Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 71
 VIÐTAL Ég minni á að við eigum alltaf val í lífinu. Ég kenni fólki að vera meðvitað um að við höfum alltaf val hvernig við bregðumst við og hvað við gerum. Núvitund er grundvöllur fyrir þessu öllu. Ég held að rannsóknir skipti miklu máli fyrir starfsendurhæfingu og styrki fólk á marga vegu. Vinnan okkar er ansi stór hluti af lífi okkar og allt sem styrkir okkur almennt í lífinu styrkir okkur þar líka. Margir sem koma hingað frá VIRK hafa yfirkeyrt sig. Þetta námskeið kennir fólki að þekkja merki ef slíkt er í aðsigi og einnig að setja sjálfum sér og öðrum skýrari mörk. Þetta er stundum kallað „að vera arkitekt í eigin lífi“. Láta ekki aðra stjórna í of miklum mæli og láta heldur ekki undan öllum sínum dyntum. Lesa í aðstæður. Fólk heldur gjarnan að lífið eigi að vera frábært en hjá öllum kemur eitthvað uppá. Lífið er ströggl. Ég reyni að kenna fólki leiðir til að takast á við þetta strögl og styrkja sig gagnvart því. Á hverju námskeiði heyri ég af lífskreppum sem einstaklingar komast í.“ Hvernig gengur fólki í hópnum að blanda geði? „Þegar ég var að fara af stað með þessi námskeið kveið ég mest hinum yfir- gnæfandi aðila sem er í öllum hópum. Slíkum aðila þarf að setja mörk en hlédræga einstaklinginn þarf að virkja. Þetta þarf maður að gera jafnframt því að sýna fólkinu virðingu. Ég segi: „Ég mun ganga að ykkur en þið hafið líka heimild til að segja pass ef þið viljið ekki svara einhverju eða gera eitthvað.“. Þetta hafa allir samþykkt.“ Mesta ógnin er alltaf að vera hafnað Hvað viltu segja um samstarf þitt við VIRK? „Ég hef allt gott um það að segja. Töluverð vinna fer í að ganga frá mati á einstaklingum til ráðgjafans. Það er gleðilegt ef maður getur sagt að fólk hafi tekið miklum framförum, leiðinlegra ef það hefur staðið í stað. Heilt yfir beina ráðgjafarnir til mín fólki sem þeir telja að geti nýtt sér það sem ég hef fram að færa. Ég vil fá fólk á námskeiðið sem er tilbúið til að taka við og gera breytingar – þegar fólk vinnur verkefnin og deilir reynslu sinni með hópnum þá gerist eitthvað.“ Hvert stefnum við sem manneskjur og samfélag? „Manneskjan hefur aldrei í mannkyns- sögunni haft það eins og gott og hún hefur það núna. En þrátt fyrir það ber á vaxandi einmanaleika, fíkn, kvíða og lyfjanotkun eykst. Fólki virðist ekki líða neitt betur en áður og maður veltir fyrir sér hvers vegna. Við komum frá því að þurfa bara að lifa af í náttúrunni með öllum ráðum. Það er í eðli manneskjunnar að vilja sanka að sér, það skapar öryggi. Fólk fær aldrei nógu há laun, það á aldrei nóg af dóti, á aldrei nógu stór hús. Eina sem hægt er að gera gagnvart slíkri tilfinningu er að reyna að skilja. Ég ræði þetta á námskeiðinu og líka hversu mikilvægt það er að tilheyra hóp. Við skiptum þar með okkur hlutverkum, mesta ógnin er alltaf að vera hafnað, rekinn úr hópnum. Höfnun er einmitt það sem fólk í lífskreppu er oft að takast á við. Það er höfnun að missa vinnu af hvaða ástæðu sem er. Þá tilheyrir maður ekki lengur hjörðinni, ef svo má segja. Þetta er upprunalegur og gamall ótti í mannverunni. Maður sér töluvert af fólki sem er með gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóma og kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort ekki sé verið að ofhlaða fólk, taugakerfið fái aldrei frið. Þegar fólk kemur heim frá vinnu sest það gjarnan við tölvuna og verður fyrir alls konar áreiti þar. Í gamla daga þegar fólk kom heim þá fór sefkerfið aftur á móti af stað, róandi kerfið okkar. Manneskjan hefur aldrei haft eins mikla þörf á því eins og núna að læra inn á sitt grunneðli. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að lifa með nútímanum – að skilja okkur sjálf.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmynd: Lárus Karl Ingason Ég held að rannsóknir skipti miklu máli fyrir starfsendurhæfingu og styrki fólk á marga vegu. RANNSÓKNIR LYKILATRIÐI Í ENDURHÆFINGU TÓMAS KRISTJÁNSSON sálfræðingur STUNDVÍSLEGA KLUKKAN NÍU AÐ MORGNI MÆTUM VIÐ Á NÝJA GARÐ TIL ÞESS AÐ HITTA ÞAR AÐ MÁLI TÓMAS KRISTJÁNSSON, AÐJÚNKT Í SÁLFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS OG STARFANDI SÁLFRÆÐING Á KVÍÐAMEÐFERÐARSTÖÐINNI. TILEFNIÐ ER AÐ SPYRJA HANN ÚT Í RANNSÓKN SEM HANN OG FLEIRI HAFA GERT Á NÁMSKEIÐINU SIGRUM STREITUNA, MEÐFERÐARÚRRÆÐI SEM PRIMAL ICELAND BÝÐUR UPP Á OG MARGIR ÞJÓNUSTUÞEGAR VIRK HAFA SÓTT. Þetta námskeið vakti áhuga minn af því að skjólstæðingar á Kvíða- meðferðarstöðinni tóku allt í einu stökk í meðferðarárangri eftir að hafa verið á námskeiðinu Sigrum streituna. Bróðir minn sem er í meistaranámi í sjúkraþjálfun og er einkaþjálfari starfaði um tíma hjá Primal Iceland og sagði mér nokkrar atvikasögur, það er sögur einstaklinga, sem höfðu fengið mikla bót á umræddu námskeiði. Hann sagði Einari Carli Axelssyni hjá Primal frá áhuga mínum. Þetta leiddi skömmu síðar til fundar þar sem ég viðraði þá hugmynd mína að gera rannsókn á hvað skilaði þessum góða árangri,“ segir Tómas Kristjánsson. 70 71virk.is virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.