Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 4
 VIRK LÓA BIRNA BIRGISDÓTTIR formaður stjórnar VIRK 2022-2023 Fyrir um 15 árum kölluðu aðstæður í samfélaginu á aukna þjónustu á sviði starfsendurhæfingar og þá var samið við stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land um þjónustu sérhæfðra ráðgjafa í starfsendurhæfingu þar sem markmiðið var að grípa fólk og koma því sem fyrst aftur inn á vinnumarkað. Áskorunin er að einhverju leyti önnur nú en fyrir 15 árum þegar VIRK var stofnað en þörfin er jafnvel brýnni nú en áður. Samfélagið og vinnumarkaðurinn eru á mikilli hraðferð og margvíslegar breytingar dynja stöðugt á okkur. Fjórða iðnbyltingin er ekki lengur handan við hornið heldur hefur hafið innreið sína af fullum krafti með breyttum störfum, stafrænni vegferð, aukinni samfélagsmiðlanotkun og auknum hraða samfélagsins í ýmsum öðrum þáttum. Má meðal annars sjá merki þessara breytinga í aukningu andlegra veikinda og fjölda einstaklinga sem leita til VIRK þar sem þeir upplifa kulnun í starfi en 58% þeirra sem sækja um þjónustu til VIRK rekja heilsubrest sinn til kulnunar. Við nánari skimun er það í 6,1% tilfella þar sem er að finna vísbendingar um kulnun í starfi. skoða hvernig hægt er að tryggja að einstaklingar fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma og almennt að dýpka þekkingu á málefninu. Mikilvægt verður að fylgja þróunar- verkefninu eftir en niðurstöðum rannsókna sem fyrirhugaðar eru í samstarfi við Háskólann í Reykjavík er ætlað að stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á kulnun og starfsendurhæfingu. Samhliða rannsóknum er þörf á öflugri vitundarvakningu um álag, streitu og kulnun í starfi en ekki síður örmögnun í einkalífi. Þegar við horfum til þeirrar staðreyndar að konur eru 2/3 þeirra sem leita til VIRK tel ég mikilvægt að staðið verði að vitundarvakningu um kulnun í starfi og örmögnun í einkalífi hjá konum, enda ljóst að mikið álag tengt starfi og einkalífi samtímis felur í sér aukna áhættu fyrir þær. Ávinningur, árangur, ánægja og áfram gakk Heildarúttekt á þjónustu VIRK Starfsendur- hæfingarsjóðs lauk í lok árs 2022. Meðal ábendinga nefndarinnar sem vann úttektina er að móta þurfi betur heildarsýn á viðfangsefni atvinnutengdr- ar starfsendurhæfingar og sameiginlegan skilning á markmiðum og þeim leiðum sem fara þurfi. Í skýrslu nefndarinnar kemur sömuleiðis fram að samkvæmt úrtaksrannsókn Félagsvísindastofnunar HÍ var afstaða þátttakenda til þeirrar starfs- endurhæfingar sem þeir fengu á vegum VIRK mjög jákvæð. Þannig voru 78% svarenda til að mynda frekar eða mjög sammála því að úrræðin sem voru valin hafi verið í samræmi við þarfir þeirra og markmið og 72% sögðu að starfsendurhæfingin hafi nýst vel í heild sinni. Ávinningur af starfsemi VIRK hefur líka verið metinn árlega á undanförnum 10 árum og sýna tölurnar stöðugt aukinn samfélagslegan árangur af starfseminni. Einnig sýna tölur mikla ánægju með þjónustu VIRK og svöruðu 90% þeirra sem fengu þjónustu á árinu 2022 því til að vera að öllu leyti, mjög eða frekar ánægðir með þjónustuna. Síðast en ekki síst er niðurstaðan sú að 79% einstaklinga sem hafa útskrifast frá VIRK frá upphafi eru að öllu eða einhverju leyti virkir í vinnu, atvinnuleit eða námi. Fór þetta hlutfall í 85% á síðasta ári. Með VIRK höfum við því kerfi sem grípur og gætir að því að veita rétta stuðninginn og endurhæfinguna þannig að einstaklingurinn hafi kost á endurkomu á vinnumarkaðinn. Tölurnar tala sínu máli og staðfesta að VIRK er að ná árangri. Árangri sem skiptir hvern einstakling máli en ekki síður samfélagið. Mikilvægt er samt sem áður að skoða heildarkerfið og að standa saman um skilvirkt kerfi þar sem allir hlutaðeigandi leitist jafnframt við að skilgreina og sinna hlutverkum sínum með þeim hætti að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði. VIRK er til staðar og þarf að fá að þróast áfram til að geta veitt einstaklingum áfram öflugan stuðning og aðstoð við að efla starfsgetu og bæta lífsgæði. VIRK hefur undanfarin 15 ára þjónað á þann hátt að starfsendurhæfingarsjóðurinn hefur áunnið sér virðingu og traust samfélagsins. Þannig að áfram gakk og gaman verður að fylgjast með unglingnum þroskast og dafna á komandi árum, takast á við áskoranir í síbreytilegu samfélagi og vera hluti af heildstæðu kerfi endurhæfingar sem stuðlar að endurkomu einstaklinga á vinnumarkað. Hún bognaði en brotnaði ekki Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar er áætlað að um 209.400 manns hafi verið starfandi á vinnumarkaði árið 2022. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 (47%) og karlar um 112.400 (53%). Í dag eru konur um 69% af einstaklingum hjá VIRK og karlar 31% þeirra sem þangað leita og fá þjónustu. Konur eru því í miklum meirihluta þeirra sem fá þjónustu hjá VIRK sem er ekki í samræmi við hlutfallslega fjöldaskiptingu kynjanna á vinnumarkaði. Flest þekkjum við þá staðreynd að mikill meirihluti starfsfólks í uppeldis- og umönnunarstörfum eru konur á meðan karlar eru í meirihluta í verk- og tæknigreinum. Uppræting hins kyn- skipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleika kvenna og karla. Skipulag vinnumarkaðar og samfélagsins skilar neikvæðum áhrifum á fjárhag en ekki síður á heilsu og líðan kvenna. Álag er almennt meira á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og megin þorri kvenna er útivinnandi en bera um leið meginábyrgð á börnum, öldruðum, veikum ættingjum og heimili. Konur eru þannig oft sérstaklega duglegar að hlúa að öðrum en gleyma gjarnan að setja sig sjálfar í forgang. Rannsóknir sýna þó að ekki er munur á körlum og konum þegar kemur að kulnun, þrátt fyrir að mun hærra hlutfall kvenna finni fyrir einkennum hennar. Það hvort fólk finni fyrir kulnun snýst ekki um kyn út af fyrir sig heldur störfin, stjórnun og aðstæður á vinnustað og ekki má gleyma því álagi sem getur fylgt þriðju vaktinni og samspili kulnunar í starfi og örmögnunar í einkalífi. Þó kona bogni um stund þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem grípur inn í og kemur í veg fyrir að hún brotni heldur aðstoði við að hún rétti úr og þegar aðstoð sleppir sé hún jafnbein og sterkari en fyrr. Horfum fram á veginn Eitt af einkennum VIRK er frumkvæði í að leita nýrra leiða og aðferða sem virka í starfsendurhæfingu. Starfsfólk VIRK hefur gífurlegan metnað í að þróa starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins Tölurnar tala sínu máli og staðfesta að VIRK er að ná árangri. Árangri sem skiptir hvern einstakling máli en ekki síður samfélagið. UNGLINGURINN ER AÐ NÁ MARKVERÐUM ÁRANGRI þannig að hann sé ávallt að veita þeim einstaklingum sem þangað leita sem besta þjónustu. Rannsóknir á bata þeirra sem greinst hafa með kulnun sýna að erfitt getur reynst að ná fullum bata. Til að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og fleiri finni fyrir einkennum kulnunar þarf að rýna tölfræði, sinna rannsóknum og forvörnum. VIRK hefur verið með í gangi þróunarverkefni um kulnun sl. 2 ár og í því er verið að móta farveg þessara mála í starfsendurhæfingu, 4 5virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.