Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 63
 VIRK HORFT TIL FRAMTÍÐAR STAÐA RANNSÓKNA HJÁ VIRK Annað flækjustig er varðar starfsendurhæfingu er staða vinnumarkaðar á hverjum tíma fyrir sig. Örar tæknibreytingar síðustu áratuga flýta óneitanlega fyrir úreldingu þekkingar og færni sem – eðli málsins samkvæmt – hefur víðtæk áhrif á þær manneskjur sem þar starfa1. Við þessum aðstæðum hefur starfsendurhæfing þurft að bregðast við og taka mið af. Framboð á úrræðum í starfsendurhæfingu hefur einnig áhrif á framgang hennar. Framboðið er mismikið eftir aðstæðum hverju sinni og í sumum tilvikum hefur VIRK tekið þátt í þróun nýrra úrræða sem eftirspurn er eftir. Af þessum sökum hefur VIRK ákveðið að blása til sóknar í rannsóknum og auka umfang þeirra í starfseminni. Sérstaklega verður lögð áhersla á aukið rannsóknasamstarf við hina ýmsu úrræðaaðila, ýmist um árangursmælingar á úrræðum sem þeir bjóða upp á, þróun nýrra úrræða til að mæta nýrri eftirspurn eða nánari greiningu á því hvort úrræði séu viðeigandi fyrir alla eða hvort þau henti einstaklingum misvel eftir heilsufarsþáttum eða bakgrunni. Í ÞAÐ ER ÓUMDEILT AÐ RANNSÓKNIR – SEM BYGGJA Á GAGNREYNDUM RANNSÓKNARAÐFERÐUM – ERU GRUNDVÖLLUR AÐ FRAMÞRÓUN ÞEKKINGAR. ÞETTA Á SÉRSTAKLEGA VIÐ UM HIÐ ÞVERFAGLEGA EÐLI STARFSENDURHÆFINGAR EN ÞAR REYNIR Á AÐKOMU OG SAMVINNU ÓLÍKRA FAGSTÉTTA. SVANDÍS NÍNA JÓNSDÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK Rannsóknaráð VIRK Sitjandi frá vinstri: Svandís Nína Jónsdóttir, Jónína Waagfjörð, María Þóra Þorgeirsdóttir. Standandi frá vinstri: Guðrún Rakel Eiríksdóttir, Þórey Edda Heiðarsdóttir, Berglind Stefánsdóttir. þessu eru fólgin tækifæri fyrir þá aðila sem vilja þróa úrræðin betur og jafnvel eiga kost á að fá rannsóknaniðurstöður sínar birtar í fagtímaritum. Rannsóknastefna VIRK Eðli málsins samkvæmt þurfa rannsóknir hjá VIRK að uppfylla skilyrði nýlegrar rannsóknastefnu sem samþykkt var af framkvæmdastjórn VIRK 26. nóvember 2020. Stefnan markaði ákveðin tímamót í starfsemi VIRK, þá sérstaklega með tilliti til aukinna krafa á hendur þeirra sem sinna rannsóknum í samstarfi við sjóðinn. þ.e. að þjónustuþegar fái nauðsynlegt næði til að ljúka starfsendurhæfingu án mikilla truflana. Það sem einnig skiptir máli hér – og rannsakendur þurfa að taka tillit til – er að fólk í starfsendurhæfingu er misjafnlega veikt og þola sumir lítið sem ekkert rask á endurhæfingartímabilinu. Þátttaka í rannsóknarverkefnum hentar því alls ekki öllum og þurfa þarfir þjónustuþega ætíð að vera í fyrirrúmi. Í þessu tilliti er mikilvægt að spyrja sig nokkurra spurninga áður en haldið er af stað í þróun nýrra úrræða eða árangurs- mælinga þar sem gert er ráð fyrir þátttöku lýsingar eru grundvöllur þess að hægt sé að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og leggja jafnframt grunninn að rannsóknum til uppbyggingar í starfsendurhæfingu. Um þessar mundir vinna sérfræðingar VIRK hörðum höndum að því að aðlaga gögnin, búa til tímalínur og gera þau þannig úr garði gerð að þau henti til notk-unar í vísindarannsóknum. Vonast er til að í ársbyrjun 2024 verði hægt að fara í rann- sóknasamstarf við vísindafólk á grundvelli gagnanna. Rannsóknaráð VIRK Til að fylgja rannsóknastefnunni úr hlaði var Rannsóknaráði VIRK komið á laggirnar. Í því sitja að jafnaði 6-7 sérfræðingar VIRK ásamt persónuverndarfulltrúa. Framkvæmdastjóri VIRK er ábyrgðarmaður ráðsins en tölfræðingur VIRK - sem jafnframt er verkefnastjóri rannsókna og greininga - leiðir ráðið og heldur utan um starfsemi þess. Helstu hlutverk Rannsóknaráðs er að taka á móti umsóknum um rannsóknasamstarf frá ytri aðilum, meta forsendur þeirra og vísindalegt gildi og liðsinna við gagnaöflun, ef umsóknir eru samþykktar. Ef af samstarfi verður er það þó ætíð háð gildandi lögum og reglum um persónuvernd og samþykki Vísindasiðanefndar, ef við á. Aðrar nauðsynlegar forsendur fyrir samstarfi eru m.a. eftirfarandi: • Að rannsóknarefnið sé á vettvangi starfsendurhæfingar • Að tilgangur og markmið rannsóknar- innar sé að bæta gæði úrræða og/ eða auka fjölbreytileika þeirra í starfsendurhæfingu • Að rannsóknin sé mikilvæg í sam- félagslegu tilliti • Að rannsóknarferlið og birting niður- staðna brjóti hvergi á mannhelgi og reisn þjónustuþega VIRK • Að markmið rannsóknaverkefna sé ekki þróun á markaðsefni, s.s. gerð markpósta og/eða kynninga á vörum eða þjónustu á almennum markaði. Rannsóknastefnan er í heild sinni birt á vefsíðu VIRK og þar má lesa nánar um þessi atriði og aðra áhersluþætti. Rannsóknir innanhúss hjá VIRK Heilt á litið er VIRK í stöðugri þekkingaröflun í starfsemi sinni. Meðal annars var nýverið sett á laggirnar þekkingarsetur um kulnun undir stjórn Berglindar Stefánsdóttur og Rannsóknastefnunni má skipta í nokkur höfuðatriði en hér verður fjallað um þrjú þeirra: • Mannhelgi og reisn einstaklinga og hópa • Aðgát og hófsemi • Vandaðar upplýsingaskrár Mannhelgi og reisn einstaklinga og hópa Eitt af skilyrðum rannsókna hjá VIRK er að leitast sé við að vernda einstaklinga og hópa í þjónustu sjóðsins. Mannleg reisn er lykilatriði í velsæld einstaklinga og hefur áhrif á bataferli og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Því leggur VIRK sérstaka áherslu á að niðurstöður rannsókna vegi aldrei að ímynd og heiðri einstaklinga út á við með vísun í hópa sem þeir tilheyra. Þar af leiðandi er brýnt að rannsóknir á vegum VIRK séu gagnlegar og uppbyggjandi, að þær miði ætíð að því að bæta líf einstaklinga með heilsubrest og leiti leiða til að brúa bilið á milli fólks með skerta starfsgetu og vinnumarkaðar. Aðgát og hófsemi Þegar um er að ræða einstaklinga sem enn eru í þjónustu VIRK þarf að gæta hófsemi, einstaklinga sem hafa ekki lokið þjónustu hjá VIRK: • Er úrræðið/meðferðin sem ætlunin er að þróa, viðeigandi fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu? Fellur hún vel að þörfum þeirra? • Þarf ef til vill að sérsníða úrræðið/ meðferðina með tilliti til bakgrunns þjónustuþega eða aðstæðna? • Ef um árangursmælingar er að ræða, hversu oft og við hvaða aðstæður er gert ráð fyrir að mælingar eigi sér stað? Eru mælitækin viðurkennd og gagnreynd? Áreiðanlegar upplýsingaskrár sem fylgja ströngustu gæðakröfum Grundvöllur góðra rannsókna eru rétt- mætar og áreiðanlegar upplýsingaskrár sem eru yfirfarnar reglulega og fylgja lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í hvívetna. Til að sinna einstaklingum í þjónustu sem best – og jafnframt uppfylla lagalegar skyldur sínar gagnvart hinu opinbera - safnar VIRK tölulegum upplýsingum um stöðu einstaklinga í upphafi og lok þjónustu ásamt því að meta reglulega framvindu starfsendurhæfingarinnar. Þessar upp- 62 63virk.is virk.is Árangur VIRK Áreiðanleg gögn Miðlun Mannhelgi og reisn Vísindi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.