Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 74
 VIRK ÚRRÆÐI - MARKVISS ENDURKOMA TIL VINNU Þróun, samvinna og nýsköpun úrræða í takt við þarfir þjónustuþega ÁSTA SÖLVADÓTTIR sviðsstjóri hjá VIRK Hlutverk úrræðasviðs VIRK er að hafa umsjón með þeirri þjónustu sem VIRK kaupir, sinna eftirliti með þjónustukaupum og tryggja upplýsingastreymi varðandi úrræði til þjónustuaðila, ráðgjafa, atvinnulífstengla og sérfræðinga VIRK. Þá er þróunar- og umbótastarf fyrirferðarmikið á sviðinu. Framboð og þróun úrræða VIRK kaupir einungis þjónustu sem flokkast getur sem hluti af formlegri starfs- endurhæfingu og veitt er af fagaðilum með tilskilin réttindi enda er um viðkvæma þjónustu að ræða. Starfsfólk úrræðasviðs VIRK fer reglulega yfir þau úrræði sem eru í boði og metur hvort þörf sé á nýjum úrræðum. Árangursrík starfsendurhæfing er samvinnuverkefni margra aðila. Þróun úrræða fer fram í nánu samstarfi við sér- fræðinga á starfsendurhæfingarsviði, ráðgjafa og þjónustuaðila. Þróunin tekur ávallt mið af þörfum einstaklinga í þjónustu VIRK. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HEFUR ÖFLUGT ÞRÓUNAR- STARF OG SAMSTARF VIÐ FAGAÐILA Á SVIÐI STARFS- ENDURHÆFINGAR SKILAÐ SÉR Í SÍFELLT MARKVISSARI STARFSENDURHÆFINGU HJÁ VIRK. ÞÁ SETJA ÞARFIR ÞJÓNUSTUÞEGA MARK SITT Á STARFSEMI VIRK HVERJU SINNI. Þeir aðilar sem óska eftir að gerast þjónustu- aðilar hjá VIRK senda inn umsókn ásamt fylgiskjölum í gegnum upplýsingakerfi VIRK. Starfsfólk úrræðasviðs fer yfir umsóknir reglulega og jafnóðum og þær berast ef þörf er á því. Allar upplýsingar um samstarf, viðmið þjónustuaðila og leiðbeiningar um upplýsingakerfi VIRK má finna á ytri vef VIRK ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum fyrir þjónustuaðila. Samstarf er á milli úrræðasviðs og sérfræðinga VIRK ef þörf er á að meta sérfræðiþekkingu þjónustuaðila sérstaklega. Sé úrræði samþykkt þarf að vera nákvæm lýsing á því hver þjónustan er, hver gildis- tími hennar sé, hvaða daga hún er veitt, klukkan hvað, hvar úrræðið fer fram og verð. Þjónustuaðilar geta sent inn breytingar á upplýsingum úrræðis og verði en við það sendist breytingarumsókn til úrræðasviðs sem ber ábyrgð á því að yfirfara og sam- þykkja eða hafna breytingum. Þessar upplýsingar eru vistaðar jafnóðum í upp- lýsingakerfi VIRK. Ef gera þarf breytingar á fyrirliggjandi úr- ræðum setjast þjónustuaðilar og starfsfólk VIRK gjarnan niður og fara yfir árangur núverandi úrræða og koma með tillögur um endurbætur á núverandi úrræðum eða ný úrræði eru þróuð eftir slík samtöl. Stundum bætist við ný þekking eða aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að skili góðum árangri og þá er úrræðum breytt eða þeim bætt í úrræðaflóruna. Þegar sýnt er fram á góðan árangur í tilteknum úrræðum eykst gjarnan eftirspurn eftir úrræðinu og þá þarf stundum að kalla eftir því að fleiri þjónustuaðilar bjóði upp á sambærileg úrræði eða að þjónustan verði einnig í boði sem fjarúrræði. Það sem ræður mestu um hvort úrræði verði eftirsótt eða vinsælt, er hvort þörf sé til staðar fyrir úrræðið, orðspor þjónustuaðilans og hvort úrræðið uppfylli væntingar og þarfir einstaklinga. Góð samskipti og eftirfylgni Margir framúrskarandi fagaðilar á sviði starfsendurhæfingar eru í samstarfi við VIRK. Starfsemi VIRK snýst um einstaklinga í þjónustu og því er stöðugt leitað leiða til að þjónustan sé í takt við þarfir þjónustuþega. Það sem einkennir árangursríka starfs- endurhæfingu er góð samvinna ráðgjafa, einstaklings og fagaðila. Sérfræðingar VIRK rýna mál einstaklinga eftir þörfum og þá skiptir endurgjöf frá þjónustuaðilum til ráðgjafa miklu máli svo hægt sé að taka afstöðu til næstu skrefa með tilliti til framgangs í starfsendurhæfingunni. Þegar kallað er eftir greinargerðum er mikilvægt að fagaðilar skili þeim af sér tímanlega. Þjónustuaðilar eru oft beðnir um að skila lokaskýrslu til VIRK í kjölfar námskeiða og hópmeðferða og eru upplýsingar um mætingar, niðurstöður matlista og tillögur að næstu skrefum í starfsendurhæfingu nýttar til að meta hvort færni til atvinnuþátttöku sé að aukast eða hvort grípa þurfi inn í og breyta áætlun einstaklings. Úrræði sem taka mið af færni Hvað þarf til þess að árangur náist í starfs- endurhæfingu og hvers vegna skiptir máli að taka mið af færni og hindrunum til atvinnuþátttöku við val á úrræðum? Í upphafi starfsendurhæfingar gera ráðgjafi og þjónustuþegi áætlun um endurkomu til vinnu. Sérfræðingar VIRK eru ráðgjöfum og einstaklingum innan handar við mat á þörfum fyrir þjónustu og við kortlagningu á færni og hindrunum til atvinnuþátttöku í upphafi þjónustu. Lagt er upp með að tryggja einstaklingum markvissa þjónustu á réttum tíma sem tekur mið af færni og hindrunum hvers og eins hverju sinni. Engir tveir eru eins og hver og einn hefur sína sérstöku hæfileika. Því gegnir fjölbreytt úrræðaflóra lykilhlutverki við að efla færni ólíkra einstaklinga til vinnu eða náms. Þá er einnig tekið mið af styrkleikum hvers og eins og áhugasviði. Fjöldi þjónustuaðila helst stöðugur VIRK átti í góðu samstarfi við tæplega 500 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Útgjöld í millj. kr. 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Ár Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum um allt land 2010-2022 á föstu verðlagi Mynd 1 Sálfræðiþjónusta + hópsálfræði Sjálfsefling Sjúkraþjálfun + hópstoðkerfisröskun Sérhæfð starfsendurhæfingarúrræði Nám og námskeið Heilsuefling / líkamsrækt Atvinnutengd úrræði Önnur ráðgjöf og þjónusta Túlkaþjónusta 24% 6% 4% 52% 7%2% 1%1%%3% Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2022 vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum Mynd 2 74 75virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.