Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 24
 VIÐTAL VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar starfs- fólks. Markmiðið er að ljúka starfs- endurhæfingu hjá VIRK á farsælan hátt með því að útvega einstaklingum störf við hæfi og fyrirtækjum gott starfsfólk ásamt því að halda uppi virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og stuðla að heilbrigðu samfélagi. Atvinnutenging VIRK er í samstarfi við hundruð fyrirtækja og stofnana varðandi aðkomu einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingu og stíga skrefin aftur út á vinnumarkaðinn. Samstarf við fyrirtæki og stofnanir hefur gengið vel og viðtökur verið góðar og dýrmæt tækifæri skapast þannig fyrir einstaklinga í atvinnutengingu. Ríflega fimmtán hundruð fyrirtæki eru skráð inni í upplýsingakerfi VIRK og stór hluti þeirra hefur undirritað sérstaka samstarfssamninga við VIRK. Hundruðir einstaklinga hafa fengið vinnu með aðstoð atvinnulífstengla VIRK. VIRK leitar stöðugt eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir. Hægt er að hafa samband við atvinnulífstengla VIRK og fá nánari upplýsingar. Gott samstarf grundvöllur atvinnutengingar Gott samstarf við fyrirtæki er grundvöllur farsællar atvinnutengingar. Atvinnulífs- tenglar VIRK gegna lykilhlutverki í því að tengja einstaklinga við fyrirtæki eða stofnanir út frá óskum beggja og aðstoða einstaklinginn, en ekki síður vinnustaðinn, við aðlögun og endurkomu til vinnu. Hugmyndir hafa verið uppi hjá atvinnu- lífstenglum VIRK um að veita þeim fyrirtækjum og stofnunum sem sinna samstarfinu sérlega vel og sýna sam- félagslega ábyrgð, sérstaka viðurkenningu og hvetja þannig önnur fyrirtæki til góðra verka. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og viðurkenningin VIRKt fyrirtæki veitt í fyrsta sinn og stefnt er að því að gera það árlega. Viðurkenning er veitt til þeirra fyrirtækja sem skara fram úr í samstarfinu við atvinnutengingu og VIRK. Að þessu sinni hlutu 13 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu og á ársfundi VIRK var Össuri og Vista verkfræðistofu veitt viður- kenning sem VIRKt fyrirtæki 2023. TILNEFND SEM VIRKT FYRIRTÆKI 2023 • A4 • BL • Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Húsavík • Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Selfossi • Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. - Akureyri • Hrafnista - Sléttuvegi/Laugarási/ Reykjanesbæ • iClean • Símstöðin • Torg • Veðurstofa Íslands • Vista verkfræðistofa • Þjónustukjarninn Suðurgötu, Reykjanesbær • Össur SVO GOTT FYRIR HJARTAÐ ANNA DÓRA GUNNÞÓRSDÓTTIR mannauðsfulltrúi hjá Össur Iceland DAGBJÖRT JÓNASDÓTTIR launafulltrúi hjá Össur Iceland „ÞAÐ ER HÚSIÐ NÆR ÖLGERÐINNI,“ SAGÐI ANNA DÓRA GUNNÞÓRSDÓTTIR, MANNAUÐSFULLTRÚI, TIL LEIÐBEIN- INGAR ÞEGAR HIÐ UMFANGSMIKLA STOÐTÆKJAFYRIRTÆKI ÖSSUR ER SÓTT HEIM EN ÞAÐ ER EITT ÞEIRRA FYRIRTÆKJA SEM FÆR VIÐURKENN- INGU SEM VIRKT FYRIRTÆKI 2023. Á annarri hæð að Grjóthálsi 5 í Reykjavík hittum við Önnu Dóru og Dagbjörtu Jónasdóttur, launafulltrúa, hjá Össuri Iceland ehf. til þess að ræða um reynslu fyrirtækisins af því að ráða til starfa þjónustuþega frá VIRK. „Það hefur líklegast verið milli 2015 og 2018 sem atvinnulífstengill leitaði til fyrirtækisins og spurðist fyrir um hvort fyrirtækið vildi vera í atvinnutengingu við VIRK. Tekið var jákvætt í þessa fyrirspurn og við erum enn að ráða fólk til starfa sem kemur úr þjónustu frá VIRK,“ segir Anna Dóra, mannauðsfulltrúi. VIRKT FYRIRTÆKI 2023 24 25virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.