safnsins. í barna- deildinni eru þrjár tölvur eingöngu ætlaðar börnum og einnig leikjastöð (Playstation tölva). Með flutningnum í Grófarhús er lokið áratuga baráttu starfsmanna og velunnara Borgarbókasafns fyrir nýju húsnæði aðalsafns. Safnið hefur einnig eignast nýjan bókabíl sem var tekinn í notkun 23. janúar s.l. Það er þó ekki þar með sagt að starfsmenn Borgarbókasafns geti siglt lygnan sjó inn í rósrauða framtíð hóglífis og munaðar. í Bústaðasafni er hafinn undirbúningur að flutningi í Kringluna síðar á þessu ári. Enn vantar bókasafn í Árbæinn, en í janúar s.l. fól borgarráð borgarbókaverði að kalla saman samstarfs- hóp til að skoða með hvaða hætti væri hentugt að koma fýrir útibúi þar. Svo má alltaf laga og bæta í eldri söfnunum og blessuð tæknin sér til þess að við þurfum að bæta við nýjum tækjum og tólum og starfsmönnum og stólum og... Gestir aðalsafns eru flestir ánægðir með nýja safnið í Grófarhúsi þótt einstaka maður sakni gömlu bókalyktarinnar. Þeir urðu þó margir ákaflega glaðir þegar þeir sáu gömlu starfsmennina innan um allar nýjungarnar, einhverja fasta punkta verða menn að hafa í tilverunni. Þáttur starfsmanna í flutningum sem þessum verður seint ofmetinn. Það þarf gott starfsfólk með létta lund til að allt gangi upp. En þegar það er til staðar má bara hafa gaman að þessu öllu saman. Heimildir Þórdís Þorvaldsdóttir: Borgarbókasafn Reykjavíkur. í: Sál ald- anna: íslensk bókasöfn í/ortíð og nútíð, Reykjavík : Háskóla- útgáfan, 1997, s. 251-276 Anna Torfadóttir: Óútgefið efni, samtöl 7 Summary Moving a mountain : moving the Main Library of Reykjavik City Library from Esjuberg to Grófarhús. The Main Library of Reykjavik City Library moved to Tryggvagata 15 during the summer 2000. Now the library shares premises with the Reykjavik City Archives and Reykjavik Museum of Photography. This article touches on the history of the Main Library and discusses the preparations of the transportation to the new building. A diverse collection of some 160.000 volumes had to be boxed and labelled. Accommodation for patrons has been improved substantially in the new building and space has increased sixfold. The authors conclude that for such a great task as the transportation ofThe Main Library to be completed successfully, the role played by the excellent staff should not be underestimated. K.Ó.H ORÐ ORÐ í EYRA Het’ur nú til sölu úrval hljóðbóka af ýmsu tagi, fyrir börn og fullorðna. Á þessu ári koma út nýjar og spennandi bækur. Fylgisl með tilkynningum frá ORÐI I EYRA, Hljóðbókaútgáfu BI i ndrabókasat'ns ísIands. Upplýsingasími 564-4222 Netfang: ordieyra@ismennt.is BÓKASAFNIÐ 25. Arg. 2001 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.